Jökull


Jökull - 01.01.2013, Side 131

Jökull - 01.01.2013, Side 131
Society report Jarðfræðafélag Íslands Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2012 Fyrri hluta ársins 2012 störfuðu í stjórn félagsins Þorsteinn Sæmundsson (formaður), Björn Harðar- son (varaformaður), Guðrún Eva Jóhannsdóttir (gjald- keri), Ívar Örn Benediktsson (ritari), Theódóra Matth- íasdóttir (meðstjórnandi), Lúðvík Eckardt Gústafsson (meðstjórnandi) og Benedikt Gunnar Ófeigsson (með- stjórnandi). Á aðalfundi 3. maí gengu úr stjórn Ívar Örn Benediktsson (ritari) og Guðrún Eva Jóhanns- dóttir (gjaldkeri). Ívar Örn hefur starfað í stjórn fé- lagsins frá árinu 2009 og sem ritari frá árinu 2010. Guðrún Eva hefur starfað í stjórn félagsins frá árinu 2010 sem gjaldkeri. Þeim eru þökkuð góð störf í þágu félagsins. Nýir meðlimir í stjórn eru þau Sigur- laug María Hreinsdóttir og Ólafur Ingólfsson. Skip- an stjórnar eftir aðalfund var þessi: Þorsteinn Sæ- mundsson (formaður), Theódóra Matthíasdóttir (vara- formaður), Lúðvík Eckardt Gústafsson (gjaldkeri), Sigurlaug María Hreinsdóttir (ritari), Björn Harðar- son (meðstjórnandi), Ólafur Ingólfsson (meðstjórn- andi) og Benedikt Gunnar Ófeigsson (meðstjórnandi). Alls eru nú rúmlega 300 félagar skráðir í félagið. Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á ár- inu. Vorráðstefna félagsins var haldinn 30. mars, aðal- fundur félagsins 3. maí, haustferð/ haustráðstefna var farin 5.–7. október og haustráðstefna haldin 23. nóv- ember. Að auki hélt félagið utanum skipulagningu Vetrarmóts norrænna jarðfræðinga í byrjun janúar. Vorráðstefna félagsins 2012 var haldinn þann 30. mars í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Að vanda var fjölbreytt dagskrá og 23 stórfróðleg erindi flutt og að auki voru fjölmörg áhugaverð veggspjöld sýnd. Fundinn sóttu yfir 80 félagar og voru menn á því að vel hafi tekist til. Aðalfundur félagsins var haldinn 3. maí í Orku- garði, sal ÍSOR. Áður en aðalfundur hófst flutti pró- fessor Ólafur Ingólfsson stórfróðlegan fyrirlestur sem hann nefndi Deccan flæðibasöltin á Indlandi séð af mótorhjóli. Að loknum fyrirlestrinum voru hefðbund- in aðalfundarstörf en þar á eftir var boðið upp á ljós- myndasýningu þar sem Ívar Örn Benediktsson sýndi myndir frá leiðangri sínum til Síberíu. Haustferð félagsins árið 2012 var með nokkrum öðrum hætti en undanfarin ár. Að þessu sinni var ákveðið að fara í tveggja daga ferð og blanda sam- an fyrirlestrum og skoðunarferðum og var ferðin farin í samvinnu við Jöklarannsóknarfélag Íslands. Dval- ið var á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur, hlýtt á fyrirlestra fyrir hádegi og farið í skoðunarferðir eft- ir hádegi. Tilefni ferðarinnar var að heiðra prófessor Helga Björnsson í tilefni 70 ára afmælis hans. Alls voru flutt 16 erindi þar sem bæði ráðstefnugestum og heimamönnum var boðið að hlýða á erindin og nýttu fjölmargir heimamenn sér það tækifæri. Ferðin og ráðstefnan mæltist mjög vel fyrir og var báðum félög- unum til mikils sóma. Haustráðstefna félagsins fór fram 23. nóvember. Þema ráðstefnunnar var jarðhitarannsóknir og þróun- arsamvinna og voru heiðursgestir ráðstefnunnar þeir Dr. Halldór Ármannsson jarðefnafræðingur á ÍSOR og prófessor Stefán Arnórsson jarðefnafræðingur við Háskóla Íslands. Ráðstefnan var haldin í Orkugarði. Alls voru 17 erindi flutt og í lok dags var boðið upp á móttöku, þeim félögum til heiðurs. Um 80 manns sóttu ráðstefnuna sem í alla staði tókst mjög vel og var ekki annað að sjá en þeir félagar hafi notið dagsins. Af öðrum viðburðum ársins ber hæst að nefna að Jarðfræðafélagið hélt 30. Vetrarmót Norrænna jarð- fræðinga 9.–12. janúar 2012. Undirbúningur móts- ins hafði staðið yfir megnið af árinu 2011 en í undir- búningsnefnd voru: Þorsteinn Sæmundsson, formað- ur, Ívar Örn Benediktsson, varaformaður, Anette K. Mortensen, Ármann Höskuldsson, Björn Harðarson, JÖKULL No. 63, 2013 131
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.