Jökull


Jökull - 01.01.2013, Side 129

Jökull - 01.01.2013, Side 129
Society report Jarðfræðafélag Íslands Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2011 Fyrri hluta ársins 2011 störfuðu í stjórn félagsins Þorsteinn Sæmundsson (formaður), Kristín Vogfjörð (varaformaður), Guðrún Eva Jóhannsdóttir (gjald- keri), Ívar Örn Benediktsson (ritari), Theódóra Matth- íasdóttir (meðstjórnandi), Lúðvík Eckardt Gústafs- son (meðstjórnandi) og Björn Harðarsson (meðstjórn- andi). Á aðalfundi 15. apríl gekk Kristín Vogfjörð úr stjórn. Kristín hefur starfað í stjórn félagsins frá ár- inu 2004 og sem varaformaður frá árinu 2008. Henni er þakkað kærlega fyrir góð störf í þágu félagsins. Nýr meðlimur í stjórn er Benedikt Gunnar Ófeigsson. Skipan stjórnar eftir aðalfund var þessi: Þorsteinn Sæ- mundsson (formaður), Björn Harðarson (varaformað- ur), Guðrún Eva Jóhannsdóttir (gjaldkeri), Ívar Örn Benediktsson (ritari), Theódóra Matthíasdóttir (með- stjórnandi), Lúðvík Eckardt Gústafsson (meðstjórn- andi) og Benedikt Gunnar Ófeigsson (meðstjórnandi). Alls eru nú rúmlega 300 félagar skráðir í félagið. Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á ár- inu. Vorráðstefna og aðalfundur félagsins fóru fram þann 15. apríl, haustferð var farin 24. september og haustráðstefna haldin 21. október 2011. Vorráðstefna og aðalfundur félagsins 2011 fóru fram þann 15. apríl í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Líkt og áður var nemendum í HÍ boðið endur- gjaldslaust á ráðstefnuna en stjórn félagsins telur mik- ilvægt fyrir nemendur að fjölmenna á slíkar ráðstefnur og kynnast störfum jarðfræðistéttarinnar. Á ráðstefn- unni var að vanda fjölbreytt dagskrá og mörg stórfróð- leg erindi flutt. Ráðstefnuna sóttu rúmlega 80 félagar, 27 erindi voru haldin og 17 veggspjöld kynnt. Ráð- stefnugestir voru á eitt sáttir um að vel hafi tekist til. Haustferð félagsins var farin 24. september. Ferð- in var farin í neðri hluta Borgarfjarðar þar sem skoðuð voru ummerki jöklaleysinga og sjávarstöðubreytinga undir dyggri leiðsögn jarðfræðinganna Ólafs Ingólfs- sonar og Hreggviðs Norðdahl. Um 30 manns mættu í ferðina sem heppnaðist í alla staði. Haustráðstefna félagsins fór fram 21. október. Heiðursgestur ráðstefnunnar var Kristján Sæmunds- son jarðfræðingur á ÍSOR, en hann varð 75 ára á ár- inu. Ráðstefnan var haldin í sal Náttúrufræðistofn- unar við Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Þema ráðstefn- unnar var jarðhiti og orkumál. Fjöldi jarðvísindafólks, sem á einn eða annan hátt tengist Kristjáni eða rann- sóknum hans, hélt erindi. Þorsteinn Sæmundsson setti ráðstefnuna og þar á eftir voru flutt 15 erindi: Stefán Arnórsson, Jarðvísindastofnun Háskólans, fjallaði um jarðefnafræði og jarðhita, Hjalti Franzson, Íslensk- um Orkurannsóknum, fjallaði um Hengilinn; þætti úr sögu jarðhitakerfis, Ingvar Birgir Friðleifsson, Jarð- hitaskóla Sameinuðu þjóðanna, fjallaði um Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna, Þráinn Friðriksson, Ís- lenskum Orkurannsóknum, fjallaði um breytingar á yfirborðsvikni á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi, Vig- dís Harðardóttir, Íslenskum Orkurannsóknum fjall- aði um útfellingar í yfirborðsleiðslum og borholum á jarðhitasvæðinu Reykjanesi, Kristján Sæmundsson, Íslenskum Orkurannsóknum fjallaði um duldan lág- hita og virk eldstöðvakerfi, Ólafur Flóvenz, Íslensk- um Orkurannsóknum, fjallaði um varma gosbeltanna og beislun hans til raforkuframleiðslu, Guðni Axels- son, Íslenskum Orkurannsóknum, fjallaði um mik- ilvægi niðurdælingar bakrásarvatns í jarðhitakerfum á Hofsstöðum í Helgafellssveit, Sigmundur Einars- son, Náttúrufræðistofnun Íslands fjallaði um rauna- sögu goshvera, Árni Hjartarson, Íslenskum Orkurann- sóknum fjallaði um bullandi útrás í jarðhitarannsókn- um í Chile, Steinþór Níelsson, Íslenskum Orkurann- sóknum, fjallaði um jarðfræði og ummyndun í jarð- JÖKULL No. 63, 2013 129
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.