Breiðfirðingur - 01.04.1946, Page 71
breiðfirðingur
61
við rafmagn né gas, heldur í hlóðum í klettagjótu, og
var eldiviður þang og þönglar, eftir þvi heppilegt til
eldiviðar sem á veðri stóð, hvort regn var eða þurr-
viðri. Sigurvini gekk eldamennskan illa, og að lokum
fór svo, að eldurinn drapst með öllu, og kom hann og
tjáði kofnamönnum þetta, og þar með, að þeir ættu
einskis kaffis að vænta. Þá segir Ari:
„Þú ættir það skilið, ljúfurinn, að fá vísu fyrir það
þrekvirki að liafa að velli lagt eina „höfuðskepnuna“.
Og vísan kom þegar:
Og í sverða þungri þrá
það má furðu kalla,
að Finnur Hildar lék svo ljá,
að Logi varð að falla.
Ari gat verið kaldur i kveðskap, ef eittlivað illkvittn-
islega var að honum vikið eða um hann kveðið, og eins
er sveigt var að honum í orði. Um hans daga var
Andrés Hjaltason prestur í Flatey. Kona séra Andrésar
hét Eggþóra. Sagt var mér að hún hefði verið hannyrða-
kona mikil og vel verki farin, en ekki að því skapi snyrti-
kona í orði né umgengni. Eittlivert sinn hafði Ari lofað
að gera eittlivað fyrir maddömu Eggþóru, en dregizt
hafði verkið, en loks hélt þó Ari heim að Garðabæ, til
þess að finna maddömuna og inna af höndum verkið.
Þegar þangað kom og hann hitti maddömuna, hrást
hún reið við og valdi Ara hörð orð fyrir brigðmælgi
hans og drátt, og ætlaði hún að lokum að slá hann með
eldskörungi sínum. Ari hopaði undan tilræðinu og kvað:
ístrublaðra útþanin,
amanaðra kolorpin,
lands á jaðra loks flúin
lastar aðra sjálfhælin.