Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 16
14
BREIÐFIRÐINGUR
ast slíkan klæðnað. Jafnframt var þá stungið upp á því, að
félagið eignaðist verðlaunapening, er veita skyldi bezta
glímumanni félagsins.
Glímuæfingar voru mjög tíðar og vel sóttar framan af
árinu 1910. Oftast voru þá 20 menn á æfingum og hópnum
jafnan skipt í þrjú lið.
Á fundi 13. febrúar 1910 kom enn til umræðu kaup á verð-
launapeningi. Hann átti að vera á stærð við tveggja krónu
pening og með áletrun. Síðan voru samþykkt ákvæði um
þessi verðlaun. Um peninginn skyldi glímt opinberlega ár
hvert í marzmánuði og boðað til glímunnar með hálfsmán-
aðar fyrirvara. Sá, sem vann glímuna, hélt honum glímuárið
og bar ábyrgð á varðveizlu hans. Yrði einhver til þess að
vinna hann þrjú ár í röð, hlaut hann peninginn til eignar.
Um verðlaun þessi gátu ekki aðrir glímt en þeir, sem voru
félagar í „Þór“, venjulega kölluð Pórsglíman.
Par sem hér á eftir verður birtur sérstakur „Þórsglímu-
annáll“ og „sýsluglímuannáll" verður vikið að öðru, sem
telja má frásagnarvert úr sögu félagsins.
Auk glímunnar þreyttu menn ýmiss konar aflraunir og
notuðu m.a. í því sambandi handvigt.
Vorið 1910 fékk formaður félagsins bréf úr Reykjavík,
þar sem skorað var á „Þór“ að senda tvo menn suður til þess
að taka þátt í móti, þar sem glíma átti um Grettisbeltið.
„Þórsmenn“ sáu sér ekki fært að verða við þessari áskorun,
vegna þess að liötækustu glímumenn þeirra voru þá ekki við-
látnir.
Veturinn 1910-1911 voru æfingar þrisvar í viku, og virðast
menn, samkvæmt fundarsamþykkt, hafa æft grísk-róm-
verska glímu og ýmsar aðrar íþróttir. Þá voru haldin tvö
opinber glímumót, svo sem síðar verður vikið að.
Á fundi 15. des. 1911 var samþykkt að stofna innan félags-
ins sérstaka drengjadeild, og var drengjum ætlað að glíma
eina klukkustund í viku undir umsjón æfðra glímumanna.
Árgjald þeirra var ákveðið 50 aurar. Félagar í drengjadeild-
inni urðu brátt 11. Á sama fundi og ákveðið var að stofna