Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 47
BREIÐFI RÐINGUR
45
Björn Hildimundarson, Hallgrímur Oddsson, Hjörtur
Guðmundsson, Kristinn Guðmundsson, Ólafur Þorleifsson.
Sunnanfjalls menn voru: Bragi Jónsson, Hofgörðum, Hall-
dór Erlendsson, Hjarðarfelli, Jóhannes Þorgrímsson, Eið-
húsum. Og af Skógarströnd Jakob Jónsson, Narfeyri.
Hjörtur Guðmundsson hlaut gullpeninginn og hafði þar með
orðið sýslukóngur í fjögur skipti, auk þess unnið Þórsglímu
þrisvar og Þórshamarinn til eignar. Af glímukóngum Snæfell-
inga eru tveir á lífi, Hjörtur Guðmundsson og Guðbrandur
Guðbjartsson.
15. sýsluglíma var haldin sama árið og sú 14., eða 29. des-
ember 1929. Ástæðan til þess var sú, að Hallgrímur Oddsson
og Ólafur Þorleifsson voru þá á förum suður til þess að búa
sig undir að taka þátt í fyrirhugaðri hátíðarglímu á Þing-
völlum næsta sumar. Þorleifur Jóhannesson hefur skrifað
eftirfarandi í dagbók sína 29. des. 1929: „í kvöld var háð
glímumót Snæfellinga, 11 tóku þátt í því, 5 úr suðurhrepp-
um, en héðan 6. Þrír meiddust. Jón frá Hömluholtum gekk
úr liði um olnboga, Þorkell Ólafsson úr axlarlið og Hinrik
Jóhannsson meiddist á handlegg. Hallgrímur hlaut gullpen-
inginn og fyrstu fegurðarverðlaun. Guðbrandur Guðbjarts-
son fékk önnur fegurðarverðlaun. Óli minn tók þátt í glím-
unni og fékk gott orð“.
Jóhann Rafnsson er nú sennilega sá eini á lífi, sem sá og
man allar sýsluglímurnar. Árni P. Jónsson fóstri hans hafði
alla tíð mikinn áhuga á glímu og var allra manna lengst beint
og óbeint tengdur glímufélögunum í Stykkishólmi. Hann
ræddi oft við Jóhann um einstakar glímur og glímumenn.
Hér á eftir rifjar Jóhann Rafnsson upp minningar sínar um
snæfellska glímumenn, einkanlega í Stykkishólmi, en tekur
fram, að þar birtist engu að síður álit Árna fóstra hans:
„Fyrst skal fræga telja Hildimund Björnsson, Kristján
Árnason og Reinhold Richter.
Reinhold (f. 1886, d. 1966) var sem ungur með beztu glímu-
mönnum. Hann var vel að manni og lipur svo af bar. Um