Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 141
BREIÐFIRÐINGUR
139
margir kallar hjá okkur um borð, [rað voru Reykvíkingar og
þeir voru sendir í land á sexmanna fari. Hann var látinn fara
með þá hann Sigvaldi heitinn Valentínusson. Þetta var
klukkan sjö eða að ganga átta um kvöldið og sást ekkert út
úr augunum. En þá voru eftir einir tíu eða tólf kallar um
borð. Svo lengir mig eftir honum Sigvalda og þeim og fer
aftur í káetu og segi við Pétur, hvort það sé ekki vissara að
ég kveiki á stagluktinni. Hann réttir bara hnefann og spyr
hvurn djöfulinn sjálfan ég sé að skipta mér af kommandó
hér um borð. En ég þekkti nú á allt saman og skipti mér ekk-
ert af því. tek luktina, þríf hana upp, læt á hana olíu og
hengi hana á staginn. Svo er nú ekkert með það, en eftir
svona hálftíma kemur báturinn, þá eru þeir búnir að vera að
villast á firðinum, sjá ekki neitt og vita ekkert hvar skipið
er, en sjá þessa ljósglóru og sigla á hana og þetta er klukkan
um níu um kvöldið.
Ja, hvað viltu nú hafa það betur, þá fer hann að taka upp
kafaldið og hvessa og herðir á. Það voru tveir bátar aftaní úr
landi, en jullan okkar var inni á dekki. Bátarnir voru
bundnir með helvíti sverri trossu um hnýfilinn og um tvær
þófturnar. Þetta átti nú ekki að bila, en klukkan ellefu eru
þeir alveg slitnir frá. Þá svansar skútan svo mikið og veðrið
var svo ofboðslegt að það var varla stætt á dekki. Þetta var
forenagt, sem ég var á og rétt áður var búið að gefa henni
báðar keðjur alveg á tamp. Svo áttum við trossu, skal ég
segja þér, stáltrossu, helvíti væna. Hún var níutíu faðmar.
Hún var lásuð við og sett um mastrið og það hélt henni yfir
nóttina. Því ef við hefðum slitnað upp, svo vorum við dauðir
undir eins, við vorum svo nærri skerjunum. Þetta blessaðist
allt saman.
Já, þeir voru heppnir að sjá ljósið í tæka tíð.
Svo fór nú vínið af Pétri og ég segi við hann að ekki hafi
nú verið verra að ég kveikti á luktinni. Þá segir hann: „Eg
veit að ég fæ þér aldrei fullþakkað það.“
Við vorum lengst af að fást við þetta tveir, ég og Ólafur
nokkur Jónasson. Svo þegar klukkan er að ganga fjögur um