Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 31
BREIÐFIRÐINGUR
29
Af sunnanfjallsmönnum voru Miklhreppingar Iangötul-
astir að taka þátt í sýsluglímunni og báru oft úr býtum ýmist
gullpeninginn og þar með glímukóngstignina, ellegar þeir
fengu verðlaun fyrir fegurð í glímu, svo sem „sýsluglímu-
annállinn“ ber með sér. Auk þeirra sunnanmanna, sem ekki
eru greindir í annálnum, má nefna: Alexander Guðbjartsson
á Hjarðarfelli, Jóhannes Þorgrímsson, bónda á Eiðhúsum,
Sigurð Jónsson, vinnumann á Stakkhamri, síðar bónda í
Uthlíð í Biskupstungum.
Um svipað leyti og sýsluglíman hættir fer á sömu leið fyrir
glímufélaginu „Hjaðningum“. En árið 1937 var stofnað
íþróttafélag Miklaholtshrepps, og eftir það fóru glímur og
glímuæfingar fram í nafni þess. Miðað við aðrar sveitir og
þorp í sýslunni hélt glíman lengst velli í Miklaholtshreppi.
Ástæðan til þess var vafalaust sú, að þaðan fóru nokkrir
menn til náms í íþróttaskólann í Haukadal. Félagið fékk eitt
sinn Kjartan Bergmann til að leiðbeina ungum Miklhrepp-
ingum í glímu. Héraðssamband ungmennafélaganna tók
upp glímukeppni á mótum sínum, eins og síðar verður nánar
rakið, en þá kom fram ný kynslóð glímumanna á Snæfells-
nesi, og voru nálega allir, sem mest kvað að, úr Miklaholts-
hreppi. Bar þar mikið á fjórum Ásgrímssonum frá Borg:
Ágústi, Halldóri, Karli og Stefáni og enn fremur þrem Sig-
urðarsonum frá Hrísdal: Hjörleifi, Kristjáni og Sigfúsi. Loks
er að geta Sigurþórs Hjörleifssonar frá Hrísdal, en um hann
segir Halldór í Dal: „Sigurþór var eins konar „síðasti
Móhíkaninn“ í glímusögu okkar Miklhreppinga og náði
einna lengst okkar í þeirri íþrótt. Hann var t.d. þátttakandi
í Íslandsglímum, nú fyrir nokkrum árum, og glímdi m.a. í
sjónvarpssal; sterkur, liðugur og glímdi fallega“.
Komið við í Staðarsveit
Staðsveitingar æfðu lítillega glímu, en félag í þá veru stofn-
uðu þeir ekki. Þann 13. júlí 1913 var haldin fjölmenn sam-
koma í Hofgörðum og til skemmtunar var m.a. glíma. Jóhann