Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 149
BREIÐFIRÐINGUR
147
þörfum. Skoravíkurheimilið var myndar- og snyrtiheimili og
samheldni fólksins ntikil og góð. í Skoravík voru öll dýr
mjög gæf og vel um gengin. Það var gaman að sjá Gunnar
sitja út á kálgarðsvegg umkringdan kindum, hundum,
hænsnum og mávum og öll þessi dýr átu úr lófa hans. Ekki
þóttu þær Valborg og Kristín mannblendnar, en aldrei
urðum við í Köldukinn vör við það. Þær tóku okkur öllum
opnum örmum hvenær sem við komum.
Árið 1921 flytja að Köldukinn á Fellsströnd hjónin Sig-
urður Breiðfjörð Sigurðsson og kona hans Sesselja Bærings-
dóttir ásamt tveimur dætrum sínum, Fjólu og Jóhönnu
Hólmfríði 7 og 4 ára. Pau fluttu frá Rauðbarðaholti í
Hvammssveit, en þar höfðu þau búið nokkur ár í tvíbýli og
meðal annara á móti Tryggva syni Gunnars og Svanhildar í
Skoravík og konu hans Halldóru. Tryggvi og Halldóra
bjuggu þar að mig minnir í tvö ár með tvo drengi, Olaf og
Einar. Fannig að góð kynni höfðu þá þegar myndast milli
Skoravíkurfólksins og foreldra minna, Sigurðar og Sesselju.
Ég ntan ekkert eftir Svanhildi. Hún dó 3. október 1927,
áttatíu ára, þegar ég er á fimmta ári. En ég ntan vel eftir
þegar verið var að baka í erfi Svanhildar. Bærinn heima var
byggður upp 1926 og þar var góð eldavél. Eldavélin í Skora-
vík var orðin gömul og erfitt að baka í henni, svo að þær
systurnar fengu að baka upp í Köldukinn. En mér er þetta
minnisstætt, bæði fyrir það að þetta var mikil breyting frá
hversdagsleikanum og svo var ég, eins og krakka er háttur,
með nefið niðri í öllu nýju sem verið var að gera og káfandi
á hlutunum. Því að fæstum litlum krökkum nægir að horfa á,
það þarf að snerta hlutina líka. Og ég rak tvo fingur í eina
smákökuna. Mamma varð náttúrlega reið og fann að þessu
við mig. En Borga sagði: „Vertu ekki að snupra hana, Sella
mín, þetta gerir ekkert til“. Og síðan bakaði hún kökuna
með fingraförunum mínum. Þá skammaðist ég mín fyrir
handæðið. Ósköp þótti mér vænt um Borgu eftir þetta.
Framundan bænum í Skoravík er vogur nokkuð stór sem
þornar um fjöru. Afskaplega fannst mér skrítið að sjá Borgu