Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 33
BREIÐFIRÐINGUR
31
Bjarni Ólafsson í Vilborgarhúsi (f. 1895, d. 1959) ogHjörtur
Jónsson frá Hrísum (f. 1891, d. 1941). Ball var á eftir og
kom ég heim kl. 3 um nóttina“.
Enn fremur segir Magnús í dagbók sinni: 11. marz 1916. -
„I kvöld fór ég á kappglímu hjá glímufélaginu „Jökli“ -
Kappglímuverðlaunaskjöldinn hlaut Þorsteinn Guðmunds-
son í Rimabæ (f. 1895, d. 1957), og er hann talinn glímu-
kappi Ólafsvíkur. 1. verðlaun fyrir fegurðarglímu vann
Steinþór Bjarnason í Kötluholti (f. 1894, d. 1966) og 2. verð-
laun Hjörtur Jónsson í Hrísum. Ball var haldið á eftir í alla
nótt“. Frá glímufélaginu „Jökli“ í Ólafsvík er ekki frekar
hermt í dagbókum Magnúsar Kristjánssonar. Hafi saga þess
í höfuðatriðum verið meiri, má telja fullvíst, að Magnús
hefði látið dagbækur sínar varðveita hana.
Glímur Eyrsveitinga og Helgfellinga
Á árunum 1910-1914 var starfandi glímufélag í Eyrarsveit,
og fóru æfingar og glímumót fram á Kvíabryggju. Formaður
þess var Bergur Þorsteinsson í Krossnesi (f. 1885, d. 1949).
Fátt er vitað náið um glímumót Eyrsveitinga, en talið er
h'klegt, að Hallgrímur Sigurðsson í Fátravík hafi oftast orðið
hlutskarpastur og fyrir víst á glímumóti 1912.
Skömmu eftir 1890 var stofnað málfundafélag í Helga-
fellssveit og á vegum þess var þar æfð og iðkuð glíma.
Margir, sem þátt tóku í henni höfðu verið vermenn í
Höskuldsey og oft glínrt þar í landlegum. Málfundafélagið
lagðist niður 1905. Þorleifur Jóhannesson, sem fyrr hefur
verið nefndur, var um það leyti kennari á nokkrum bæjum í
Helgafellssveit. Fyrir hans atbeina iðkuðu Helgfellingar
töluvert glímu um skeið og síðan aftur eftir 1923, en þá hafði
verið stofnað þar knattspyrnufélag.
Glímufélagið „Pröstur" á Skógarströnd
Hjá ungmennafélagi Skógstrendinga var 1929 stofnuð glímu-
deildin „Þröstur“. Á vegum hennar voru fjórum sinnum