Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
að það vó á móti frægð „Reykhólamanna“, forfeðra
Jochums.
„Póttumst við bræður ekki lítið af ættgöfgi okkar - sem
við vissum þó lítil deili á og höfðum nær ekkert af að segja.
En metnað og hégómadramb drekka börn svo að segja með
móðurmjólkinni.“ Rétt er þó að muna líka önnur orð hans,
„Af foreldrum okkar námum við lítið sem ekkert í ætt-
fræði . . .“
Undir ævikvöldið krufði hann og velti fyrir sér bernsku-
áhrifunum. Þar kennir æði margra grasa og þar njóta andríki
skáldsins og tilfinningar sín til fulls.
Arfleifð heimahaganna, eins og skáldið lýsir henni, gæti
verið óþrotlegt umræðuefni, en núna verður tæpt á fáeinum
atriðum. Bljúg er barnslundin, segir máltækið. Barnið og
unglingurinn sveiflaðist milli glórulausrar örvæntingar og
örbirgðar annarsvegar og himinlifandi hrifningar hinsvegar.
Ástæða er til að taka eftir þeim skörpu skilum sem hann setti
milli fyrstu 11 bernskuáranna og næstu 5 „hrakningsára“.
Hlutur fæðingarsveitarinnar var ekki burðugri en það.
„En minnisstæðara öllu öðru frá þessum fyrstu bernsku-
árum er mér það, sem ég sízt má lýsa, eða segja frá, en það
eru hin miklu og margkynjuðu áhrif náttúrunnar á hina
næmu en fávísu barnssál, - eins og allir munu kannast við,
sem börn hafa verið og alizt upp á móðurskauti stórfelldrar
náttúru, . . . Allt var okkur sögulegt, með eins konar per-
sónublæ og sem lifandi; gil og gljúfur voru okkur álfheimar
og ódáinslönd; lit- og veðrabrigði, kvöld og morgnar, fjörð-
urinn og fjaran, snjórinn, skuggarnir, fjöllin, klettar og
klungur, þytur fossanna, ómur þagnarinnar á hinum skugga-
legu öræfum uppi á heiðunum og ekki sízt hinir miklu, bless-
uðu skógar með hreiðrin og fuglasönginn á vorin; allt þetta,
og hvað fyrir sig, heldur bernskunnar hugblæ meðan minni
og meðvitund endist. . . .“
Skáldinu varð tíðrætt um „hrakningsárin“, áhrif þeirra í
bráð og lengd. „Þá stóð ég tíu vetra gamalt barn á fyrstu
ævinnar vegamótum." Og enn áréttar hann: „Eins og ég