Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 155
BREIÐFIRÐINGU R
153
Ekki man ég hvort sent var eftir mér, þegar Hildur tók
léttasóttina, en ég var þar til allra snúninga, á meöan ljósa
þurfti á mér að halda. Ekki grunaði mig þá, að ég yrði ljós-
móðir. En Guð hefur verið búinn að ákveða það.
Barnið fæddist. Hvílík gleði. Ég fékk að taka barnið á
meðan Matthildur sinnti Hildi.
Það fyrsta sem barnið fór í var naflabindi, það var langt
meö reim, svo kom flúnelsskyrta, ullarbolur, síðast bleian.
Móðirin faðmaði litlu stúlkuna sína og þakkaði Guði
góðar gjafir. Þá kom að því að gera öllum gott. Það fyrsta
var að ljósa lagaði te, sem hún gaf Hildi og sagði að væri
bólgueyðandi. Þetta var regla, sem áreiðanlega reyndist vel,
eins og allt sem Matthildur gerði. Síðan komu kökur og
kaffi. Það heitir laugarkaffi, og er enn siður á öllum heimil-
um.
Það var gott að heimsækja Hildi um sumarið. Þá dvöld-
umst við oft úti í garði sem var við húsgaflinn. Við sátum
undir stofuglugganum, sem hafði að geyma svo mikið af
blómum. Marglitum pelagoníum og rósum. Þarna var líka
nratjurtagarður, senr var varinn með háum grjótvegg, svo
þar var alltaf skjól. Við létunr okkur líða vel. Það var bara
eins og á sólarströnd.“
Margrét Jónsdóttir er fædd að Þingvöllum í Helgafells-
sveit 5. apríl 1907. Hún flyst með foreldrum sínum til Hell-
issands 1910. Fer í ljósmóðurnám 1927. Tekur við ljósmóð-
urstörfum í Neshreppi utan Ennis 1930.
Ljósmóðurstörfum fylgdi einnig almenn hjúkrun, fólk
leitaði til ljósmóðurinnar ef einhver var veikur, það var ekki
auðvelt að fara til læknis inn í Ólafsvík á þeim tíma. Hún var
hér ljósmóðir til ársins 1944. Þá flyst hún til Njarðvíkur og
hefur verið þar síðan.
Margrét var lánsöm í starfi, vinsæl og virt. Ég flyt henni
ástarkveðjur frá þeim, sem muna hana hér og frá klettunum
og hólunum, sem hún lék sér við í bernsku.