Breiðfirðingur - 01.04.1986, Side 103
BREIÐFIRÐINGUR
101
En hið undarlegasta var, að ekki var á honum að sjá að
hann væri að koma úr svaðilför eða að hann hefði orðið að
þola neitt harðrétti, þrátt fyrir óveður og útilegu á fjöllum
uppi. f>urr og óklakaður var hann. Ekki sást, að föt hans
hefðu orðið fyrir því volki, sem búast hefði mátt við. Og
sjálfur var hann ókalinn og að öllu vel á sig kominn.
Geta má nærri, að hann hefur verið spurður spjörunum
úr. En það kom fyrir lítið. Hann sagði alls ekkert um ferð
sína, eða hvernig þessir dagar og nætur höfðu liðið.
Og aldrei sagði hann neinum frá því, alla sína ævi, hvað
gerst hafði, eða hvað hafði orðið honum til bjargar.
En hér eftir var hann nokkuð breyttur. Hann, sem áður
hafði verið glaðsinna og félagslyndur, varð nú þögull og
heldur fáskiptinn, og var svo alla tíð upp frá þessu. Hann var
talinn athugull maður og greindur vel, og lét skoðanir sínar
í ljósi við hvern sem var að eiga og þótti gott að leita álits
hans á ýmsum málum.
Ótal getum var að því leitt hvað fyrir hann hefði komið á
fjöllunum þessa stórhríðardaga, en aldrei urðu neinir neins
vísari í því máli.
Fjarvera hans í hríðinni og farsæl heimkoma, er því enn
sem fyrr hulinn leyndardómur og óráðin gáta.
Veinið í hlöðunni
I
Atvik það, sem ég nú mun segja frá, gerðist þegar ég var um
tólf ára gömul og var þá enn heima hjá mömmu og pabba í
Bakkabúð á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi.
Þetta var um kvöld. Niðamyrkur var úti og jörð auð.
Pabbi og Sigurður bróðir minn voru úti í skúr að beita lóðir
með kræklingi.
Ég mun hafa verið eitthvað að sniglast þarna í kringum
þá. Pabbi biður mig að fara og ná fyrir sig í skeljar, sem voru
í hrúgu við vegginn vinstra megin við hlöðudyrnar. Hann fær
mér fötu til að sækja þær í.