Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
brunnu, greri land upp, en vegna tíðra gosa náði ekki að
myndast þykkur jarðvegur. Leifar þessa jarðvegs eru þunnu
rauðu setlögin, sem víða má sjá milli hraunlaga á tertíerum
svæðum. Stöku sinnum urðu lengri goshlé og þá mynduðust
þykkar setlagasyrpur milli hraunlaganna. Nær öll jarðlög í
berggrunni Vestfjarða og Dala eru mynduð á þessu tímabili.
í setlögunum hafa víða fundist steingervingar plantna, bæði
för laufblaða og stofnar trjáa. Síðar verður vikið að því
hvaða sögu má lesa út úr jarðlögunum og steingervingunum.
Það er orðin venja á íslandi að láta ísöld (,,kvarter“) hefj-
ast fyrir um 3,1 milljón árum, þegar jöklar náðu í fyrsta sinni
verulegri útbreiðslu og skildu eftir sig jökulbergslag. Er-
lendis er aftur á móti hefð að setja skilin milli kvarter og ter-
tíer fyrir 1,8 milljón árum eða 2,0-2,2 milljón árum. Hér á
landi er fyrir margra sakir mun eðlilegra að miða við 3,1
milljónir ára, þ.e. við neðsta útbreidda jökulbergslagið.
ísöld lauk fyrir um 10.000 árum, er meginjökullinn hopaði
af láglendinu. Hún var ekki einn samfelldur fimbulvetur,
heldur skiptust á jökulskeið og hlýskeið. A jökulskeiðum
munu jöklar hafa náð að þekja nær allt landið. Við eldgos
undir jökli náði bergkvikan ekki að renna sem hraun, þar
sem jökullinn hélt að. Kvikan bræddi hvelfingu upp í ísinn,
og vegna snöggrar kælingar splundraðist hún og myndaði
móberg. Þegar jökullinn bráðnaði stóðu eftir hrúgöld eða
fjöll úr móbergi. Ef vatnsdýpi í geilinni var mikið mynduð-
ust bólstrar í stað móbergs. Af þessu leiddi, að landslag varð
mun fjöllóttara en á teretíer. Á hlýskeiðum runnu hraun um
dalina milli móbergsfjallanna líkt og enn gerist. Loftslag
mun og hafa verið svipað og á nútíma.
Jökulskeiðin eru talin fjölmörg. Á Islandi hafa fundist
minjar 20-30 jökulskeiða. Þau virðast hafa verið væg framan
af en fóru harðnandi er á leið.
Á nútíma (síðustu 10.000 árin) hefir loftslag verið áþekkt
og nú, þótt nokkrar sveiflur hafi verið á hitastigi. Á nútíma
hafa runnið þau hraun, sem jarðfræðingar nefna nútíma-