Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 129
BREIÐFIRÐINGUR
127
ig í þrem bindum, með feiknmiklu myndaefni. Skáldverk
mörg, innlend sem erlend, hafa komið út hjá Skuggsjá og
fjöldi rita um margs konar efni, sem hér er ekki rúm til að
tíunda.
Oliver var einstaklcga frændrækinn og átthagatryggur.
Fundum okkar bar ekki svo saman, að hann innti ekki eftir,
hvort ég hefði tíðindi að segja af Snæfellsnesi eða úr Breiða-
firði. Honum var kært að gefa út rit eftir Breiðfirðinga, ekki
sízt ef þau fjölluðu um breiðfirzk efni, og má ekki undan
fella að geta hér þeirra, sem ég kann deili á.
Alkunna er, að sagnaþulurinn Gísli Konráðsson samdi
nálega öll sín rit eftir að hann settist að í Breiðafirði upp úr
miðri síðustu öld. Auk þess liggur mikið eftir hann í margs
konar afritum. Ég hef fyrr látið að því liggja. að óvíst væri,
að Gísli hefði getað sinnt ritstörfum eins og reyndin varð, ef
honum hefði skolað á land annars staðar en í Flatey. Hand-
rit Gísla eru flest í Handritadeild Landsbókasafns. Menn
hafa gengið í þau purkunarlaust og ærið oft án þess að geta
um, að þeir hafi komið þar við. Oliver blöskraði sú breytni
og ákvað að birta eitthvað eftir gamla manninn og honum
svo eyrnamerkt, að ekki væri um að villast hver væri að því
nauturinn. Komu út tvö bindi, er báru titilinn: Syrpa úr
handritum Gísla Konráðssonar.
Breiðfirzkir höfundar, sem Oliver gaf út rit eftir voru auk
Gísla: Bergsveinn Skúlason: Gamlir grannar; Guðmundur
J. Einarsson, Brjánslæk: Kalt er við kórbak; Játvarður Jök-
ull Júlíusson: Umleikinn ölduföldum; Jens Hermannsson:
Breiðfirzkir sjómenn I-II; Magnús Gestsson frá Ormsstöð-
um: Mannlíf og mórar í Dölum og Úr vesturbyggðum Barða-
strandarsýslu; Oscar Clausen: Sögn og saga I-III og Sögur og
sagnir af Snæfellsnesi I—II. Efni þessara rita er að mestu leyti
breiðfirzkt og snæfellskt. Þá gaf Skuggsjá út eftir höfund
þessarar greinar: Úr heimsborg í Grjótaþorp I—11 (Ævisaga
Þorláks Ó. Johnsons) og Á slóðum Jóns Sigurðssonar. En
lítt er cfni þeirra kynjað úr Breiðafirði, þótt höfundur þeirra
teljist þaðan kominn.