Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 158
156
BREIÐFIRÐINGUR
lengst af með sama skipið. Á einni síðustu vertíðinni sem
hann var með skipið var Björgúlfur sonur hans með honum,
þá um fermingu.
Sigurður sagði mér eitt sinn frá því að þegar hann var 16
ára gamall, eða veturinn 1897, þá hafi hann róið úr Keflavík
á Hellissandi, mig minnir hjá Valdimar Bergsveinssyni frá
Bjarneyjum, og hafi hann þá verið þóftubróðir Ólafs Sig-
urðssonar frænda nríns, sem hafi verið ári eldri. Ólafur átti
þá heima í Geitareyjum hjá mági sínum Eyjólfi Stefánssyni
frá Dröngum. Ólafur fór síðan í siglingar og í stýrimanna-
skóla í Danmörku. Hann var skipstjóri á Breiðafjarðar-
bátnum Varanger í nokkur ár, síðan fyrsti stýrimaður á
Goðafossi fyrsta, og segir frá því í ritinu Frá ystu nesjum.
Hann var svo skipstjóri á seglskipinu Rigmor og fórst með
því skipi í hafi á leið frá Spáni í janúar-febrúar 1919. Ólafur
var faðir Sigríðar Húnfjörð, sem margir Breiðfirðingar
kannast við, og sonarsonur hans er Villo Sigurðsson í Kaup-
mannahöfn.
Sigurður Jóhannesson var á 8. ári þegar faðir hans dó úr
lungnabólgu 35 ára gamall, 1888, og skömmu síðar var Sig-
urður tekinn í fóstur af Snæbirni Kristjánssyni í Hergilsey.
Ekki mun það hafa verið fyrir frændsemissakir, heldur hitt
að Jóhannes Sigurðsson mun hafa orðið lífgjafi Snæbjarnar
þegar honum hlekktist á í Sandafjöru á Hellissandi 6. apríl
1876, þá var Jóhannes formaður þar. „Eg hafði kynnzt þeim
manni að góðu og var okkur vel til vina; hann var knálegur
maður og vinsæll,“ segir Snæbjörn í ævisögu sinni. Kona
Jóhannesar var Jóhanna Guðmundsdóttir, fædd 1855 að Ósi
á Skógarströnd. Sigurður og Guðmundur Breiðfjörð blikks-
miður við Laufásveg voru bræður.
Eitt af kærustu umræðuefnum Björgúlfs voru æskustöðv-
arnar og unglingsárin í Flatey. Hann var vel kunnugur
Eyjunum og sveitunum umhverfis Breiðafjörð. í Breiðfirð-
ingafélaginu starfaði hann lengi. Úr Flatey og Breiðafirði
voru honum nrargir persónuleikar og atburðir minnisstæðir
frá uppvaxtarárunum, og hann sagði skemmtilega frá. Af