Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 150
148
BREIÐFIRÐINGUR
tína grásleppu og rauðmaga upp úr pollunum, sem höfðu
orðið eftir í voginum við útfallið.
Það var siður í Köldukinn hjá mömmu og pabba að fara
með okkur krakkana í fjöru á sumardaginn fyrsta. Nú, og ef
ekki viðraði vel þann dag, þá var farið næsta góðviðris
sunnudag þegar vel stóð á sjó. Mér er sérlega minnisstæð ein
ferð þangað. Pá hef ég verið sjö ára. Pað var glaðasólskin og
við gengum fjöruna frá Skoravík og út í Arnarvog og svo út
með Bótinni og aftur inn að Skoravík og tíndum skeljarnar.
Öðuskeljar, kúskeljar, hörpudiska, gimburskeljar, ígulker
og skeljar utan af beitukóng, sem við höfðum fyrir hunda og
fleiri skeljategundir. Petta varð hinn ágætasti bústofn senr
við fengum. Systurnar Borga og Stína fóru með okkur,
Bjagga og Svava líka. Svo þetta varð stór hópur sem gekk
fjöruna í góðviðrinu. Þegar skeljatínslunni lauk fóru allir
heim að Skoravík og þar var öllum boðið í veislu. Að drekka
súkkulaði og kaffi í Skoravík var alltaf veisla, svo veglegar
voru veitingarnar. Systurnar og Bjagga léku við okkur
krakkana og ræddu við mömmu en stelpurnar Hanna, Fjóla
og Svava sem voru 6, 8 og 9 árum eldri en ég, héldu sig sér
og sinntu sínum hugðarefnum.
Svo var ég allt í einu orðin ein eftir úti. Það var blæjalogn,
sólskin og hiti. Flugurnar suðuðu. Og úið í æðarfuglinum
hljómaði svo notalega í kyrrðinni. Og þarna voru hænurnar,
gular, brúnar, dropóttar og svartar og haninn, svona líka
fallegur með þennan stóra rauða kamb og stóru húðsepana
undir goggnum, logagylltur um hálsinn og aftur á bak.
Grænn, blár og margir fleiri litir prýddu hans fagra búk. En
hænur voru ekki til heima í Köldukinn. Þetta var nú meiri
freisting en sjö ára stelpa gat staðist. Ein hænan fór svo hægt
að ég hlaut að geta náð henni. En hænan var ekki á sama
máli og vildi alls ekki láta ná sér, þó hægfara væri. Ég elti
hana fram og aftur, en allt kom fyrir ekki. Að lokum gekk
hænan út á það, sem ég hélt vera fjóshaug. Fór ég á eftir
hænunni og lét þá eftir sú þunna skán, sem hélt hænunni og
sökk ég upp að hné í vilpuna með annan fótinn. Ég komst til