Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 49
BREIÐFIRÐINGUR
47
leifsson bar sigur af Hildimundi og glíman, þegar Eggert
Kristjánsson verður glímukóngur“.
Þessi voru ummæli Jóhanns Rafnssonar í Stykkishólmi.
Glíma á vegum H.S.H.
Eftir að Héraðssamband Snæfellinga og Hnappdæla
(H.S.H.) fór að gangast fyrir íþróttamótum var glíma þar oft
fastur liður. Sveinn Guðmundsson frá Skáleyjum var
búsettur í Stykkishólmi um skeið, en hann hafði mikinn
áhuga á glímu og var afbragðsglímumaður. Fyrir lians at-
beina fór dálítill hópur ungra manna í Stykkishólmi að æfa
glímu, aðallega á vegum ungamennafélagsins, og urðu sumir
hinir efnilegustu glímumenn. Einnig komu þá fram ágætir
glímumenn í Miklaholtshreppi, eins og fyrr er getið. Á
glímumótum H.S.H. 1949-1955 varð Ágúst Ásgrímsson frá
Borg hlutskarpastur í fimm skipti og Halldór bróðir hans í
eitt sinn. Árið 1957 átti íþróttafélag Miklaholtshrepps 20 ára
afmæli, og í tilefni þess gaf Steinunn Þórðardóttir frá Mið-
hrauni og börn hennar félaginu silfurbikar til minningar um
fyrri mann hennar, Jón A. Sigurgeirsson frá Hömluholtum.
Skyldi keppt um bikarinn í ísl. glímu ár hvert, en aldrei
vinnast til eignar. Fyrst var keppt um bikarinn á vegum
félagsins í ágúst það ár, og hlaut hann Karl Ásgrímsson frá
Borg. Árið 1958 varð Karl einnig hlutskarpastur í glímu á
móti H.S.H., en hún var ekki aftur á vegum þess fyrr en
1963, en þá varð Sigurþór Hjörleifsson sigurvegari. Ekki var
keppt í glímu á héraðsmótinu 1964, en hins vegar tóku 6
ungir piltar frá Stykkishólmi þátt í landsflokkaglímu, og
hlaut einn þeirra verðlaun. Á héraðsmóti Snæfellinga að
Breiðabliki 20. júní 1965 kepptu fjórir menn i glímu, allir úr
Iþróttafélagi Miklaholtshrepps. Sigursælastur varð Sigurþór
Hjörleifsson.
Þann 23. apríl 1966 var í fyrsta skipti efnt til fjórðungs-
glímumóts Vestfirðinga, og fór það fram í Stykkishólmi.
Þátttakendur voru 10, þar af 8 úr H.S.H. og 2 frá Ung-