Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 102
100
BREIÐFIRÐINGU R
sem var vel þekktur sem ljóðskáld. Eftir hann kom út að
honum látnum bókin: „Kvæði og sögur“, 1909 (og var
endurprentuð 1943). Hann andaðist ungur, aðeins 24 ára úr
berklum (f. 1882, d. 1906).
II
Haust eitt seint í sæmilegu veðri en slæmu útliti söfnuðust
bændur saman af nærliggjandi bæjum, til að leita fjár, sem
vitað var að enn væri á heiðum uppi.
Árni var einn í hópi þessara leitarmanna. Peir fylgdust
allir að upp á heiðina, en svo skiptu þeir sér, og fóru hver
sinn veg til þess að geta leitað sem stærst svæði. En ætlunin
var að hittast aftur á ákveðnum stað að lokinni leit, og fylgj-
ast svo að niður til bæja. En á meðan þeir voru á fjallinu,
dreifðir við fjárleitina, brast á aftakastórviðri með fann-
burði og frosti. Ekki mun því fjárleitin hafa borið árangur,
og átti hver einn þeirra nóg með að bjarga lífinu.
Mennirnir komust þó til bæja seint um kvöldið eða nótt-
ina, illa á sig komnir eftir óveðrið, allir nema einn. Það var
Árni Jónasson, afi minn. Hann kom ekki fram. Óveðrið
hélst með stórhríð og frosthörkum næstu þrjá daga, svo að
ekki voru tiltök að leita hans. Var og talið fullvíst að hann
hefði orðið úti, því engum mundi líft dögum saman í slíku
mannskaðaveðri á fjöllum uppi.
III
Loks stytti upp og gerði allgott veður. Var þá safnað saman
mönnum til að hefja leit að Árna, þött víst þætti, að hann
hefði orðið úti.
Ekki bar sú leit árangur og komu leitarmenn við svo búið
til baka um kvöldið.
En um nóttina eftir er guðað á glugga á Kársstöðum.
Þar er þá Árni kominn, heill á húfi. Urðu nú miklir fagn-
aðarfundir eins og nærri má geta hjá konu hans og börnum,
sem beðið höfðu hans milli vonar og ótta og var þó nú von-
arneistinn nær alveg slokknaður eftir allan þennan tíma.