Breiðfirðingur - 01.04.1986, Page 37
BREIÐFIRÐINGUR
35
glímukóngur að þessu sinni. í stað heiðursskjalanna, sem
áður voru veitt fyrir fegurðarglímu, voru nú aðeins ein feg-
urðarverðlaun - skjöldur - og þau hlaut Þórður Kristjánsson
frá Hjarðarfelli, síðar bóndi á Miðhrauni (f. 1889, d. 1969).
3. sýsluglíma fór fram föstudaginn 6. febrúar 1914. Þessir
menn tóku þátt í henni: Einar Kristjánsson, Tungu í Fróðár-
hreppi, Hallgrímur Sigurðsson, Látravík í Eyrarsveit,
Magnús Sigurðsson, Ólafsvík, Helgi Guðmundsson, Skógar-
nesi, Þórður Kristjánsson, Hjarðarfelli. Eftirtaldir voru úr
Stykkishólmi: Einar Jóhannesson, Hildimundur Björnsson,
Jóhannes Grímsson, Jón Eyjólfsson, Kristján Árnason,
Marteinn Lárusson, Sigurður Skúlason, Ögri. - Glímu-
kóngur varð Kristján Árnason, og hlaut hann gullpeninginn.
Fyrir beztu glímu á mótinu var veittur silfurskjöldurinn, en
hann hreppti nú í annað skipti Pórður Kristjánsson frá
Hjarðarfelli. Auk þess voru veittir tveir silfurpeningar,
annar fyrir fegurðarglímu, og hann fékk Helgi Guðmunds-
son, en hinn fyrir „góða“ glímu, eins og það var kallað, og
hann hlaut Einar Kristjánsson (f. 1892, d. 1966).
4. sýsluglíma var háð 12. febrúar 1916. Þá mæítu úr Stykkis-
hólmi: Einar Jóhannesson, Hallgrímur Guðmundsson,
Hermann Jónsson, Hildimundur Björnsson. Frá „Hjaðning-
um“ komu: Ágúst Ólason, Stakkhamri, Eggert Kjartansson,
síðar bóndi á Hofsstöðum, Jóhann Hjörleifsson, þá á Hofs-
stöðum, síðar vegaverkstjóri, Sigurður Kristjánsson frá
Hjarðarfelli, síðar bóndi í Hrísdal, Sigmundur Halldórsson,
Gröf, Miklaholtshreppi, Þórður Kristjánsson frá Hjarðar-
felli. Glímukóngur varð Jóhann Hjörleifsson. Fyrstu fegurð-
arverðlaun hlaut Þórður Kristjánsson og önnur Ágúst Óla-
son (f. 1897, d. 1975). „Hjaðningar“ fengu því öll verðlaunin
að þessu sinni. Það bar við í þetta skipti, þegar Hildimundur
Björnsson og Jóhann Hjörleifsson tóku fyrst saman að beltin
á báðum hrukku sundur eins og fífukveikur við fyrsta átak.
Úr því var bætt, en Iengi haft í minni. - Séra Ásmundur
Guðmundsson afhenti verðlaunin og flutti snjalla ræðu til
hvatningar glímunni.