Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 71
BRFIÐFIRÐINGUR
69
sem hafa myndast við eldgos í öskjuvatni. Allt berg í og við
megineldstöðvarnar er mikið ummyndað og oftast grænt,
rautt eða bleikt á lit, og fjöll eru ákaflega skriðurunnin.
Reiphólsfjallaeldstöðin
Eldstöðin er að mestu á kafi undir yngri hraunlögum en telja
má víst að hún sé inn undir Reiphólsfjöllum. Hún er lítið eitt
yngri en 12 milljón ára. í jarðlög, einkum ísúr hraun, sem
telja má til hennar, sést í Fjarðarhornsdal og Kálfadal í
Kollafirði.
Flateyjareldstöðin
Hún er litlu yngri en Reiphólsfjallaeldstöðin, líklega á bilinu
11-12 milljón ára. Eins og að líkum lætur sést lítið til bergs
úr henni, en þó má geta sér til um útlínur hennar. Innan
hennar liggja nær öll Hergilseyjarlönd, Skjaldmeyjareyjar,
suður undir Flatey, þaðan um Prestaflögu og Stykkiseyjar.
Ymislegt bendir til að innan þessa svæðis sé nær hringlaga
askja, eða sigketill, sem hefir barmafyllst af gosefnum áður
en yfir lauk. Bergið í þeim eyjum, er upp úr standa og eru
innan öskjusvæðisins, er aðallega tvenns konar. Annars
vegar eru basalt innskotslög. Pau verða til er bergkvika
treðst inn í jarðlög sem fyrir eru. Mest af þeim eyjum sem í
er stuðlaberg eru leifar af slíkum innskotum. Það eru nær
eingöngu svonefndir keilugangar. Þeir myndast einkum við
öskjujaðra og eru sammiðja undir henni miðri. Þar má nefna
mestöll Hergilseyjarlönd, Sauðeyjar og Skjaldmeyjareyjar
o.fl. Einnig gildir það sama urn Hafnarey, norðan við
Flatey. Hins vegar eru þykk og heilleg hraunlög, sem mynd-
ast hafa er hraun hafa runnið innan öskjunnar og því orðið
mun þykkari en ella, þar sem aðhald var að þeim. Dæmi um
slík hraun er að finna í Langey. í Diskaðaskeri er ísúrt sam-
brætt gjóskulag, sem nefnt er flykruberg. Lagið er ákaflega
flögótt og af því mun nafnið dregið (þ.e. Diskaðasker).