Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 19
BREIÐFIRÐINGUR
17
í „Þór“. Glímuæfingar voru misjafnlega sóttar, oftast sæmi-
lega og stundum mjög vel. Þannig voru 50 menn á æfingu 10.
janúar 1922.
Eins og fyrr er getið var stofnuð unglinga- og drengjadeild
í „Þór“. Veturinn 1923 tók einn af elztu félögunum og sá er
alla tíð hafði verið í því, Árni P. Jónsson, að sér að hafa
eftirlit með unglingadeildinni. En næstu tvo vetur annaðist
Hjörtur Guðmundsson það starf.
Þótt félagið væri kennt við glímu, lét það sig skipta aðrar
íþróttir. Lengi var á döfinni áform um leikfimikennslu. Loks
varð úr árið 1916, að keyp„t voru leikfimitæki, og voru þau
bæði notuð af skólunum og félagsmönnum „Þórs“. Ekki er
ljóst, hver kenndi leikfimi upphaflega, en helzt verður ráðið
af gjörðabókinni, að það hafi verið Egill Hallgrímsson, en
hann var þá skólastjóri unglinga- og barnaskólans. Félagið
var jafnan í fjárþröng, en þó fjölgaði leikfimiáhöldum smám
saman. Á fundi 5. nóv. 1922 var samþykkt svohljóðandi til-
laga: „Fundurinn samþykkir að fela stjórninni að ráða leik-
fimikennara með sama fyrirkomulagi og í fyrravetur, sömu-
leiðis að sjá um að fá hæfan mann til að lei^beina og stjórna
glímuasfingum og heimila stjórninni að greiða fyrir það eftir
samkomulagi“.
Á aðalfundi „Þórs“ 11. janúar 1923 kom fram svohljóð-
andi tillaga frá Sigurði Ágústssyni: „Fundurinn samþykkir
að fjölga leikfimiæfingum þannig, að leikfimitímarnir verði
tveir í viku, en skorar jafnframt á félagsmenn, sem hafa
sæmilegar ástæður, að greiða í félagið eitthvað hærra tillag
en ákveðið er í félagslögunum.“ Tillaga þessi var samþykkt
með miklum meirihluta.
Til leikfimikennslunnar réðst Sveinbjörn Jónsson frá
Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi (f. 1894, d. 1979), en
hann kenndi veturinn 1923-1924 við barnaskólann. Svein-
björn hafði fengið sína fimleikamennt í Hvítárbakkaskóla
veturna 1914-1916. Hann var ágætur fimleikamaður og mik-
ill spretthlaupari. Fyrir atbeina Sveinbjarnar var mikið fjör í
fimleikaiðkunum þennan vetur, en þó einkanlega glímu.