Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 34
32
BREIÐFIRÐINGUR
háðar opinberar kappglímur. Sú fyrsta var 18. ágúst 1929, og
bar Jakob Jónsson á Narfeyri þá sigur úr býtum. Síðan fóru
fram slík mót 3. ágúst 1930, 7. júlí 1933 og síðast sumarið
1936. Glímukappi í þessi þrjú skipti var Guðmundur Olafs-
son á Dröngum (f. 1907 ), en fegúrðarverðlaunin hlaut
Gunnar Ólafsson á Dröngum (f. 1909, d. 1954). Hvoru
tveggju verðlaunin voru silfurpeningar.
Sýsluglímuannáll
Eins og fyrr hefur verið vikið að, stakk Oscar Clausen upp á
því á fundi í „Þór“ undir árslok 1911, að reynt yrði að koma
á allsherjarglímumóti - sýsluglímu.
1. sýsluglíma. - Eftir að stjórn „Þórs“ hafði skrifað öllum
ungmenna- og glímufélögum sýslunnar og fengið svör var
sýnt, að sýsluglímu yrði á komið. Hún fór fram í Stykkis-
hólmi í byrjun febrúar 1912, og tóku 14 glímumenn í sýsl-
unni þátt í henni. Kristján Árnason felldi alla og var þar með
orðinn fyrsti glímukóngur Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu.
Að launum hlaut hann gullpeninginn, sem keyptur hafði
verið og aldrei var hægt að vinna til eignar. Auk peningsins
voru veitt þrenn verðlaun fyrir fegurðarglímu. Fyrstu verð-
laun hlaut Hildimundur Björnsson, önnur Helgi Guðmunds-
son frá Ytri-Knarrartungu í Breiðuvík, þá kennari í Mikla-
holtshreppi og þriðju verölaun Hallgrímur Sigurðsson frá
Látravík í Eyrarsveit. Að glímu lokinni flutti Guðmundur
Eggerz sýslumaður ágæta ræðu, þar sem hann fagnaði þessu
framtaki og hvatti eindregið til þess, að sýsluglíma yrði háð
árlega. Af þeirri, sem nú væri nýlokið, þyrfti engum að
blandast hugur um, að Snæfellingar hefðu góðum glímu-
mönnum á að skipa, og hefði það reyndar verið vitað fyrr.
Að ræðu sýslumanns lokinni afhenti Ebba, dóttir Sæmundar
Halldórssonar, verðlaunin.
2. sýsluglíma. - Hún fór fram í febrúar 1913. Vegna ótíðar
urðu þátttakendur aðeins 10. Glímukóngur frá fyrra ári var
farinn til sjávar suður á land. Hildimundur Björnsson varð