Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 126
124
BREIÐFIRÐINGUR
náið. Gunnar var skapríkur maöur, strangur húsbóndi, og
óþarfa seinagangur var eitur í hans beinum. En Oliver hafði
einnig stórt geð, svo að þar mættust stálin stinn. En þeir
kunnu að meta kosti hvors annars. Ef upp kom ágreiningur,
átti Gunnar til að segja að lokum: „Jæja, Olli minn, þú hefur
þetta þá svona, ef þér sýnist þannig fara bezt á því“. - Oliver
fór aldrei dult með, að hann hefði margt lært af Gunnari
Einarssyni, sem sér hefði síðar orðið að miklu haldi. Gunnar
hætti sem prentsmiðjustjóri ísafoldar 1955 og um svipað
leyti réðs Oliver sem sölustjóri til Sameinuðu verksmiðju-
afgreiðslanna í Reykjavík.
IV
Meðan Oliver starfaði hjá ísafold stofnaði hann ásamt Þor-
keli bróður sínum, sem er fimm árum yngri og lærður prent-
ari, bókaforlagið Röðul. Á vegum þess voru gefnar út all-
margar bækur á árunum 1948-1957.
Ekki veit ég, hvort Oliver hneigðist að forlagatrú, en á
árinu 1957 stóð hann frammi fyrir þeirri reynd, sem felst í
þessum vísuhelmingi: „Forlögunum fresta má / en fyrir þau
komast eigi“. Hann var þá, eins og síðar verður vikið að, að
reisa sér íbúðarhús í Hafnarfirði. Sökum atvinnu sinnar
komst Oliver ekki hjá að eiga bíl, en vildi nú skipta á sínum
og öðrum hentugri. Hann hafði spurnir af því, að Valdimar
Long vildi selja bíl, en hann hafði í mörg ár rekið bóka- og
ritfangaverzlun í Hafnarfirði. En þegar til kom var það ekki
bíll, sem Valdimar vildi selja, heldur bókabúðina sína. Þótt
Oliver væri þá í öruggu og vel launuðu starfi og vissi því
hverju hann sleppti, ákvað hann að kaupa bókaverzlun
Valdimars.
Skemmst er frá því að segja, að þegar á árinu 1957 var
stofnuð Bókabúð Olivers Steins og árið eftir eigið forlag, er
hann nefndi Skuggsjá, sem rúmum tveim áratugum síðar
(1979) var Skuggsjá-Bókabúð Olivers Steins sf. Forsjálni
Olivers lét sig ekki án vitnisburðar. Snemma á þessum