Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 140
138
BREIÐFIRÐINGUR
svo þriöja skipið, Ingvar, hann fórst á Viðeyjarsundi, og
enginn bjargaðist.
Þetta veður stóð lengi, það stóð þangað til klukkan að
ganga eitt unr nóttina, þá lygndi hann. Þá vorum við norður
og út af Akranesi og áttum stutt eftir upp í Þormóðssker. F>á
fór stýrimaðurinn og skipaði öllum upp, en þeir voru orðnir
svo lasnir og kvíðafullir og vandræðalegir, grátandi og spú-
andi að það voru bara fjórir strákar, sem komust á dekk.
Hann djöflaðist eins og hann væri vitlaus, stýrimaðurinn og
lét okkur leysa úr rifi og setja fyrir annan klýfer. En þetta
var alveg vitlaus tíð, skal ég segja þér. Hann var útsunnan
þessi bylur og þegar við vorum nýbúnir að þessu þá snýr
hann sér alveg og kenrur á landsunnan og þá var sjórinn svo
að það var ekki nokkrum manni fært á dekkinu. Hnútarnir
gengu alveg inn á dekkið. Við gátum ekkert gert líklega í
svona fimm mínútur, meðan á þessu stóð. Svo hvessir hann
og herðir á rokinu. Við vorum uppi hjá Kristni, það var stýri-
maðurinn, og okkur fannst hann vera farinn að leggja dall-
inn nokkuð mikið því hann lá innundir lúgur og við fórum að
hafa orð á því við hann, hvort það væri ekki rétt að taka klýf-
erinn frá. Uss, hann hélt hann gæti tekið hann sjálfur. Nei,
þetta sagðist hann láta standa suður undir Vatnsleysuströnd.
Og það varð, hann gerði það. Þá var farið að birta til, þegar
við komum þangað og við sáum í land. En þetta var óstöðug
veðrátta. Þegar við vorum búnir að vera þarna stundarkorn,
þá er hann kominn á útsunnan aftur og má heita sama
veðrið, en ekki eins svartur bylur. Þá sigldum við loks inn til
Reykjavíkur. Þá voru hin þrjú skipin farin. Svona vildi það
nú til, vinur minn.
Einu sinni lentum við í ofsaveðri á Grundarfirði. Þá var ég
með Pétri. Við vorunr á transporti, fórum með vörur frá
Bíldudal til Stykkishólms. Hann seldi þær þar hann Pétur og
þá var nú fyllirí og djöfulskapur. Við fórum svo til Grund-
arfjarðar og lágum þar í einn dag. Það var seint í október og
það var muggukafald allan daginn, en logn. Svo eru nokkuð