Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 88
86
BREIÐFIRÐINGUR
mikið allt fram til ársins 1929, cn þá fcrst hann á leið úr
Ólafsvík, skammt fyrir utan Mávahlíð í Fróðárhrcppi. Mik-
ill lcki kom að honum skyndilega, svo annað var ckki fyrir
hendi cn að keyra þar til lands, sem styst var. Guðmundur
og Steinar sonur hans björguöust til lands cn þriðji maöur-
inn Sveinbjörn Bjarnason fórst mcð bátnum.
Urn þetta leyti var Guðmundur sjálfur að smíöa fyrir sig
trillubát, scm sérstaklega var a.'tlaður til fólksflutninga, og cr
það líklega eini báturinn, sem smíðaður hefur vcrið við
Brciðafjörð í þcim tilgangi. Þctta var mjög rennileg trilla.
Um fjórar lestir að stærð, alvcg opin, með bekkjum fyrir
fólk allt í kring. Hún var knúin 12 ha. fjögurra strokka
Kelvin-slíf vél, scm gaf það mikla orku, aö hún gckk betur
en aðrar sambærilegar trillur við Breiðafjörð þá. Þessar
Kclvin-vélar voru alveg sérstakar fyrir það, hversu þýð-
gengar og hljóðlátar þær voru.
Undirritaður átti þess nokkrum sinnum kost, aö fara með
þessum báti, og það verð ég að segja að skemmtilegra far var
varla hægt að hugsa sér. Maður fann varla að um mótorskip
væri að ræða. Hann rann áfram sem seglskip án hristings cða
hávaða. Það mátti líka stundum í þá daga, á góðveðurs-
dögum í Stykkishólmi sjá betri borgara bæjarins á leið niður
á bryggju til að fara í eyjaferð með Litla-Baldri.
Segja má að þcssi bátur hafi orðið nokkurskonar skóla-
skip fyrir Lárus skipstjóra. Hann var varla meira cn 11-12
ára þegar hann var orðinn vélgæslumaður og jafnvel for-
maður í styttri ferðum.
Árið 1928 brá bóndinn í Rúfeyjum, Ebeneser Þorláksson,
búi og flutti til Stykkishólms. Hann var orðlagður sjómaður
og þaulkunnugur um allt miðsvæði Brciðafjarðar. Fljótlega
fór hann að vinna á vegum Guðmundar sem formaður á
hans bátum og oft var þá Lárus með honum sem vélamaður,
ef þeir voru á trillunni, sem oftast var kölluð Litli-Baldur.
Það er engan veginn ofmælt, að þeir Ebbi og Lalli eins og
þeir voru oftast kallaðir af kunnugum, fengu marga svala og
blauta ferð á Litla-Baldri, ekki síst í læknisferðunum, sem