Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 51
BREIÐFIRÐINGUR
49
En þótt enginn kæmi til sýsluglímunnar úr Neshreppi utan
Ennis, má þó fullyrða, að í hinni fjölmennu verstöð á Hjalla-
sandi var fyrrum lengst af glímt þar meira en annars staðar
á Snæfellsnesi. Stundum voru tilgreindir þar einstakir glímu-
menn meðal sjómanna. Ungur heyrði ég t.d. oft talað um
tvo sérstaklega, og man þá reyndar báða. Peir voru ýmist
nefndir Glímunafnar eða Glímu-Jónar.
Annar víír Jón Jónsson í Munaðarhóli, en hinn Jón Jóns-
son í Þormóðsey. Þeir þóttu afbragðsglímumenn og lék á
ýmsu, hvor hafði annan undir. Báðir voru þeir orðnir aldr-
aðir, þegar sýsluglíman hófst og því ekki þess að vænta, að
þeir mættu þar til leiks. Jón í Þormóðsey var auk glímuleikni
sinnar annálaður fyrir stökk og handahíaup og hafði enginn
tekið honum fram í þeim greinum í verstöðinni á Hjallsandi
né í Höskuldsey.
Meðan glíma var mest iðkuð á Snæfellsnesi, eftir að
stofnuð voru regluleg glímufélög, má fullyrða, að þar var
margt snjallra glímumanna. Mjög var miður farið, að þeir
beztu, á blómaskeiði sýsluglímunnar, skyldu ekki eiga þess
kost að reyna sig við þá, sem um þær mundir voru taldir
glímnastir hér á landi, til þess að fá úr því skorið, hversu þeir
hefðu dugað.
Ókunnugt er, hvort glímuverðlaunin frá 1874 og áður var
minnzt á, bárust vestur á Snæfellsnes. Aftur á móti er ljóst,
að sá, sem hlaut þau, átti drjúgan þátt í að efla glímuíþrótt-
ina á Snæfellsnesi um og eftir síðustu aldamót og örva menn
til glímudáða. Margt er til vitnis um þá fremd Sigurðar pró-
fasts Gunnarssonar.
Heimildir:
ísl. fornrit (Eyrbyggja saga) IV, bls 115. Rvík. 1935.
Annálar 1400 - 1800 II, bls. 364, Rvík. 1927-1932.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: Ferðabók I, bls. 241.
Rvík. 1943.
Lbs. 6164to. Árbók Snæfellinga og Hnappdæla. Samið hefur Árni
Halldór Hannesson 1850-1885.