Breiðfirðingur - 01.04.1986, Blaðsíða 136
134
BREIÐFIRÐINGUR
Ég spurði hann fyrst um vaktaskiptingu á skútunum.
Ég skal segja þér það. Frá klukkan fjögur til sjö að morgni
var stuttavaktin, það voru þrír tímar. Svo var næsta vakt frá
sjö til tólf, það var morgunvaktin, það voru fimm tímar og
svo var annað eins, langavaktin, frá því klukkan tólf til sjö
að kvöldi. F>á var vakt aftur frá sjö til tólt' á miðnætti og svo
tók hundavaktin við frá tólf til fjögur. Svona var það nú.
Kokkurinn sá unr matinn og hitaði kaffið.
„Voru þeir ekki misjafnir, “ spurði ég.
Jú, maður lifandi, jú, jú, þeir voru ákaflega misjafnir. Ég
man eftir einum kokki. Hann hét Hallgrímur. Það voru
alveg hreinustu vandræði að vekja hann. En hann var bráð-
fljótur og duglegur, þegar hann var kominn að verki. Það
var einhverntíma þegar við lágum inn á Breiðafirði, undan
Skorinni og komumst þá í alveg hringkindi vitlausan fisk,
það stóð ekkert nema á höndunum að innbyrða þetta, að
koma fiskinum inn fyrir borðstokkinn og við gáfum okkur
ekki tíma til að kalla í kokkinn. Einhver fór þó að gatinu og
kallaði niður og hrópaði á hann að klukkan væri orðin
fjögur. Hann ansaði ekki. Svo kemur skipstjórinn upp á
nærbuxunum klukkan eitthvað um hálffimm og spyr hvort
kokkurinn sé ekki kominn á fætur. Nei, segjuni við og við
getum ekkert staðið í því að vekja hann, því það er ómögu-
legt.
Skipstjórinn rýkur upp og tekur fötu á dekkinu, fyllir hana
af sjó og stekkur niður í lúkar. Svo vitum við ekki meira, en
hann hellir úr henni yfir hann í kojunni.
Hallgrímur talaði ekkert um þetta, hvorki illt eða gott,
nei, nei. Honum var alveg sama.
Ég spurði: „Varstu hjá mörgum skipstjórum
Já, þó nokkrum. Ég»var sex úthöld frá Bíldudal og fjögur
frá Reykjavík og eitt frá Hafnarfirði. Þetta voru fjarskalega
misjafnir fiskimenn. Sumir voru alltaf sídragandi, þó engir
aðrir yrðu eiginlega varir. Guðmundur Lárusson frá Bíldu-
dal, stýrimaður, hann var alltaf sídragandi. Skipstjórinn eða
stýrimaður réði því hvert var farið og hvar var verið. Já, já