Ljósmæðrablaðið - 01.12.2015, Síða 13
13Ljósmæðrablaðið - desember 2015
Ein rannsókn laut að áhrifum átröskunar á höfuðummál og
höfuðsmæð og önnur að tengslum átröskunar við fæðingarþung-
lyndi. Niðurstöður sýndu áhrif átröskunar á þessi atriði en erfitt er að
fullyrða frekar um þau áhrif vegna þess hve fáar rannsóknirnar eru
og í báðum voru frekar lítil úrtök. Hins vegar er mikilvægt að skoða
þetta frekar. Hið sama má segja um samband átröskunar við þvag-
færasýkingar, ófrjósemismeðferð, óráðgerðar þunganir og tvíbura-
fæðingar, en erfitt er að fullyrða um áhrif átröskunar á þessa þætti út
frá einni rannsókn.
Hvað varðar aðrar útkomubreytur þessarar fræðilegu saman-
tektar, svo sem blóðleysi, ógleði og uppköst á meðgöngu, sykursýki,
meðgöngueitrun, háþrýsting, vaxtarskerðingu, fósturstreitu, fæðingu
þungbura, burðarmálsdauða og fósturlát á meðgöngu þá voru niður-
stöður enn meira misvísandi.
Átröskun virðist ekki hafa áhrif á andvana fæðingar, aukna tíðni
áhaldafæðinga eða blæðingu eftir fæðingu en mismargar rannsóknir
liggja þarna að baki og erfitt að draga raunhæfa ályktun út frá þeim.
Ljóst er að frekari rannsókna er þörf á áhrifum mismunandi
tegunda átröskunar á meðgöngu og fæðingu.
Hagnýting í klínísku starfi
Að vera með átröskun er alvarlegt mál og geta átröskunarsjúkdómar
haft fjölþætt áhrif á heilsuna. Öll frávik á heilsu verðandi móður geta
haft áhrif á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu. Vísbendingar eru
um að átröskun geti haft áhrif á fæðingarþyngd barns og er rökrétt að
tengja það við næringarástand móðurinnar á meðgöngu. Rannsóknum
ber hins vegar ekki saman um aðra útkomuþætti barneignarferlisins.
Engu að síður er vert að huga að því hvernig staðið er að þjónustu
við þennan hóp. Í klínískum leiðbeiningum um meðgönguvernd heil-
brigðra kvenna (Embætti landlæknis, 2010) er mælt með að í upphafi
meðgöngu finni ljósmóðir þær konur sem þurfa sérhæfða meðgöngu-
vernd og skipuleggi áframhaldandi þjónustu fyrir þær. Það getur
verið vegna líkamlegra, andlegra eða félagslegra þátta. Einnig er
mælt með skimun á geðheilsuvanda, svo sem á alvarlegu þunglyndi,
geðklofa, geðhvarfasýki eða sturlun eftir barnsburð. Gefnar eru leið-
beiningar um spurningar til að greina hvort konan eigi hugsanlega
við þunglyndi að stríða (Embætti landlæknis, 2010), en hvorki er rætt
um skimun vegna átröskunarsjúkdóma né ráðleggingar um hvernig
hægt sé að koma auga á þessa sjúkdóma. Hins vegar er bent á að
heilbrigðisstarfsmenn verði að vera á varðbergi alla meðgönguna
gagnvart einkennum eða ástandi sem gæti haft áhrif á heilsu móður
og fósturs, svo sem næringarástandi. Til eru skimunarlistar fyrir
átröskun, svo sem SCOFF skimunarlistinn (Morgan, Reid og Lacey,
1999b) og EDE-Q sjálfsmatskvarðinn (Fairburn og Beglin, 1994) en
ekki hefur verið metið hvort þeir eru nothæfir á meðgöngu.
Mælt er með að líkamsþyngdarstuðull kvenna sé reiknaður í fyrstu
heimsókn en ekki er mælt með að vigta konur aftur nema rannsóknir
og klínískt mat gefi tilefni til (Embætti landlæknis, 2010). Franko
og Spurrell (2000) nefna að lítil eða engin þyngdaraukning á öðrum
þriðjungi meðgöngu geti verið merki um átröskunarsjúkdóm á
meðgöngunni.
LOKAORÐ
Frekari rannsókna er þörf á áhrifum átröskunar á fylgikvilla
meðgöngu og fæðingar. Konur með átröskun bera það ekki endilega
utan á sér og tilhneiging er til að fela sjúkdóminn. Mikilvægt er að
rannsaka betur hvort gagnlegt væri að taka upp skimun fyrir átrösk-
unareinkennum og með hvaða hætti sú skimun færi fram. Velta má
fyrir sér hvort æskilegt sé að fylgjast betur með þyngdaraukningu á
meðgöngu, heldur en klínískar leiðbeiningar segja til um, þar sem of
lítil þyngdaraukning getur verið merki um átröskunarsjúkdóm. Ljós-
mæður eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að greina hvaða konur
þjást af átröskun á meðgöngu og veita þeim viðeigandi stuðning.
HEIMILDASKRÁ
American Psychiatric Association. (2000). Diagnostic and statistical manual of
mental disorders, text revision, DSM-IV-TR (4. útgáfa). Washingtonborg: American
Psychiatric Association Press.
Anna Sigurðardóttir, Sigurður Páll Pálsson og Guðlaug Þorsteinsdóttir. (2010).
Lystarstol 1983‒2008 – innlagnir, sjúkdómsmynd og lifun. Læknablaðið, 96,
747‒753.
Bansil, P., Kuklina, E.V., Whiteman, M.K., Kourtis, A.P., Posner, S.F., Johnson, C.H.
o.fl. (2008). Eating disorders among delivery hospitalizations: prevalence and
outcomes. Journal of Women’s Health, 17(9), 1523‒1528.
Blais, M.A., Becker, A.E., Burwell, R.A., Flores, A.T., Nussbaum, K.M., Greenwood,
D. o.fl. (2000). Pregnancy: Outcome and impact on symptomatology in a cohort
of eating-disordered women. International Journal of Eating Disorders, 27(2),
140‒149.
Bulik, C.M., Sullivan, P.F., Fear, J.L., Pickering, A., Dawn, A. og McCullin, M. (1999).
Fertility and reproduction in women with anorexia nervosa: a controlled study.
Journal of Clinical Psychiatry, 60(2), 130‒135.
Bulik, C.M., Von Holle, A., Hamer, R., Berg, C.K., Torgersen, L., Magnus, P. o.fl.
(2007). Patterns of remission, continuation and incidence of broadly defined eating
disorders during early pregnancy in the Norwegian Mother and Child Cohort Study
(MoBa). Psychological Medicine, 37(8), 1109‒1118.
Bulik, C.M., Von Holle, A., Siega-Riz, A.M., Torgersen, L., Lie, K.K., Hamer, R.M.
o.fl. (2009). Birth outcomes in women with eating disorders in the Norwegian
Mother and Child cohort study (MoBa). International Journal of Eating Disorders,
42(1), 9‒18.
Conti, J., Abraham, S. og Taylor, A. (1998). Eating behavior and pregnancy outcome.
Journal of Psychosomatic Research, 44(3), 465‒477.
Crow, S.J., Agras, W.S., Crosby, R., Halmi, K. og Mitchell, J.E. (2008). Eating disorder
symptoms in pregnancy: a prospective study. International Journal of Eating
Disorders, 41(3), 277‒279.
Dagný Sif Stefánsdóttir, Katla Hildardóttir, Lára Kristín Jónsdóttir og Sunna
Sævarsdóttir. (2011). Líf með átröskunarsjúkdóm, stöðug barátta: Upplifun kvenna
af átröskun á meðgöngu. Óbirt BS lokaverkefni í hjúkrunarfræði. Háskólinn á
Akureyri.
Eagles, J.M., Lee, A.J., Raja, E.A., Millar, H.R., og Bhattacharya, S. (2012). Pregnancy
outcomes of women with and without a history of anorexia nervosa. Psychological
medicine, 42(12), 2651‒2660.
Easter, A., Bye, A., Taborelli, E., Corfield, F., Schmidt, U., Treasure, J., og Micali, N.
(2013). Recognising the symptoms: how common are eating disorders in pregnancy?
European Eating Disorders Review, 21(4), 340‒344.
Ekéus, C., Lindberg, L., Lindblad, F. og Hjern, A. (2006). Birth outcomes and
pregnancy complications in women with a history of anorexia nervosa. BJOG: an
International Journal of Obstetrics and Gynaecology, 113(8), 925‒929.
Embætti landlæknis. (2010). Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu.
Sótt 1. apríl 2013 af http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2548/4407.pdf
Embætti landlæknis. (2006). Átraskanir – Samantekt leiðbeininga um meðferð og
umönnun sjúklinga með lystarstol, lotugræðgi og skyldar átraskanir. Sótt 1. apríl
2013 af http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2341/version4/2019.pdf
Fairburn, C. G., & Cooper, Z. (1993). The eating disorder examination (12th ed.). In C.
Fairburn & G. Wilson (Eds.), Binge eating: Nature, assessment, and treatment (pp.
317–360). New York: Guilford Press.
Franko, D.L. og Spurell, E.B. (2000). Detection and management of eating disorders
during pregnancy. Eating Disorders and Pregnancy, 95(6), 942‒946.
Ingibjörg Ásta Claessen og Sigrún Jensdóttir. (2010). Líkamsmynd og tíðni
átraskanaeinkenna meðal stúdenta við Háskóla Íslands. Óbirt BS-ritgerð í
hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, Heilbrigðisvísindasvið.
Koubaa, S., Hällström, T., Lindholm, C. og Hirschberg, A.L. (2005). Pregnancy and
neonatal outcomes in women with eating disorders. Obstetrics & Gynecology,
105(2), 255‒260.
Lemberg, R. og Phillips, J. (1989). The impact of pregnancy on anorexia nervosa and
bulimia. International Journal of Eating Disorders, 8(3), 285‒295.
Linna, M.S., Raevuori, A., Haukka, J., Suvisaari, J.M., Suokas, J.T. og Gissler, M.
(2013). Reproductive health outcomes in eating disorders. International Journal of
Eating Disorders, 46(8), 826‒833.
Linna, M.S., Raevuori, A., Haukka, J., Suvisaari, J.M., Suokas, J.T., og Gissler,
M. (2014). Pregnancy, obstetric, and perinatal health outcomes in eating
disorders. American Journal of Obstetrics and Gynecology.
Micali, N., dos-Santos-Silva, I., De Stavola, B., Steenweg-de Graaf, J., Jaddoe, V.,
Hofman, A., ... & Tiemeier, H. (2014). Fertility treatment, twin births, and unplanned
pregnancies in women with eating disorders: findings from a population-based birth
cohort. BJOG: An International Journal of Obstetrics & Gynaecology, 121(4),
408‒416.
Micali, N., De Stavola, B., dos-Santos-Silva, I., Steenweg-de Graaff, J., Jansen, P. W.,
Jaddoe, V.W.V., ... og Tiemeier, H. (2012). Perinatal outcomes and gestational weight
gain in women with eating disorders: a population-based cohort study. BJOG: An
International Journal of Obstetrics & Gynaecology, 119(12), 1493‒1502.
Micali, N., Simonoff, E. og Treasure, J. (2007). Risk of major adverse perinatal outcomes
in women with eating disorders. The British Journal of Psychiatry, 190(3), 255‒259.
Morgan, J.F., Lacey, J. og Sedgwick, P. (1999a). Impact of pregnancy on bulimia
nervosa. The British Journal of Psychiatry, 174(2), 135‒140.
Morgan, J. F., Reid, F., & Lacey, J. H. (1999b). The SCOFF questionnaire: assessment of
a new screening tool for eating disorders. Bmj, 319(7223), 1467‒1468.