Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Page 54
54 2. febrúar 2018 „Það er enginn skortur á karlmennsku að vera ljúfur“ Matti er fæddur á sumar-sólstöðum, eða þann 21. júní, árið 1966. Sumar- sólstöður eru lengsti sólarhringur ársins og hjátrúarfullir myndu lík- lega ekki hika við að rekja óbilandi bjartsýni Matta til fæðingardagsins. Hann hefur einstaka trú á því að hver og einn búi yfir ómældri getu til að verða eigin gæfusmiður. Sem ungur maður var Matti á kafi í körfubolta. Spilaði með Keflavík og drengja- og unglinga- landsliðinu frá þrettán ára aldri og sá ekkert annað fyrir sér í framtíð- inni en að leggja íþróttina fyrir sig, en nítján ára varð hann fyrir alvar- legum meiðslum og afleiðingarnar gerbreyttu framtíðarsýn hans. Hann lá rúmfastur í heilan mánuð og næstu tíu mánuði á eftir var hann svo máttlítill að fæturnir báru hann varla. Skiljanlega voru vonbrigðin gífurleg en fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Matti ákvað að gera eitthvað róttækt í málunum. Læra á sjálfan sig og gera sitt allra besta til að ná sér aftur á strik, bæði andlega og líkamlega. „Mér var sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig. Taugalækn- ar og aðrir sögðu mér að ég myndi jafnvel aldrei spila körfubolta aftur. Þetta var alveg gríðarlegt áfall en eftir að hafa verið máttlaus í marga mánuði fór ég að þjálfa mig mark- visst upp. Ég byrjaði á að ganga inn í bílskúr, þar gerði ég jógaæfingar og náði að stilla mig einhvern veginn af. Smátt og smátt fór ég svo að æfa mig í að skokka á staðnum og síðan náði ég að skokka út í móa. Í víðfeðmu þúfnabarði milli Keflavíkur og Garðsins þjálfaði ég mig svo á hverjum degi með því að stökkva á milli þúfnanna og fljót- lega var ég orðinn allt annar maður. Engu að síður tók þetta ferli tæpt ár og auðvitað breytti þetta mér.“ „Það er enginn skortur á karlmennsku að vera ljúfur“ Sumarið eftir heimsótti Matti félaga sinn til San Diego í Kaliforníu en þar rakst hann á auglýsingu frá skóla sem vakti athygli hans. Í skól- anum, Institute Of Psycho-Struct- ural Balancing, var áhersla lögð á heildræn heilsufræði og þetta var eitthvað sem höfðaði til Matta enda sjálfur búinn að læra það á eigin skinni að sál og líkami eru órjúfan- leg heild. Hann skráði sig í skólann og stundaði námið í fjögur ár, eða frá 1988 til 1992. Íslendingar voru mun íhalds- samari í viðhorfum sínum til heilsumála á þessum árum og því er óhætt að álykta að það hafi vakið furðu að ungur körfuboltakappi frá Keflavík skyldi velja að fara suður til hippanna í Kaliforníu að mennta sig í heildrænum heilsufræðum. Einhverju sem var ekki einu sinni til í orðaforða landans fyrir þrjátíu árum. Matti segir að áhrif úr uppeldinu hafi líklega gert það að verkum að foreldrar hans höfðu ekkert út á þetta námsval að setja. Móðir hans, Oddný J.B. Mattadóttir, hafi til dæmis verið langt á undan sínu samtímafólki í áhuga sínum á óhefðbundnum lækningaraðferð- um og þrátt fyrir að hafa unnið mjög karlmannlega vinnu, sem Matti Ósvald Stefánsson, markþjálfi og heilsu- ráðgjafi, hefur tæplega þrjátíu ára reynslu af því að hjálpa öðrum að nýta hæfileika sína, setja sér markmið og láta drauma sína rætast. Sem ungur maður átti hann sér þann draum heitastan að gerast atvinnumaður í körfubolta en örlögin leiddu hann á aðra braut og Matti gerðist atvinnumaður í því að hjálpa fólki – en fyrst þurfti hann að byrja á sjálfum sér. Margrét H. Gúst- avsdóttir heimsótti Matta í Hafnarfjörðinn þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni og tveimur fyndnum köttum í gömlu krúttlegu timburhúsi sem minnir á senu úr sögu eftir Astrid Lindgren. „Þegar áföll hafa dunið yfir, til dæmis sjálfs- víg, ástvinamissir eða alvarleg veikindi þá verða vinir og kunningjar oft vand- ræðalegir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.