Morgunblaðið - 06.09.2018, Side 41
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnvöld í Svíþjóð hafa lengi verið
gagnrýnd fyrir þöggun í umræðunni
um innflytjendamál og sú gagnrýni
virðist vera réttmæt þótt afstaða
Svía til hælisleitenda hafi breyst
mjög á síðustu misserum, eða frá
árinu 2015 þegar fjöldi þeirra stór-
jókst vegna stríðsins í Sýrlandi. Um-
ræðan er orðin opnari en einnig ber
talsvert á hinum öfgunum: í stað þess
að þegja um vandamálin hafa sumir,
einkum þjóðernissinnar, freistast til
þess að ýkja þau, oft í pólitískum til-
gangi.
Þrátt fyrir ýkjur þjóðernissinna og
sumra fjölmiðla er ljóst að mikil
fjölgun innflytjenda á síðustu ára-
tugum hefur valdið verulegum
vandamálum í Svíþjóð. Í a.m.k. rúma
tvo áratugi hefur verið varað við
hættum sem fylgja því þegar mikill
fjöldi innflytjenda einangrast í ein-
stökum hverfum og samlagast ekki
sænska samfélaginu, eða frá árunum
1991 til 1995 þegar 125.000 flótta-
menn komu til landsins vegna átaka í
fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu.
0,3% sökuð um nauðgun
Fyrr á árinu skýrði t.a.m. sænska
dagblaðið Aftonbladet frá því að af
112 mönnum sem dæmdir voru fyrir
hópnauðgun í Svíþjóð á árunum
2012-2017 fæddust 82 í löndum utan
Evrópu. Glæpavarnastofnun Sví-
þjóðar (Brå) hefur einnig greint frá
því að kærðum nauðgunum hafi
fjölgað í landinu um 10% á síðasta
ári. Stina Holmberg, afbrotafræð-
ingur og sviðsstjóri hjá stofnuninni,
segir þó að nauðgunum utandyra
hafi ekki fjölgað, heldur fækkað.
„Fjölgunin skýrist af nauðgunum
innandyra, þegar brotamaðurinn er
maki konunnar eða einhver sem hún
þekkir,“ hefur blaðið Expressen eftir
afbrotafræðingnum.
Aftonbladet segir að glæpavarna-
stofnunin sé að undirbúa nýja
skýrslu um hvers vegna kynferðis-
brotum hefur fjölgað á síðustu tólf
árum. Samkvæmt skýrslu Brå frá
árinu 2005 voru þeir sem fæddust ut-
an Svíþjóðar fimm sinnum líklegri til
að hafa verið ákærðir eða dæmdir
fyrir kynferðisbrot en þeir sem eiga
sænska foreldra. Tæpt prósent
þeirra, sem fæddust utan Svíþjóðar,
hafði verið ákært eða dæmt fyrir
kynferðisbrot og 0,3% fyrir nauðgun
eða tilraun til nauðgunar.
Sumir fjölmiðlar og þjóðernissinn-
aðir bloggarar hafa fullyrt að nauðg-
unum hafi fjölgað svo mikið á fjöru-
tíu árum vegna innflytjenda að
landið sé nú í öðru sæti á lista yfir
lönd þar sem nauðganir séu algeng-
astar. Aðeins Lesótó í Afríku sé ofar
á listanum. Slíkar fullyrðingar
byggjast oft á alþjóðlegum saman-
burðartölum sem eru mjög hæpnar,
t.a.m. vegna þess að í sumum löndum
byggjast þær á fjölda þeirra sem
kæra nauðgun en í öðrum á fjölda
kærðra nauðgana. Ef kona í Svíþjóð
kærir maka sinn fyrir nauðgun á
hverju kvöldi í tvær vikur teljast
nauðgunartilvikin vera fjórtán. Í öðr-
um löndum væri kæran skráð sem
eitt tilvik.
76% meðlima glæpagengja
Sænski hagfræðingurinn Tino
Sanandaji fjallar um vandamálin í
bókinni Massutmaning sem kom út í
fyrra og hefur fengið góða dóma í
fjölmiðlum. Þar kemur m.a. fram að
um 53% þeirra sem afplána langa
fangelsisdóma í Svíþjóð fæddust í
öðrum löndum. Um 54% atvinnu-
lausra og 60% þeirra sem fá fé-
lagslega framfærslustyrki fæddust
utan Svíþjóðar. Rúm 70% barna fá-
tækra fjölskyldna eru af erlendum
uppruna og 76% af meðlimum glæpa-
gengja koma úr röðum innflytjenda.
Þessar tölur hafa ekki verið dregnar
í efa og bókin hefur ýtt undir um-
ræðu um að Brå birti nýja skýrslu
um þjóðernisuppruna afbrotamanna.
Margir sænskir stjórnmálamenn
hafa hvatt glæpavarnastofnunina til
að birta slíka skýrslu, þ.á m. Svíþjóð-
ardemókratar og þingmenn úr röð-
um hægriflokksins Moderaterna og
Miðflokksins. Minnihlutastjórn Sósí-
aldemókrata og Umhverfisflokksins
hefur hins vegar sagt að glæpa-
varnastofnunin þurfi að ákveða það
sjálf hvort þörf sé á slíkri skýrslu.
Nokkrir afbrotafræðingar utan
stofnunarinnar hafa tekið undir
þetta og sagt að betra sé að hafa
staðreyndir málsins á hreinu til að
geta tekist á við vandamálin og koma
í veg fyrir að umræðan byggist á
ágiskunum og ýkjum. Expressen
hafði hins vegar eftir Holmberg fyrr
á árinu að glæpavarnastofnunin teldi
að ekkert benti til þess að niður-
stöður skýrslunnar frá 2005 væru
orðnar úreltar. „Fimm prósent af
þeim sem eiga sænska foreldra höfðu
verið ákærð eða dæmd fyrir lögbrot,
en tólf prósent þeirra sem fæddust í
öðrum löndum,“ sagði sviðsstjórinn.
Skýrslan nær til afbrota sem voru
framin á árunum 1997-2001. Ein af
niðurstöðunum er að þeir sem fædd-
ust utan Svíþjóðar séu 2,5 sinnum
líklegri til að hafa verið ákærðir eða
dæmdir fyrir lögbrot en þeir sem
eiga sænska foreldra. Þeir sem
fæddust í Svíþjóð en eru af erlendu
bergi brotnir eru tvöfalt líklegri til að
hafa verið skráðir fyrir lögbrot en
þeir sem eiga sænska foreldra.
Jerzy Sarnecki, prófessor í af-
brotafræði við Stokkhólmsháskóla,
segir að þessi mismunur endurspegli
stöðu innflytjendanna í sænska þjóð-
félaginu. Hann bendir m.a. á að karl-
menn eru 3,5 sinnum líklegri en kon-
ur til að hafa verið ákærðir eða
dæmdir fyrir lögbrot. Þeir sem eru í
fjölskyldum sem fá félagslega fram-
færslustyrki eru 6,1 líklegri til að
hafa verið sakaðir um lögbrot en þeir
sem eru í fjölskyldum sem hafa ekki
fengið slíka aðstoð. Þeir sem eru að-
eins með grunnskólamenntun eru 5,7
sinnum líklegri til að vera á sakaskrá
en þeir sem hafa lokið að minnsta
kosti þriggja ára námi í háskóla.
Munurinn á hlutfalli afbrotamanna
úr röðum þeirra sem fæddust utan
Svíþjóðar annars vegar og þeirra
sem eiga sænska foreldra hins vegar
er miklu minni ef tekið er tillit til
slíkra þátta.
0,03% dæmd fyrir morð
Í skýrslu Brå kemur m.a. fram að
þeir sem fæddust í öðrum löndum
eru fjórum sinnum líklegri en inn-
fæddir Svíar til að hafa verið ákærðir
eða dæmdir fyrir morð eða rán.
Þetta samsvarar því að 0,03% þeirra
sem fæddust utan Svíþjóðar höfðu
verið dæmd fyrir morð og 0,35% fyr-
ir rán.
Innflytjendur frá löndum í Afríku,
t.a.m. Norður-Afríku, og Vestur-
Asíu voru líklegri til að hafa framið
lögbrot en fólk frá löndum í vestan-
verðri Evrópu, Suðaustur-Asíu,
Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og
Nýja-Sjálandi. Innflytjendur frá
Norður-Afríku eru þó ekki stór hluti
allra þeirra sem dæmdir voru fyrir
lögbrot í Svíþjóð, eða 0,7%. Tæp 5%
lögbrjótanna komu frá Finnlandi,
Noregi, Danmörku og Íslandi.
Sænski blaðamaðurinn Gellert
Tamas hefur bent á að um tíu pró-
sent af þingmönnum Svíþjóðardemó-
kratanna höfðu verið dæmd fyrir lög-
brot í desember 2014, meðal annars
fyrir líkamsárásir og brot á fíkni-
efnalöggjöfinni. Hlutfallslega voru
þingmenn þjóðernisflokksins því
álíka líklegir til að hafa framið lög-
brot og innflytjendurnir sem þeir
saka um að hafa valdið óöld í landinu.
Frá sænskri þöggun yfir í ýkjur
Íbúafjöldi
(2017)
Svíþjóð
Heimildir: Alþjóðabankinn. Eurostat. Transparency International (TI). migrationverket.se. maps4news.com/©HERE
-6
-3
0
3
6
2008 2012 2017
Hagvöxtur
Verg landsframleiðsla
í milljörðum $ (2017)
Flatarmál: 447.420 km2
Skóglendi: 280.730 km2
Verðbólga
(2017)
Nýja-Sjáland 1.
Mest spilling
Hælisleitendur
201720152012
162.877
1,88 m.
fæddust
í öðrum
löndum
8,24 m.
Atvinnuleysi
(júlí sl.)
STOKKHÓLMUR
Malmö
Gautaborg
Noregshaf
Norður-
sjór
Eystra-
salt
S V Í Þ J Ó Ð
NOREGUR FI
N
N
LA
N
D
100 km
10,12
milljónir
0
40.000
80.000
120.000
160.000
Svíþjóð 6.
Bandaríkin 16.
Frakkland 23.
Ítalía 54.
77. Kína
96. Brasilía
135. Rússl.
180.
Sómalía
Minnst spilling
Spillingarstig skv. lista TI
2,1%
6,2%
538
Lífslíkur
(2016) 82,2 ár DAN.
á ári í %
2,3
-5,2
6
Fjöldi manndrápa í Svíþjóð frá 2007 til 2017
125
100
75
50
25
0
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
111
82
93 91
81
68
87 87
112
106
113
*Að meðtöldu hryðjuverki í Stokkhólmi í apríl 2017 þegar fimm menn létu lífið. Heimild: statista.
*
Umræðan um innflytjendamál er orðin opnari í Svíþjóð en þjóðernissinnar hafa hneigst til að
draga of dökka mynd af ástandinu Glæpatíðnin talin endurspegla samfélagsvandamál
Tiltölulega fá morð
» Morðtíðnin er lág í Svíþjóð
miðað við mörg önnur lönd.
» Í Svíþjóð voru framin 1,08
morð á hverja 100.000 íbúa ár-
ið 2016, ívið fleiri en í Dan-
mörku (0,98). Morðtíðnin var
mun meiri í Finnlandi, eða 1,42
á hverja 100.000 íbúa.
» Fjöldi manndrápanna hefur
verið frá 68 til 113 á ári síðustu
tíu ár og mörg þeirra eru rakin
til átaka glæpahópa.
FRÉTTIR 41Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is