Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 50
Lilja Ósk Sigurðardóttir
snyrtipenninn@gmail.com
,,Með þessu ilmvatni vildum við
leggja áherslu á fleirtölu og kynn-
ingarherferð ilmvatnsins sýnir
konur sem vilja skapa sitt eigið
auðkenni en einnig styðja og ryðja
brautina fyrir konur sem á eftir
þeim koma,“ segir Raf Simons og
segir jafnframt að Calvin Klein
Women sæki innblástur í styrk og
innblástur sem færist frá einni
konu yfir til annarrar; þar sem
fleirtala sameinast einstaklings-
hyggjunni. Ilmvatnið, ilmvatns-
glasið og herferðin er allt hannað
af konum.
Andlit herferðarinnar eru leik-
konurnar Lupita Nyong’o og Sao-
irse Ronan en þær eru þekktar
fyrir hæfileika sína, sköpunarmátt
og sterkan karakter. Í auglýsing-
unum má sjá andlit þeirra í lit
ásamt myndum af tveimur konum í
svarthvítu sem hafa veitt þeim inn-
blástur í gegnum tíðina. Nyong’o
valdi söngkonuna Eartha Kitt og
leikkonuna Katharine Hepburn en
Ronan valdi leikkonuna Sissy Spa-
cek og söngkonuna og baráttukon-
una Ninu Simone.
Ilmurinn sjálfur er viðarkenndur
blómailmur sem er sérlega fág-
aður. Þrjú innihaldsefni standa
upp úr, en það eru eucalyptus, app-
elsínublóm og sedrusviður frá
Alaska. Þessi hráefni blandast svo
svörtum pipar, sítrónu, magnolíu
og jasmín en með þessu sameinast
styrkur viðkvæmni og ferskleiki
sameinast munúð. Ilmurinn er fín-
stilltur og inniheldur hágæða hrá-
efni sem standast samanburð við
einstaka ilmvatnsframleiðendur á
borð við Byredo og Le Labo en há-
gæða ilmvötn frá minni ilmvatns-
framleiðendum hafa sjaldan verið
vinsælli en nú.
Á samfélagsmiðlum er herferð í
gangi undir myllumerkinu
#IAMWOMEN þar sem konur
birta myndir af þeim konum sem
hafa veitt þeim innblástur í lífinu.
Innblástur frá einni konu til annarrar
Eartha Kitt, Katharine Hepburn og Lupita Nyong’o.
Calvin Klein Women er fyrsta ilm-
vatn tískuhússins í þrettán ár.
Sissy Spacek, Nina Simone og Saoirse Ronan.
Fyrsta ilmvatn Calvin
Klein í þrettán ár ber
heitið Women og er jafn-
framt það fyrsta undir
stjórn Raf Simons sem
listræns stjórnanda
tískuhússins.
Marta María
mm@mbl.is
Sumir tengja flauel við glataðasta
tímabil lífs síns, sjálf unglingsárin.
Ég tengi því 13 ára gamla ég fermd-
ist í sléttflauelsstuttbuxum sem þóttu
klassískar. Síðan þá hefur flauelið að-
allega ratað inn á heimilið í formi
púða og rúmgafla, en nú er nýtt twist
í augsýn.
Flauelið er með endurkomu. Og
það er ekki nóg með það heldur er
kaðlapeysan líka dottin inn og líka
jakkar úr riffluðu flaueli. Í haustlínu
Polo Sport frá Ralph Lauren birtist
þetta í allri sinni dýrð og maður gerir
sér aukaferð í Kringluna til að skoða
þetta góss í Mathilda. Næsta skref er
líklega að kaupa sér rúskinnsjakka
með kögri, setja á sig belti með risa-
sylgju með Íslandi og kaupa sér
kúrekaskó/stígvél. Þessi sveitastíll er
heillandi og hentar ágætlega við
haustlægðirnar. En það er líka hægt
að fara með þessa tísku of langt. En
hver og einn verður að finna sig.
Þetta er nefnilega
bæði hlýtt og nokkuð
skjólgott. Það er
töluvert betra að
vera í þessu en í
sparikjólum úr sund-
bolaefni og pleður-
jakka.
Skjólgott eins
og í gamla daga
Ef þú ert eitthvað að velta fyrir þér hausttískunni
þá er örlítill leiðarvísir hér. Flauel, ull, rúskinn og
leður verða áberandi í vetur.
Flott form
Þessi stígvél eru
mjög fersk og flott.
Þau fást í Zara.
Mjög
næntís
Þessi
ullarjakki
fæst í
Mathilda í
Kringl-
unni.
Nettur hippi Í
hausttískunni er
smá hippafíl-
ingur sem er svo
heillandi. Hann
passar líka vel
við flauelið.
Þessi föt
koma frá
Zara.
Nett næntís Þessi flauels-
jakki er flottur. Hann fæst í
Mathilda í Kringlunni.
Aldrei of
mikil Am-
eríka Peysa
með banda-
ríska fán-
anum er hlý
og góð. Hún
fæst í Mat-
hilda í
Kringlunni.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
W W W. S I G N . I S