Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 52

Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 52
ávaxtamauki, jarðarberja og app- elsínu. Eins og hefðin býður hófu mat- gæðingarnir veisluna á því að borða skonsurnar og það sem var á neðri diskunum og var það samróma álit þeirra að það sem það var að finna væri hvað öðru betra. Vöfflurnar með þremur mismunandi fyllingum voru hver annarri betri, lambaöxlin kom verulega á óvart þar sem kryddað kjötið spilaði skemmtilega með sætri vöfflunni. Þá var bleikjan virkilega bragðgóð, léttreykt og lít- ið söltuð og reykti rjómaosturinn setti punktinn yfir i-ið. Skonsurnar voru léttar og bragðgóðar, þrungn- ar safaríkum bláberjum og aug- ljóslega nýbakaðar. Stófengleg kirsuberjakaka Og svo var það sætmetið. Á efstu hæð tertudisksins góða voru Sumarsæla, sem er kókosmús á kókosmarengsbotni með mangó- kremi, súkkulaðimús og hvítsúkkul- aði-ganache, karamellu-crankie sem samanstendur af karamelluköku og karamellumús á pistasíubotni og Cherry delight, sem er kaka í líki stórs kirsubers á hvítsúkkulaði- kexbotni með kirsuberjamús og kirsuberjafyllingu. Allt var þetta sérstaklega fallegt og bragðið var ekki síðra. Kókosfyllingin í Sumar- sælunni var sérlega létt og tónaði vel við mangókremið, karamellu- crankie kakan var með höfugu karamellubragði án þess að vera of sæt. En vinninginn í sætmetis- samkeppninni fær kirsuberjakakan Cherry delight, sem uppfyllti allar þær kröfur sem gera má til köku; súrt kirsuberjabragðið féll einkar vel að sætum hvítsúkkulaðibotn- inum þannig að úr varð hreinasta sælgæti. Kampavínið skemmir ekki Eins og fram kom hér að framan er síðdegiste Apóteksins frumlegt og öðruvísi og það er fyrst og fremst vegna þess að þar er verið að nota hráefni sem er ekki vana- legt í síðdegistei, eins og t.d. lamba- kjöt og önd. Máltíðin verður þannig nokkuð matarmeiri en gerist og gengur með hefðbundið síðdegiste og það er því í góðu lagi að mæta svangur á staðinn. Með þessu var að sjálfsögðu boð- ið upp á te og var hægt að velja á milli fjögurra teg- unda. Matgæðing- arnir tveir völdu sér Earl Grey með blóð- bergi og magnolíute og mæltist hvort- tveggja vel fyrir. Einnig er hægt að bæta glasi af Cava- freyðivíni eða Bollinger Special Cuvée-kampavíni við fyrir aukagjald og mæla útsendarar Mat- arvefsins heilshugar með kampavíninu. Það gerir annars góða upplifun enn betri! Sá siður að drekka síðdegiste á rætur sínar að rekja til Bretlands um miðja 19. öld og upphaflega hugmyndin var að þetta væri nokk- urs konar smámáltíð sem myndi slá á sárasta hungrið á milli hádegis- og kvöldverðar. Áður fyrr buðu fín- ar dömur öðrum fínum dömum til síðdegistes á heimilum sínum og þegar Viktoría drottning tók þenn- an sið upp á arma sér varð hann einn útbreiddari. Í dag fara Bretar gjarnan í síðdegiste við hátíðleg til- efni, eins og t.d. á afmælum og öðr- um slíkum tímamótum, oft á glæsi- hótelum og hefur siðurinn breiðst út víða. Og nú til Íslands, en Apótek hóf nýverið að bjóða upp á síðdegiste og hefur það mælst einkar vel fyrir. Teið er í boði á milli klukkan 14.30 og 17, þá tekur Happy Hour við og alveg kjörið að ljúka herlegheit- unum með eins og einum kokkteil. Matarvefurinn fékk tvo val- inkunna sælkera til að heimsækja Apótek og taka síðdegisteið út. Téðir sælkerar hafa ýmsa fjöruna Síðdegiste sem sló í gegn Ef einhver veitingastaður á Íslandi býður upp á rétta umhverfið fyrir síðdegiste, eða Afternoon Tea eins og það er kallað úti í hinum stóra heimi, þá er það Apótek þar sem hið hefðbundna og ný- tískulega spila skemmtilega saman þannig að úr verður hin besta blanda. Bláberjaskonsur Með hleyptum rjóma og ávaxtamauki. (eða ýmsan tebollann) sopið og hafa það fyrir sið þegar þeir fara til London að heimsækja eitt af þeim fjölmörgu glæsihótelum þar í borg sem bjóða upp á síðdegiste. Það voru því fagmenn sem sett- ust að snæðingi á Apóteki síðdegi eitt í síðustu viku. Með íslenskum keim Síðdegisteið á Apóteki er borið fram á sígildan hátt, á þriggja hæða tertudiski þar sem sætmetið trónir á efsta diski og svo er það salta og kryddaða á þeim neðri. En fram- setningin er hér um bil það eina sem er hefðbundið, því að hér er sannarlega verið að fara nýjar og spennandi leiðir. Líklega væri nær að kalla þetta íslenskt síðdegiste en ekki breskt. Á neðri diskunum tveimur mátti finna samlokur með túnfisksalati og sýrðum gúrkum (að sjálfsögðu var brauðið hvítt og skorið í litla þríhyrninga), þar var reykt bleikja með reyktum rjómaosti á búst- inni belgískri vöfflu (osturinn er reyktur á veit- ingastaðnum), hægelduð lambaöxl með gulrótum og gerj- uðum hvítlauk sem var líka á vöfflu og svo anda-confit, kara- melluð ferskja, epli og mal- tsósa sömuleiðis á belgískri vöfflu. Að auki voru á hliðar- diski bláberjaskonsur með hleyptum rjóma (e. clotted cream) og tvær tegundir af Hið fullkomna síðdegi Það er fátt snjallara en að eyða síðdeginu við að sötra te og gæða sér á ljúffengum veitingum. Kokteillinn Gillagin Reykt bleikja Borin fram á belgískri vöfflu með reyktum rjómaosti. Hægelduð lambaöxl Með gulrótum og gerjuðum hvítlauk. Kirsuberjakaka Með kirsluberjamús og hvítsúkkulaðibotni. Sumarsæla Með kókosfyllingu og mangókremi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Skál fyrır hollustu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.