Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
skeið og hef tekið nokkur síðan þá,
bæði í ljósmyndun og myndvinnslu.
Eins og Pálmi hef ég tekið þátt í
ljósmyndasýningum ásamt öðrum
og svo tók við að fara að gefa út
ljósmyndabækur, en eins og kemur
fram hjá Pálma kom fyrsta bókin
út 2008.
Hluti af vinnu minni er ljós-
myndun og myndvinnsla síðan 2004
þó að það hafi ekki verið eins mikið
og er í dag, þar sem ég sé um að
taka myndir af þeim vörum sem er
í sölu hjá fyrirtækinu sem ég vinn
hjá, og koma út á vefinn. Eins hef
ég verið að taka myndir fyrir Sum-
arhúsið og garðinn í sirka þrjú ár.
Við Pálmi höfum ferðast mikið um
landið okkar, þó sérstaklega um
hálendið, og eru myndavélar alltaf
með í för.“
Lítil bók verður stór
Þau segja að þau hafi brætt með
sér í nokkurn tíma að gera litla
ljósmyndabók um Þingvelli með
staðreyndartextum. „Þingvellir
urðu fyrir valinu vegna þess að
þeir eru einn af merkilegustu stöð-
um Íslands, en samt er ekki til
nein nýleg ljósmyndabók frá staðn-
um. Þegar við fórum að vinna við
ljósmyndunina í bókina uppgötv-
uðum við fljótt að staðurinn ætti
skilið meira en litla bók og við sett-
um okkur það markmið að reyna
að sýna Þingvelli í öðru ljósi en
flestir ferðamenn upplifa staðinn.
Þegar við fórum að velta fyrir okk-
ur uppsetningu á bókinni kviknaði
sú hugmynd að finna textahöfund
til að skrifa um staðinn. Við þekkt-
um Hörpu Rún, höfðum lesið texta
sem hún hafði skrifað og vorum
bæði hrifin af stílnum. Harpa Rún
hafði algjörlega frjálsar hendur
hvernig hún nálgaðist verkefnið og
niðurstaðan varð að hún skrifaði
yfir sextíu ljóðræn textabrot án
þess að skoða myndirnar og við
völdum myndir sem okkur fannst
falla að textanum. Hvort þetta er
ljósmyndabók með ljóðrænum
texta eða ljóðabók með ljós-
myndum verður svo hver og einn
að ákveða fyrir sig, markmiðið er
að myndir og texti styðji hvort
annað og myndi sterka heild.“
Spurð um textann segir Harpa
Rún Kristjánsdóttur að hana hafi
langaði að gera eitthvað öðruvísi,
að skipta um sjónarhorn. „Þingvell-
ir eru risafyrirbæri, náttúrufræði-
lega, menningarlega, hug-
myndafræðilega, þeir eru hluti af
þjóðarsálinni og vonlaust að gera
slíku skil í stuttum prósa. Undirtit-
ill bókarinnar, Í og úr sjónmáli,
endurspeglar kannski þá hug-
myndafræði sem ég lagði upp með.
Ljósmyndir sýna svo margt – en
það er líka svo margt sem er ekki
hægt að taka myndir af, eins og
andrúmsloft, saga, fortíðin og til-
finningar. Ég vildi að textinn sýndi
eitthvað af þessu sem er úr sjón-
máli.
Reyndar sá ég ekki nema örfáar
af myndunum fyrr en ég var búin
að skrifa textann. Ég vildi ekki
skrifa um myndir, heldur leyfa
textanum að verða til á sjálfstæðan
hátt, alveg eins og Sigrún og Pálmi
tóku ekki myndir við textann.
Þannig mætast tvö listform og
skapa eitthvað nýtt í sameiningu –
af því að þau geta líka staðið ein og
sér.
Í upphafi las ég einhver ósköp
um Þingvelli, eiginlega alveg yfir-
þyrmandi mikið. Mér óx í augum
að gera þessu öllu skil og lengi vel
skrifaði ég nánast ekkert nema
sögur af umbrotum í iðrum jarðar,
aftökum og ofbeldi. Mikið af þess-
um textum er bein endursögn af
einhverju sem ég las, bara með að-
eins öðrum orðum. Það tengist
þessu með að skipta um sjónar-
horn. Við nálgumst alltaf lífið með
sjálf okkur sem viðmið en það er
mikilvægt að reyna að setja sig í
spor annarra, hvort sem það er hitt
kynið, náttúran, blóm eða dýr.
Þannig verðum við aðeins skárri,
held ég. Mig langaði að vekja upp
raddir sem ekki fá endilega að
heyrast og segja söguna frá þeirra
augum. Einnig fór ég nokkrar ferð-
ir á Þingvelli vopnuð blaði og
penna. Það var skemmtileg upp-
lifun að sitja þar innan um öll
snjalltækin og skrifa.“
Þingvellir eru hluti af þjóðarsálinni
Ljósmyndabók
með myndum af
Þingvöllum gefin
út Markmiðið
að sýna Þingvelli í
öðru ljósi
Ljósmynd/Pálmi Bjarnason/Sigrún Kristjánsdóttir
Snókagjá Nú ganga hér færri um gróinn svörð og göturnar gömlu gróa, eins og segir í ljósmyndabókinni um Þingvelli.
Ljósmynd/Pálmi Bjarnason/Sigrún Kristjánsdóttir
Öxarárfoss Fossinn í klakaböndum. „Áður fyrr var það trú manna að í fossum ættu heima leyndar hjálparvættir.
Ritháttur orðsins var þá annar eða „fors“ segir m.a. í bókinni Þingvellir - í og úr sjónmáli.
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Þingvellir – Í og úr sjónmáli heitir
ný ljósmyndabók eftir þau Pálma
Bjarnason og Sigrúnu Kristjáns-
dóttur, en texti í bókinni, sem er á
íslensku og ensku, er eftir Hörpu
Rún Kristjánsdóttur bókmennta-
fræðing.
Spurð hvað hafi komið þeim af
stað í ljósmyndun segir Pálmi að
hann sé fæddur og uppalinn í sveit
og hafi alltaf liðið best með nátt-
úrunni. „Þegar ég flutti á mölina
byrjaði ég að ferðast um landið og
frá upphafi var myndavélin hluti af
farangrinum, hvort sem ég ferðað-
ist um á jeppa eða á tveimur jafn-
fljótum með bakpoka. Fyrir fimm-
tán árum fór ljósmyndaáhuginn að
taka á sig nýja mynd og mun al-
varlegri. Ég tók þátt í fyrstu ljós-
myndasýningu minni og þá var
ekki aftur snúið. Fyrsta ljós-
myndabókin, sem ég tók þátt í með
þremur félögum mínum, kom út
2008. Síðan þá hef ég tekið þátt í
útgáfu fjögurra ljósmyndabóka, síð-
ust þrjár með Sigrúnu konunni
minni.“
Sigrún segist líka uppalin í sveit.
„Ég hef alla tíð verið náttúru-
nnandi þó svo að ég hafi ekki áttað
mig á því fyrr en á fullorðinsárum.
Pabbi átti myndavél og hafði tekið
nokkuð af myndum sem mér þótti
gaman að skoða þegar ég var
krakki.
Ég var mjög ung þegar ég eign-
aðist fyrstu myndavél mína. Ég
held að hafi verið um ellefu ára
aldur og eftir það hef ég átt
myndavél. Ætli það séu ekki fimm-
tán eða sextán ár síðan áhuginn
kom af alvöru aftur. Ég fór á nám-
Íslenskt einangrunargler
í nýbygginguna, sumarbústaðinn
eða stofugluggann.
Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími.
Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is