Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 28

Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Hvert sem litið er má nú sjá haustlitina brjótast fram í náttúrunni, en haustið brast formlega á með haust- jafndægri aðfaranótt sunnudags. Sól mun því lækka á lofti næstu þrjá mánuði, allt fram til vetrarsólstaðna 21. desember þegar birta fer á ný. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum ljósmyndara Morgunblaðsins hafa trén mörg hver skipt út sumar- klæðum og búið sig undir að taka nakin á móti vetri kon- ungi, en síðustu vikur hefur kólnað nokkuð í veðri frá því sem var í ágústmánuði. Í dag er útlit fyrir vestan 5-10 m/s og áfram verða svolitlar skúrir eða él vestan- og norðanlands, en þó styttir upp seinnipartinn. Hiti verður á bilinu 1 til 8 stig. Á föstudag er útlit fyrir suðvestan 15- 23 m/s og hvassast verður norðvestan til á landinu. Víða verður rigning, talsverð sunnan- og vestanlands. Undir kvöld dregur úr úrkomu. Hiti verður á bilinu 5-10 stig. Haustlegt um að litast Morgunblaðið/Hari Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.