Morgunblaðið - 27.09.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 27.09.2018, Síða 30
SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kolakraninn Hegri við Reykjavíkur- höfn austanverða, niður af Arn- arhóli, var rifinn fyrir liðlega hálfri öld eða 17. febrúar 1968. Eigendur fyrirtækisins Kols & salts hf. fengu tilboð í byggingu kranans haustið 1925 og var hann tekinn í notkun 1927. Kraninn var eitt helsta tákn Reykjavíkur í ríflega 40 ár. Hann varð mörgum yrkisefni og meðal annars Tómasi: En hátt yfir umferð hafnar og bryggju og hátt yfir báta og skip, sfinxi líkur rís kolakraninn með kaldan musterissvip. Hann mokar kolum og mokar kolum frá morgni til sólarlags. Raust hans flytur um borg og bryggjur boðskap hins nýja dags. Í Morgunblaðinu 18. febrúar 1968 var fjallað um lokin: „Nú er kola- kraninn fallinn. Höfnin eftir sem nef- laus ásýnd er. Kolakraninn setti svip sinn á bæinn, virðulegan stór- borgarsvip, og mikið held ég að hafi rétzt úr mörgum bökum gömlu karl- anna og jafnvel kvennanna, sem í gamla daga urðu að bera alla kola- og saltpokana, upp steinbryggjuna, Tryggvasker, — þegar kolakraninn eða Hegrinn, eins og hann var oft nefndur, tók til starfa.“ Þegar Hegrans naut ekki lengur við var fyrirtækið Kol & salt lagt nið- ur. Eigendurnir fóru í sína áttina hvor. Geir Borg flutti með saltsöluna til Keflavíkur og Ásgeir Jónsson stofnaði vinnuvélaleigufyrirtækið Hegra hf. „Það var sjálfhætt þegar Eimskipafélagið þurfti að fá hafnar- bakkann undir Faxaskálann,“ segir Jón Ásgeirsson, sonur Ásgeirs, sem lést 2005, og eigandi Hegra. Ásgeir stjórnaði Hegra til hinsta dags og undir lokin fólst reksturinn eingöngu í umsjón fasteignar fyrir- tækisins í Borgartúni. Jón, sem vann með föður sínum frá skólaárunum, tók við keflinu og hefur haldið áfram á sömu braut. „Ég hef hvergi unnið annars staðar,“ segir hann. „Eftir að við seldum vinnuvélarnar geri ég samt minnst lítið. Tæknilega séð er ég bara húsvörður og skrifa út reikn- inga einu sinni í mánuði,“ svarar hann spurningu um dagleg verkefni. Mikilvægt þjónustufyrirtæki Heildsalar í Reykjavík og nokkrir Danir stofnuðu Kol & salt 1915, fyrst og fremst í þeim tilgangi að þjónusta togaraflotann og tryggja að til væri salt fyrir saltfiskvinnslu. Í hópi stofnenda voru einnig togaraskip- stjórar og stórkaupmenn, þar á með- al skipstjórinn kunni Hjalti Jónsson, oft nefndur Eldeyjar-Hjalti, en hann var framkvæmdastjóri Kols & salts 1924-1930. „Þetta var að stærstum hluta danskt fyrirtæki,“ útskýrir Jón. Skrifstofan var fyrst í Hafnarstræti en síðan í Garðastræti. „Pabbi og Geir Borg voru ráðnir til fyrirtækis- ins fyrir seinni heimsstyrjöldina og keyptu það á stríðsárunum. Þá var það nær gjaldþrota og þar sem Dan- mörk var hernumin þurfti að ganga frá kaupunum í gegnum New York.“ Öll sagan á einum stað Þegar Kol & salt var stofnað var Hallgrímur Benediktsson í hópi eig- enda. Því kemur kannski ekki á óvart að sjá teikningu af kolakran- anum eftir son hans, síðar forsætis- ráðherra, í myndaalbúmi á skrifstof- unni. „Eins og hér stendur var Geir átta ára þegar hann teiknaði þessa mynd,“ segir Jón um leið og hann flettir albúminu. „Öll sagan er hér, samningar, kort og teikningar,“ bæt- ir hann við. „Ég byrjaði að vinna hjá Koli & salti þegar ég var tíu ára og fyrstu sumrin var verkefnið að mála grindverkið og húsin með grárri málningu. Verkið entist í þrjú sum- ur.“ Sturturnar nýjung Ásgeir og Geir Borg brydduðu upp á ýmsum nýjungum og Jón flett- ir upp á mynd af sturtum því til stað- festingar. „Ég held að þetta hafi ver- ið fyrstu sturturnar á íslenskum vinnustað,“ segir hann. „Fyrir stríð voru allir starfsmenn orðnir fast- ráðnir og það var pabbi ánægðastur með af öllu sem hann gerði. Hann sagðist hafa notið þess á stríðs- árunum því þá hafi karlarnir ekki farið þrátt fyrir gylliboð. „Þetta er það gáfulegasta sem ég hef gert,“ sagði hann oft um fastráðningarnar, sem voru nýlunda.“ Jón segir að á stríðsárunum hafi verið unnið með kolakrananum á vöktum allan sólarhringinn og öll viðskipti skráð samviskusamlega. „Hérna eru til dæmis tvær bækur þar sem öll viðskipti við breska her- skipaflotann eru skráð, en ætli um 50 til 60 manns hafi ekki unnið hjá fyr- irtækinu þegar mest var.“ Allt var í föstum skorðum hjá Koli & salti og eigendur Hegra hafa hald- ið myndinni óbreyttri á skrifstof- unni. Jón segir að hann sjái ekki ástæðu til að breyta neinu. „Ég kann vel við þetta svona,“ segir hann. „Ég breyti ekki breytinganna vegna. Það er ekki trúaratriði að halda í það sem gamalt er, en þessir hlutir hérna, skrifborðið og peningaskápurinn og annað, gera sitt gagn og á meðan svo er, er ástæðulaust að hrófla við þeim.“ Kolakraninn eitt helsta táknið  Setti svip á bæinn í fjóra áratugi en var tekinn niður fyrir ríflega 50 árum  „Höfnin eftir sem neflaus ásýnd er“  Forsvarsmenn Kols & salts létu reisa Hegra  Fyrirtækið þjónustaði meðal annars breska flotann Kolakraninn Hegri Mannvirkið setti „stórborgarsvip“ á bæinn og á stríðsárunum var unnið við hann á vöktum allan sólarhringinn. Morgunblaðið/RAX Öllu haldið til haga Jón Ásgeirsson blaðar í dálkadagbók með járnkili. Viðskipti Sala til breska flotans var samviskusamlega skráð. MSvarthvíta fortíðin »Baksíða 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 10% afsláttur af öllum trúlofunar- og giftingarhringapörum Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.