Morgunblaðið - 27.09.2018, Síða 47

Morgunblaðið - 27.09.2018, Síða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 ander, KSF, sem bresk stjórnvöld neituðu um aðstoð og lokuðu, reyndust báðir eiga fyr- ir skuldum. Þótt Íslendingar hefðu gengið í Evrópska efnahagssvæðið í góðri trú og talið sig full- gilda aðila að innra markaði Evrópu, var víða litið á íslensku bankana sem boðflennur, móð- urlaus fjallalömb frekar en dilka. Eflaust hafa keppinautar þeirra á lánsfjármarkaði einnig látið í sér heyra, þótt lágt færi og á lokuðum fundum. Þess vegna tóku seðlabankamenn svo illa innlánasöfnun þeirra og lántökum eft- ir krókaleiðum hjá Evrópska seðlabankanum. Í ljós kom ein viðbótarástæða, þegar fundar- gerðir bankaráðs Englandsbanka frá 2008 birtust árið 2015. Bretar litu óhýru auga þá hugmynd, að Ísland yrði fjármálamiðstöð, sem keppti við önnur lönd um að laða að sér fjármagn og fyrirtæki með lágum sköttum. Hins vegar væri vandinn sá, sögðu banka- ráðsmenn, að ýmsar gamlar nýlendur og hjál- endur Breta hefðu lagt út á sömu braut. Íslensku bankarnir áttu sína sök Ein meginniðurstaðan í vönduðu riti fjár- málafræðinganna Ásgeirs Jónssonar prófess- ors og Hersis Sigurgeirssonar dósents á ensku um bankahrunið, sem kom út 2016, er, að ástæðulaust sé að ætla, að eignasöfn ís- lensku bankanna hafi verið lakari en almennt gerðist um banka á Vesturlöndum. Sennilega voru íslenskir bankamenn hvorki betri né verri en starfssystkin þeirra erlendis. Það merkir auðvitað ekki, að þeir séu hafnir yfir gagnrýni. Í skýrslu minni bendi ég á þrenn mistök, sem íslenskir bankamenn gerðu í að- draganda bankahrunsins. Í fyrsta lagi færðist Kaupþing of mikið í fang, þegar það gerði tilboð í hollenskan banka, skömmu eftir að fjármálakreppan hófst í ágúst 2007. Forráðamenn bankans hefðu átt að hlusta betur á Niall Ferguson, sem sagði á hádegisverðarfundi hjá bank- anum 16. maí 2007, sem ég sótti, að nú væru mörg sömu teikn á lofti og fyrir heimskrepp- una á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Kaupþing varð að vísu að hætta við kaupin á hollenska bankanum, en málið varð því álits- hnekkir. Í öðru lagi hóf Landsbankinn inn- lánasöfnun í útbúi í Hollandi í maí 2008, ekki í dótturfélagi, þótt vitað væri um andstöðu evrópskra seðlabanka við slíka innlánasöfnun. Í þriðja lagi lánuðu bankarnir einum aðila hvorki meira né minna en 5,5 milljarða evra eða hátt í þúsund milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Með því tóku þeir afar mikla áhættu. Eins og Björgólfur Thor Björgólfsson bendir á í bók frá 2014 um fjár- málakreppuna, varð það til þess, að bank- arnir urðu um of háðir einum aðila: Ef maður skuldar banka 100 milljónir, er maðurinn í vandræðum. Ef hann skuldar bankanum 100 milljarða, þá er bankinn í vandræðum. Rússalánið var raunhæfur möguleiki Í skýrslu minni bendi ég líka á, að Rússa- lánið svokallaða var síður en svo neinn mis- skilningur. Það var raunhæfur möguleiki um skeið. Eldsnemma að morgni 7. október, þeg- ar Landsbankinn var fallinn, en Glitnir og Kaupþing stóðu enn, hringdi sendiherra Rússlands á Íslandi, Víktor Tataríntsev, í Davíð Oddsson seðlabankastjóra og tilkynnti honum, að Rússastjórn væri reiðubúin að veita Íslandi fjögurra milljarða evra lán á hagstæðum kjörum. Aðspurður kvað sendi- herrann mega tilkynna um þetta opinberlega, og var það gert. Strax á eftir samtalinu við Davíð hringdi sendiherrann í Tryggva Þór Herbertsson, efnahagsráðunaut forsætisráðu- neytisins, sem haft hafði milligöngu um málið. Sagði hann tilefni til að fagna þessu og ekki með vodkaflösku, heldur heilum vodkakassa. En nokkrum klukkutímum seinna hringdi sendiherrann aftur í Davíð og bað hann um að afturkalla tilkynningu um, að lánið hefði þegar verið boðið. Í Moskvu vildu menn nú skyndilega fara sér hægar. Davíð taldi eðli- legt að halda málinu vakandi, þótt hann vissi, að sér yrði kennt um, og sendi því út aðra til- kynningu um, að viðræður væru hafnar, en lokaákvörðun hefði ekki verið tekin. Að lokum varð ekkert úr lánveitingu frá Rússum. En hvað olli hinni skyndilegu breyt- ingu á afstöðu Kremlverja? Heimildir mínar herma, að einhver ráðamaður í Evrópusam- bandinu, og er þar helst nefnd Christine Lag- arde, þá fjármálaráðherra Frakklands, hafi hringt til Kreml og sagt Rússum að seilast ekki til áhrifa á Íslandi. Ég er samt ekki viss um, þótt satt kunni að vera, að það hafi ráðið úrslitum, enda er Pútín Rússlandsforseti ekki vanur að láta nein slík samtöl ráða gerðum sínum. Hitt er líklegra, að Kremlverjar hafi frétt af því, að viðræður væru hafnar milli Ís- lendinga og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og því kippt að sér hendinni. En í næstu greinum reifa ég ýmsa almenna lærdóma af við- brögðum íslenskra stjórnvalda við banka- hruninu og greini nokkra siðferðilega þætti bankahrunsins. sem aðrir fengu Morgunblaðið/RAX Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson, HÍ. Dr. Ásgeir Jónsson prófessor kemst að þeirri niðurstöðu í bók, sem hann samdi ásamt dr. Hersi Sigurgeirssyni dósent, að eignasöfn íslensku bankanna hafi síst verið lakari en erlendra banka. Ljósmynd/Wikipedia Commons. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og höfundur nýrrar skýrslu á ensku til fjármálaráðuneytisins um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Hér í aðalstöðvum Alþjóðagreiðslu- bankans í Basel voru örlög íslenska bankakerfisins líklega ákveðin á kvöldverðarfundi 4. maí 2008.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.