Morgunblaðið - 27.09.2018, Síða 49

Morgunblaðið - 27.09.2018, Síða 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 Bloggari nokkur hef- ur kvartað yfir grein þar sem ég voga mér að halda því fram að þjóðernissinnar hafi ýkt vandamálin sem fylgja komu mikils fjölda innflytjenda til Svíþjóðar á skömmum tíma. Hann tekur þetta til sín, enda virðist hann hafa gert það að markmiði lífs síns að lýsa Svíþjóð sem ríki óttans. Finna skal Svíþjóð allt til foráttu, hún skal vera verst eða næstverst í öllum samanburði við önnur lönd. Samt kemur fram á bloggsíðu hans að hann hefur kosið að búa í þessu fallega og friðsama landi. Í greininni segi ég að mikil fjölgun innflytjenda á síðustu áratugum hafi valdið verulegum vandamálum í Sví- þjóð. Til að mynda er bent á að skýrt hefur verið frá því að af 112 mönnum sem dæmdir voru fyrir hópnauðgun í Svíþjóð á árunum 2012-2017 hafi 82 fæðst í löndum utan Evrópu. Enn- fremur er skírskotað í greininni til upplýsinga sem koma fram í bók sænska hagfræðingsins Tino San- andaji. Þar kemur m.a. fram að um 53% þeirra sem afplána langa fang- elsisdóma í Svíþjóð fæddust í öðrum löndum. Um 54% atvinnulausra og 60% þeirra sem fá félagslega fram- færslustyrki fæddust utan Svíþjóðar. Rúm 70% barna fátækra fjölskyldna eru af erlendum uppruna og 76% af meðlimum glæpa- gengja koma úr röðum innflytjenda. Við þetta má bæta að of margir ungir menn hafa beðið bana í átökum glæpa- gengja síðustu árin og skotárásum hefur fjölg- að verulega, eins og fjallað hefur verið um í sænskum fjölmiðlum. Bloggarinn skrifar grein í miðopnu Morg- unblaðsins og bendir réttilega á að fjöldi myrtra í skotárásum karlmanna á aldrinum 15-29 ára er mestur í Sví- þjóð í samanburði við tólf Evrópu- lönd. Hann lætur þó hjá líða að geta þess að fjöldi myrtra er í meðallagi í Svíþjóð í samanburði við hin löndin þegar litið er til skotárása þeirra sem eru þrítugir eða eldri (eins og fram kemur í European Journal of crim- inal policy and research). Svíþjóð telst koma of vel út í þeim saman- burði og þjóðernissinnar vilja því láta þetta liggja í þagnargildi. Í greininni bendi ég einnig á það er út í hött að líta á alla innflytjendur sem hugsanlega morðingja eða nauðgara þótt 0,3% þeirra hafi verið ákærð fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar og 0,03% fyrir morð. Glæpavarnastofnun Svíþjóðar hefur greint frá því að kærðum nauðg- unum hafi fjölgað í landinu um 10% á síðasta ári. Afbrotafræðingur stofn- unarinnar segir þó að nauðgunum ut- andyra hafi ekki fjölgað, heldur fækkað. „Fjölgunin skýrist af nauðg- unum innandyra, þegar brotamaður- inn er maki konunnar eða einhver sem hún þekkir.“ Í tölvupósti frá íslenskum þjóð- ernissinna var ég vændur um að hafa gert lítið úr þjáningum kvenna sem hafa orðið fyrir hópnauðgunum. Þess vegna vil ég taka skýrt fram að hóp- nauðganir eru viðbjóðslegar og hafa skelfilegar afleiðingar fyrir fórnar- lömbin, óháð því af hvaða þjóðerni nauðgararnir eru. Hið sama er að segja um nauðganir innan veggja heimilanna, m.a. kynferðisbrot gegn börnum, þegar gerendurnir eru í mörgum tilvikum innfæddir Svíar. Í einu af fjölmörgum bloggum sín- um um glæpi innflytjenda kjamsaði bloggarinn á því að Svíþjóð væri orð- ið „næst versta nauðgunarland heimsins, aðeins Lesotho í Suður Afríku“ væri verra. Hann skírskotaði til frétta sem sumir fjölmiðlar og þjóðernissinnaðir bloggarar hafa gert sér mikinn mat úr. Fréttirnar byggjast á alþjóðlegum saman- burðartölum sem eru mjög hæpnar, svo vægt sé til orða tekið. Samkvæmt þeim eru um 63,5 nauðgunartilvik kærð í Svíþjóð á hverja 100.000 íbúa, 27,3 í Bandaríkjunum og 27,9 í Belg- íu, svo dæmi séu tekin. Afbrotafræðingar segja að ekki sé hægt að nota slíkar tölur til að bera saman fjölda nauðgana, m.a. vegna þess að skilgreiningarnar á nauðg- unum eru mismunandi eftir löndum. Skilgreiningin á því hvað telst nauðg- un er rýmri í Svíþjóð en víða um heim. Kynferðislegt ofbeldi, sem Sví- ar skrá sem nauðgun, telst ekki vera nauðgun í sumum löndum, heldur lík- amsárás. Skilgreiningunni var breytt í Svíþjóð árið 2005. Þar að auki eru tölurnar ekki sam- bærilegar vegna þess að í sumum löndum byggjast þær á fjölda þeirra sem kæra nauðgun en í öðrum á fjölda kærðra nauðgana. Þetta hefur mikla þýðingu í tengslum við heim- ilisofbeldi og getur skipt miklu máli í samanburðinum milli landa. Til að mynda ef kona í Svíþjóð kærir maka sinn fyrir nauðgun á hverju kvöldi í tvær vikur teljast nauðgunartilvikin vera fjórtán. Í öðrum löndum væri kæran skráð sem eitt tilvik. Enn fremur hefur verið bent á að mikil umræða hefur verið um kyn- bundið ofbeldi í Svíþjóð og konur þar eru líklegri til að kæra nauðgun en kynsystur í öðrum löndum þar sem það er álitið skömm fyrir konu ef henni er nauðgað. Rannsóknir á kyn- bundnu ofbeldi í Svíþjóð benda til þess að nauðganir séu álíka tíðar þar og í löndum á borð við Danmörku og Holland. Þjóðernissinnar virða allar þessar ábendingar að vettugi vegna þess að þær samræmast ekki pólitískum rétttrúnaði þeirra. Bloggarinn segir í miðopnugreininni í Morgunblaðinu að það yrði „heimsfrétt“ ef sænsk eiginkona eða stúlka kærði fjórtán nauðganir innan veggja heimilis síns og hann vanmetur þar tíðni slíkra kynferðisbrota í Svíþjóð og fleiri löndum. Þrátt fyrir andúðina á íslam virðist hann einnig ganga út frá því sem vísu að nauðganir séu algengari í Svíþjóð en í löndum á borð við Sádi- Arabíu þar sem flestum fórnarlamba nauðgana dettur ekki einu í sinni í hug að kæra kynferðisofbeldið vegna kvennakúgunar. Það hentar ekki heldur pólitískum markmiðum þjóðernissinna að benda á að manndrápum hefur fækkað í Svíþjóð frá árinu 1990, þrátt fyrir mikla fjölgun innflytjenda í landinu síðan þá, eins og sænska glæpa- varnastofnunin hefur bent á. Hafa skal það sem betur hljómar í póli- tíska rétttrúnaðinum. Þjóðernissinnum er einnig mikið í mun að þagga niður í þeim sem voga sér að benda á að morðtíðnin í Sví- þjóð er lág miðað við mörg önnur lönd. Í Svíþjóð voru framin 1,08 morð á hverja 100.000 íbúa árið 2016 og morðtíðnin var mun meiri í grannrík- inu Finnlandi, eða 1,42 á hverja 100.000 íbúa (skv. upplýsingum frá Eurostat og UNODC, fíkniefna- og glæpamálastofnun Sameinuðu þjóð- anna). Þjóðernissinnum hentar ekki að ræða mikinn fjölda manndrápa í Finnlandi vegna þess að þar eru færri innflytjendur en í Svíþjóð. Í Ungverjalandi, sem þjóðernissinnar dásama þessa dagana, er morðhlut- fallið enn hærra, eða 1,91 á hverja 100.000 íbúa. Varla er það innflytj- endum að kenna? Bloggarinn og þjóðernissinnarnir halda örugglega áfram að ýkja vandamálin í Svíþjóð og japla á gömlu tuggunni um þöggun. Viðbúið er að þeir haldi áfram að staglast á því að fjölgun flóttamanna frá Mið- Austurlöndum á síðustu árum hafi leitt til ógurlegrar hrinu glæpa og orðið til þess að Svíþjóð hafi breyst úr friðsömu samfélagi í land skot- árása, morða, nauðgana og ótta. Og eflaust halda fjölmiðlar áfram að hampa ýkjunum, ef það þjónar póli- tískum rétttrúnaði þeirra. Ýkjur þjóðernissinna og pólitíski rétttrúnaðurinn Eftir Boga Þór Arason » Í einu af fjölmörgum bloggum sínum um glæpi innflytjenda kjamsaði bloggarinn á því að Svíþjóð væri orð- ið „næst versta nauðg- unarland heimsins, að- eins Lesotho“ væri verra. Bogi Þór Arason Höfundur er blaðamaður. Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.