Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 55

Morgunblaðið - 27.09.2018, Page 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 ✝ Kolbrún fædd-ist á Ísafirði 28. desember 1936. Hún andaðist á Landspítalanum 20. september 2018. Kolbrún var dóttir hjónanna Bjarneyjar Þórðar- dóttur, f. 6.3. 1905, d. 3.1. 1970, og Sigurðar Bents- sonar, f. 23.10. 1906, d. 11.9. 1967, en ólst upp hjá hjónunum Jónínu Ósk Guðmundsdóttur og Bjarna Andréssyni. Systkini Kolbrúnar eru Anna Ingibjörg, Hafdís, Þórir Bent, Elsa Rós- borg, Sigurjón og Gunnsteinn, en hann er sá eini sem er eftir- lifandi af þeim systkinum. Kolbrún var gift Ara Auðuni Jónssyni, f. 15.8. 1933, d. 29.11., 1974 en hann lést af slysförum á Guðbjörgu ÍS 46. Börn Kolbrúnar og Ara Auðuns eru Jón Valur, f. 31.7. 1956, Auður Ósk, f. 20.3. 1962, d. 2.7. 2017, Sigríður Kol- brún, f. 29.3. 1966, Bjarni Andrés, f. 13.7. 1971, og Arna Hrönn, f. 2.6. 1975. Kolbrún eignaðist einnig Bryndísi Rut, f. 17.6. 1964. Kolbrún ólst upp á Ísafirði til 12 ára aldurs og flutti svo með fósturfjölskyldu sinni í Laugarneshverfi í Reykjavík en flutti síðar með eiginmanni sínum og börnum til Ísafjarðar. Ömmubörn Kol- brúnar voru 16 og langömmu- börn fimm. Kolbrún Gerður verður jarð- sungin frá Laugarneskirkju í dag, 27. september 2018, klukkan 15. Elsku mamma mín. Á þessari stundu lít ég yfir æviskeið okkar saman í þessu lífi og rifja upp góðu stundirnar sem við áttum saman. Þakklæti er efst í huga mínum, að hafa gefið mér líf, stutt við mig og reynt að skilja mig. Ég veit að lífið þitt gaf þér endalaus verkefni að leysa og þú upplifðir sorg of oft um ævina þína. Þú hélst áfram, ólst upp börnin þín, barnabörn og kennd- ir okkur muninn á réttu og röngu og fyrir það er ég þakk- lát. Þú stóðst uppi sem sigur- vegari og stolt en ég veit að þú saknaðir alltaf pabba og talaðir við hann í huga þínum. Þú barst harm þinn í brjósti alla tíð sem var erfitt fyrir okkur að horfa á. Nú ertu komin til pabba, Elsu Kristínar og Auðar og þau taka þig í faðm sinn. Takk fyrir lífið og samfylgdina, elsku mamma. Minning um þig mun lifa í hjört- um okkar barnanna. Kærleikskveðja, Arna Hrönn Aradóttir. Tengdamamma hefur kvatt okkur. Ef allt er eins og ég hef ímyndað mér er hún komin í faðm Ara síns sem hún hefur saknað sárt í mörg ár. Hún er líka alveg örugglega búin að hitta Elsu Kristínu sína og fær loksins að njóta hennar eftir langan aðskilnað. Síðustu ár hafa verið Kollu erfið. Hún var mikið veik og átti fleiri stundir inni á spítala en heima hjá sér. Kolla var sterkur persónuleiki sem lét engan segja sér fyrir verkum og fékk hún nú oftast sitt fram. Kolla átti að mörgu leyti erf- iða ævi, hún missti manninn sinn ung í sjóslysi og þá ólétt að sínu yngsta barni. Síðar átti hún eftir að missa barnabarn sitt úr krabbameini og sorgin hefur verið mikil, mér fannst hún allt- af bera þess merki að hafa mikla sorg í hjarta sínu. En hún var börnunum mínum góð amma og ég þakka henni fyrir það. Hún var ávallt boðin og búin að passa fyrir okkur Bjarna á meðan hún hafði heilsu til. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að Soffía Ísabella yngsta dóttir okkar hafi fengið að hafa ömmu sína svona stutt hjá sér, nú verða það bara sögur og myndir sem hún þarf að alast upp við til að fá mynd af henni. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prests- hólum) Takk fyrir allt, elsku Kolla, við sjáumst seinna. Þín tengdadóttir Silja. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson) Elsku amma, þá ertu farin, farin héðan frá okkur og yfir á annan stað og tilverustig. Fyrir ungan mann sem rétt er að ljúka sínum fyrsta þriðj- ungi á æviskeiði sínu er ómögu- legt að setja sig í þau spor að þurfa að kveðja lífið hérna. Veikindi þín voru farin að taka yfir, svo höfðu þau betur fyrir rest en þú varst búin að berjast vel og lengi. Líf þitt hefur nú ekki verið neinn dans á rósum, mörg hafa áföllin verið en flest dundu þau yfir áður en ég kom til sög- unnar. Á mínum fyrstu árum bjugg- um við mamma hjá þér í Mel- bænum. Þaðan á ég margar minningar þótt ungur hafi verið. Þar lærði ég t.d að hjóla, eign- aðist mína fyrstu bílabraut, og rauði bletturinn var í hvíta tepp- inu eftir melónuna sem ég reyndi að burðast með, Bósi var ágætis félagi þó svo að hann hafi bara verið hundur. Við mamma fluttum svo í Breiðholtið, í Írabakka, og þú komst svo nokkrum árum seinna þangað, í Hjaltabakkann. Í Bakkana þar sem þið afi voruð ein af frumbyggjum Breiðholts- ins á sjöunda áratugnum. Þar voru árin góð og var ég mikið hjá þér þar. Daglega kom ég til þín eftir skóla og oft gisti ég hjá þér. Það held ég að séu fáir sem tala eins mikið í svefni og þú. Oft hrókasamræður sem þú gast verið í í svefni. Dugleg varstu að baka tertu með gafflamynstri, þú eignaðist svo rauðan Skóda með vöðva- stýri. Á þessum kagga varstu dugleg að þeytast um og vílaðir það ekki fyrir þér að skjótast vestur. Svo leið nú að unglingsárum mínum og var ég þá minna hjá þér en alltaf var gott samband okkar á milli. Ég fór svo að stunda sjómennsku og var þá aðallega spjallað í síma og svo kom ég til þín eins og ég gat þegar ég var í landi. Í okkar spjalli um gömlu tímana kom alltaf fram hvað þú hafðir gam- an af því að dansa og unglings- árin voru þér kær, þar áttir þú góðan tíma í Laugarneshverfinu þar sem útför þín fer fram í dag. Amma mín, ég sit hérna og er að skrifa þessi orð og hlusta á gömlu lögin; Fats Domino, Elv- is, Ragga Bjarna o.fl. Við kveðj- um þig í dag, þínar jarðnesku leifar en þú verður ávallt mér í huga. Elsku amma, góða ferð og þú skilar kveðju. Ingimar Finnbjörnsson. Kolbrún Gerður Sigurðardóttir ✝ Louise KristínTheodórsdóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1934. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands á Siglufirði 15. september 2018. Louise Kristín var dóttir hjónanna Lauf- eyjar Þorgeirs- dóttur, f. 14.8. 1914, d. 29.7. 2009, og Theodórs Guðmunds- sonar, f. 8.8. 1912, d. 21.12. 1981. Systkini hennar eru Hlíf, f. 31.7. 1937, Þorgeir, f. 23.5. 1940, og Guðmundur Ægir, f. 20.2. 1952. Lúlú, eins og hún var kölluð, ólst upp í Reykjavík. Á yngri ár- um starfaði hún við verslunar- störf. Lúlú giftist Ragnari Má Hans- syni rafvirkjameistara, f. 12.6. 1954, d. 18.10. 2003. Foreldrar hans voru Jóhanna Frederiksen Þórðarson húsfreyja, f. 24.2. 1901, d. 1.6. 1993, og Hans Ragnar Þórðarson stór- kaupmaður, f. 19.11. 1901, d. 18.7. 1974. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Hlín Ragnarsdóttir hárgreiðslu- meistari, f. 26. október 1954. M. Karl Eskil Pálsson. Þau eiga samtals fjögur börn. 2) Hans Ragnar Ragnarsson vélvirki, f. 14. desember 1957. K. Kristín Pálsdóttir. Þau eiga þrjú börn. 3) Laufey Theodóra Ragnarsdóttir, f. 26. júní1961. Hún á dóttur. 4) Særún Hrund Ragnars- dóttir leikskóla- kennari, f. 15. mars 1966. M. Ingi Geir Sveinsson. Þau eiga þrjú börn. Ættboginn er langur. Barnabörn- in eru samtals 11, barnabarnabörnin eru samtals 20 og barnabarnabarnabörnin eru orðin fimm talsins. Tónninn var snemma sleginn hjá Lúlú og var tónlist í háveg- um höfð á æskuheimilinu. Pía- nóið varð fyrir valinu í tónlistar- náminu og meðal kennara hennar var Victor Urbancic. Lúlú og Ragnar Már hófu bú- skap í höfuðborginni, sama ár fæddist fyrsta barnið. Fjöl- skyldan fluttist til Víkur í Mýr- dal og bjó þar á árunum 1960 til 1964 er fjölskyldan flutti aftur til höfuðborgarinnar. 1973 var stefnan sett á Siglufjörð. Lúlú hóf að kenna tónmennt við grunnskólann og við Tón- skóla Siglufjarðar kenndi hún á blokkflautu og píanó, þar sem hún kenndi allan sinn starfs- aldur. Lúlú hafði yndi af prjóna- skap og útsaumi. Útför Louise Kristínar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 27. september 2018, klukkan 14. Í dag kveð ég móður mína sem hefur í gegnum tíðina verið mín stoð og stytta. Ávallt tilbúin að aðstoða eins og hún gat. Ég kveð móður mína með ljóði eftir Steingrím Thorsteinsson. Svanfleyga sál! Svifin til himins þú stundarheim yfir sólhrein með englum í ljósvaka lifir, nær lít eg þig, elskaða, burtfarna sál? Seg, hvar þú skín; Hve þögul er nóttin með þúshundruð loga, þín leitar sjón mín um stjarnanna boga, hvar má eg finna þig, heilaga vera? hvenær fæ eg vængina, sem að mig bera til þín? Þín dóttir, Hanna Hlín. Það er farið að húma að hausti og trén fella laufin. Daginn er tekið að stytta nokkuð hressilega og skammdegið bankar á dyrnar. Náttúran tekur á sig aðra mynd, gróðurinn leggst í dvala og far- fuglarnir undirbúa langt ferða- lag. Sumarið hérna fyrir norðan var gott og minningarnar einar eftir. Þetta er einfaldlega lífsins gangur. Tengdamóðir mín til nærri fjögurra áratuga, Louise Kristín Theodórsdóttir, Lúlú, unni vor- inu. Á vorin kviknar einmitt líf í kringum mann. Grasið grænk- ar, lauf trjánna blómgast, ná- grannar fara á stjá, börn kæt- ast og leika sér úti. Á vissan hátt minnir vorið á vonina og jákvæðnina, sem svo mikilvægt er að bera í brjósti sér. Hjá okkur hjónunum var fast- ur liður að fara til Lúlúar á vor- in og undirbúa komu sumarsins. Koma sumarhúsgögnunum fyrir á pallinum, setja blóm í pottana og dytta að ýmsu utandyra. Á þessum stundum fann maður hversu vel Lúlú kunni að meta árstíðarskiptin. Hún kunni líka vel að meta haustið, þá hófst skólinn og tónlistarkennslan. Segja má að tónninn hafi snemma verið sleginn hjá Lúlú, tónlistargyðjan gerði fljótt vart við sig, enda var tónlist í háveg- um höfð á æskuheimilinu í Reykjavík og sömuleiðis á Siglu- firði. Píanóið varð fyrir valinu í tón- listarnáminu og kennari hennar var meðal annars Victor Urban- cic. Með komu hans til landsins á sínum tíma urðu miklar fram- farir í tónlistarlífi höfuðborgar- innar og landsins alls og því er ekki ólíklegt að Urbancic hafi haft djúp áhrif á sína nemendur. Á þessum árum hvarflaði sjálf- sagt ekki að unga píanónemand- anum að tónlistarkennsla ætti eftir að verða hennar ævistarf í kaupstaðnum norður í landi, Siglufirði, sem þekktur er fyrir svo öflugt og líflegt tónlistar- starf. Sá sem kennir tónlist í ára- tugi, hlýtur að hafa stuðlað að því að stór hópur hefur lært að njóta tónlistar og leika á hljóð- færi. Lúlú er í þeim hópi þeirra kennara. Á margan hátt stend- ur Siglufjörður í þakkarskuld við slíkan kennara. Ættingjar og vinir kveðja í dag Louise Kristínu, sem skilað hefur góðu dagsverki. Góðar og hlýjar minningar um hana lifa og munu gera um ókomin ár. Hún hefur sig nú til flugs með farfuglunum. Í mínum huga er vorið að renna upp á nýjum áfangastað kærrar tengdamóður. Ingveldur Einarsdóttir samdi fallegt ljóð um vorið, sem minnir okkur á vonina og jákvæðnina. Kæra vornótt, vertu hjá mér, vef þú mig í faðmi þínum, hverf þú síðan aldrei, aldrei, aftur burt úr huga mínum. Karl Eskil Pálsson. Louise Kristín Theodórsdóttir ✝ Áslaug FjólaGuðmunds- dóttir, bóndi frá Ingólfshvoli í Ölf- usi, fæddist á Nesjavöllum í Grafningi 25. febr- úar 1926. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 23. júlí 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Sæmundsdóttir, f. 1904, og Guðmundur Jóhannesson, f. 1897, lengst bændur í Króki í Grafningi. Þau eru bæði látin. Áslaug Fjóla ólst upp í Króki ásamt systkinum sín- um. Þau eru Egill, f. 1921 (látinn), Guðrún Mjöll, f. 1923 (látin), Jóhannes Þórólfur, f. 1931, Sæunn Gunnþórunn, f. 1933, Jóhanna, f. 1936, Elfa Sonja, f. 1944, Erlingur Þór, f. 1947. Ása, eins og hún var ávallt kölluð, gekk í Flensborgar- skóla sem unglingur. Hún kynntist manni sínum, Kjart- ani Hannessyni frá Stóra- Hálsi í Grafningi, þegar hann kom sem kaupamaður að Króki. Þau voru kornung þegar þau byrjuðu búskap. Lengst af bjuggu þau á Ing- ólfshvoli í Ölfusi. Áður bjuggu þau í Hvassahrauni og Hveragerði. Þau hjónin bjuggu stóru og góðu búi á Ingólfshvoli. Saman eignuðust þau sex börn. Þau eru: Hrafn- hildur Bláey, Njáll Hannes, Úlfar Grettir (d. 1965), Hrefna Sóley, drengur, f. 1952, d. sama ár, og Smári Kjartan. Afkomendur Ásu og Kjartans eru 50. Eftir að Kjartan dó flutti Ása til Reykjavíkur, þar kynntist hún sambýlismanni sínum, Pétri Geirssyni, f. 1916, hann lést af slysförum árið 1995. Útför hennar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 2. ágúst 2018. Ása virtist ekki allra við fyrstu kynni, en var viðræðu- góð og skemmtileg eftir að við- ræður voru hafnar. Henni gekk mjög vel í skóla enda ágætlega greind og var hún ákveðin í að ganga menntaveginn. Hún hafði sérlega gaman af allri handavinnu sem lék í höndum hennar eins og margt sem hún tók sér fyrir hendur. Fyrir löngu hitti ég konu á svipuðum aldri og Ása, eitthvað barst í tal fólkið í Króki. Konan sagði mér að hún hefði verið í Flensborgarskóla á sama tíma og Ása og að hún hefði verið mjög góður námsmaður og ver- ið með hæstu einkunn þann vetur sem hún var með henni í skólanum. Ása ætlaði sér að verða kennari og hafði aðeins byrjað að kenna sem farkennari. En örlagadísirnar réðu ferð eins og oft vill verða og Ása varð bóndi ásamt eiginmanni sínum Kjart- ani. Lífið hennar Ásu var ekki alltaf dans á rósum, oft var erf- itt að láta alla hluti ganga upp fyrstu árin. Þau hjónin voru harðduglegt fólk og bjuggu stóru og góðu búi á Ingólfs- hvoli. Hún varð oft ein að sinna heimili, börnum ásamt bú- skapnum, þar sem Kjartan vann við önnur störf að heiman frá morgni til kvölds. En hún hafði þann einstaka eiginleika að gera gott úr hlutunum með sínu jafnaðargeði og alltaf var stutt í brosið. Hún hafði mjög gaman af því að dansa eins og fleiri af fólk- inu frá Króki. Á seinni árum lærði hún að spila á orgel og var Pétur sambýlismaður henn- ar, hennar helsti hvatamaður og kenndi henni að spila. Dansa, spila, syngja og njóta, það var þeirra líf yndi. Hún fór margar ferðirnar til Kanaríeyja, einkanlega til að heimsækja eldri dótturina Hrafnhildi og fjölskyldu hennar sem þar býr. Naut hún þess að vera hjá þeim löngum stundum. Ása dvaldi síðustu árin á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Við feðgin biðjum Áslaugu blessunar og vottum venslafólki hennar virðingar. Farðu í Guðs friði. Friðrik Hermannsson og Kolbrún Friðriksdóttir. Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARNHILDAR HELGU LÁRUSDÓTTUR. Ragnheiður M. Guðmundsd. Ragnar Ágúst Edvaldsson Bjarnhildur Helga Ragnarsd. Magnús Finnbogason Þórunn Magnea Ragnarsd. Eðvald Ágúst Ragnarsson Jóhanna Dís Magnúsdóttir Magnús Ingi Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.