Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Um miðjan september kom út sjö- unda ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur og nefnist smáa letrið. Síðustu bók Lindu, Frelsi, var vel tekið og hlaut hún meðal annars pólsk verðlaun sem evrópskt frelsis- skáld og var tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Frelsi snerist um það hvernig hugtakinu „frelsi“ hefur vegnað í meðförum okkar, hvernig það er orðið að versl- unarvöru og hefur snúist upp í and- stöðu sína, eins og Linda lýsti því í viðtali, „allir eru að heimta frelsi til að fara sínu fram hvað sem öðrum viðkemur, en frelsi hlýtur að vera að mega gera sitt án þess að meiða aðra“. Frelsi var hápólitísk ljóðabók í bland við persónulegri hugleiðingar, en smáa letrið er persónulegri bók, Linda er að horfa inn á við, eða því held ég í það minnsta fram við hana, og hún tekur þeirri tilgátu ekki illa: „Ég er vissulega að horfa inn á við, en horfi líka út. Upplagið er samt persónulegra.“ Kvennapólitískir byltingarsöngvar Að þessu sögðu eru mörg ljóðin í smáa letrinu líka pólitísk, mætti jafn- vel kalla kvennapólitíska byltingar- söngva eða svo gott sem. Linda lýsir tilurð þeirra ljóða, sem skipta fyrri- part bókarinnar, þannig að daginn sem Donald Trump var settur inn í embætti sem forseti Bandaríkjanna hafi hún fylgst af áhuga með kvenna- göngunni miklu þar vestan hafs og hlustað á allar þær frábæru konur sem stigu þar á stokk. „Um þær mundir var ég annars vegar að vinna í smásögum eða sagnaþáttum, tengdum æsku- og unglingaminningum, og hins vegar í drögum að kvikmyndahandriti um þrjár kynslóðir kvenna með frænku minni, sem er kvikmyndaleikstjóri. Allt snerist þetta um konur. Síðan las ég yfir handrit að Biðröðinni framundan eftir Margréti Lóu Jóns- dóttur um vorið, skemmtilegri bók og líflegri, og datt í hug að kominn væri tími til að ryðja út úr mér ein- hverju sem mér þætti gaman að skrifa, enda hafði ég ekki leyft mér það mjög lengi. Ég hugsaði: Ég byrja núna og ef ég er að skrifa eitthvað sem mér finnst bara skemmtilegt þá verður bókin tilbúin á einum mánuði eða tveimur, ég hef svo mikið að segja. Ég skrifaði strax á Forlagið þegar ég var búin að yrkja tvö ljóð: Ég er eiginlega tilbúin með ljóðabók, hún á að heita „Konan í feðraveldinu“ og hún á að vera með hjarta og hún á að vera bleik,“ segir Linda og skellir upp úr að minningunni. „Ég lagði upp með þetta en svo breyttist kons- eptið aðeins. Samt ekki mikið, því mjög fljótlega fóru að koma þessi ljóð í þriðja kaflanum, ég held að það sé þriðja ljóðið sem ég skrifaði fyrir bókina, ljóð um hina valinkunnu og síðan ljóðið um uppreist æru, því þeirri umræðu var haldið á lofti sum- arið 2017 af höfum hátt-hreyfing- unni. Um haustið kom svo #metoo.“ Kafað í feðraveldið „Mér finnst ég hafa alltaf verið að leita að mínum farvegi í jafnréttis- baráttunni en samt ekki litið á mig sem femínista fyrr en síðustu tvö ár- in. Ég hafði hvorki farið nógu vel í gegnum eigin ævi né kafað nógu djúpt í feðraveldið til að staðsetja mig þar. Ég var búin að sjá glerþakið fyrir löngu og búin að rekast á alla þá veggi sem konur rekast á, en það var samt ekki fyrr en ég las stóru úttekt- ina um Harvey Weinstein sem ég áttaði mig á allri þeirri kynferðislegu áreitni sem ég lenti í. Það sem sýndi mér mest voru viðtölin við konurnar sem sluppu með skrekkinn, var ekki nauðgað en lentu kannski í káfi eða afkróun og því að verða sí og æ fyrir munnlegri áreitni.“ – Í þinni kynslóð, sem er reyndar mín kynslóð líka, þá var þetta ekki flokkað sem áreitni. „Nei, þetta var bara eitthvað sem maður lenti í og varð að sætta sig við. Það skipti mig miklu máli að uppgötva að mér leið oft illa í vinnunni og var alltaf á varðbergi út- af þessu. Ég var sjúkraliði og byrj- aði að vinna inni á spítölunum átján ára og fór svo seinna í heima- hjúkrun. Við vorum alltaf að baða fólk og þvo því að neðan, alltaf að fást við fólk á þessum viðkvæmu nót- um og sumir karlar kusu að misskilja þetta og gengu oft ansi langt í ein- hvers konar áreitni. Aðrir hafa kannski verið feimnir og ætlað að redda sér með klámkjafti og enn aðr- ir gamlir og ruglaðir og markeraðir af tíðarandanum. Það þýðir samt ekki að konur í umönnunarstörfum eigi að sætta sig við svona lagað. En á þessum árum var ekkert gert í þessu þótt um það væri talað og ég, alla vega, hafði það á tilfinningunni að best væri að sleppa því, annars væri eins og maður ætlaðist til að einhver önnur lenti í þessum dóna- körlum.“ Ort um formæður – Í fjórða hluta bókarinnar yrkir þú um formæður þínar. „Hugmyndin að honum varð til mjög fljótlega og kannski stefndi ég alltaf að þeim kafla. Mamma mín dó í ársbyrjun 2009 og ég lét bókina koma út á afmælis- deginum hennar, 15. september, en þá hefði hún orðið áttræð. Haustið áður en hún dó sagði hún mér að hún hefði ekki verið alveg sátt við Lyga- sögu [sem kom út 2003]. Ég vissi það að hún hefði ekki verið sátt, en á þeim tíma varð ég að skrifa bókina eins og hún var. Það er ekkert í henni sem ég myndi draga til baka, en ég Ég er að skoða aðra hluti  Í ljóðabókinni smáa letrinu yrkir Linda Vilhjálmsdóttir um æsku sína og formæður en þar má einnig finna kvennapólitíska byltingarsöngva Átökin í austurhluta Úkra-ínu hafa nú mallað í rúmfjögur ár, ef nota má svoóvirðulegt orðalag. Þá tóku aðskilnaðarsinnar stjórnar- byggingar á sitt vald í Kharkiv, Donetsk og Luhansk og hafa síðan haldið þeim hluta landsins, sem kall- ast Donbass á sínu valdi. Hvorki gengur né rekur og læðist að sá grunur að það gæti jafnvel stafað af því að þeir sem kljást telji jafnvel að þeir hafi mestan hag af óbreyttri stöðu. Kvikmyndin Donbass eftir úkra- ínska kvikmyndagerðarmanninn Sergei Loznitsa gerist að langmestu leyti á hernámssvæðunum í Don- bass. Loznitsa segir ekki eina sögu heldur margar í myndinni. Persón- um bregður fyrir ítrekað, ýmist í að- alhlutverki eða bakgrunni. Það er ekkert göfugt við þetta stríð þar sem bullur hafa yfirtekið stofnanir samfélagsins og lukku- riddarar og lyddur, ribbaldar og rummungar, fantar og fól, tækifær- issinnar og tildurhanar ýmist freista gæfunnar eða fá útrás fyrir sínar verstu hvatir og engin meðul það óvönduð að ekki megi beita þeim. Myndin er stundum sorgleg, oft fyndin, en oftast grátbrosleg. Út á við kunna menn að hafa stór orð um sjálfsákvörðunarrétt og sjálfstæði, en í hversdagslífinu blasir við stjórnarform, sem helst mætti kalla bulluveldi. Atriðin í myndinni eru missterk, en nokkrar senur eru mergjaðar. Í óborganlegu atriði kemur maður einn til lögreglunnar vegna þess að hann hefur fengið tilkynningu um að horfinn bíll hans sé fundinn. Bolabrögð í bulluveldi Riff – Bíó Paradís. Donbass bbbbn Leikstjóri: Sergei Loznitsa. Leikarar: Va- leriu Andriutã, Natalya Buzko, Evgeny Chistyakov, Georgiy Deliev, Vadim Du- bovskhy, Konstantin Itunin, Boris Kam- orzin, Sergey Kolesov, Svetlana Kole- sova, Thorsten Merten, Irina Plesnya- yeva, Sergey Russkin, Oleksandr Techynskyi og Alexander Zamuraev. Tungumál: Rússneska, úkraínska. Þýskaland, Úkraína, Frakkland, Holland og Rúmenía. 110 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Langar þig í ný gleraugu Velkomin til okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.