Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 LJÓSADÖGUM LÝKUR Á SUNNUDAG AF ÖLLUM LJÓSUM 30% AF PERUM OG KERTUM 30-50% Leikkonan Kristín Þóra Haralds- dóttir hlaut um síðustu helgi verð- laun á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Lissabon í Portúgal fyrir bestan leik leikkonu í aðalhlutverki, fyrir leik sinn í kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega. Hátíðin er helguð kvikmyndum sem fjalla með einum eða öðrum hætti um samkynhneigða. Kristín Þóra verðlaun- uð á Queer Lisboa FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 270. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad-áskrift 6.173 kr. „Það eru sérfræðingar hjá Val sem hjálpa manni að verða betri leik- maður. Maður kemur því fullur sjálfstrausts inn í landsliðið,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson sem nýtur sín vel eftir vistaskiptin til Vals í sumar. Lovísa og stöllur í landsliðinu mæta einu besta lands- liði heims í kvöld þegar Svíþjóð mætir í Hafnarfjörð. »1 Full sjálfstrausts gegn einu besta liði heims ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Unnur Sara Eldjárn kemur fram ásamt píanóleikaranum Birgi Þór- issyni í Petersen-svítunni í Gamla bíói í kvöld kl. 21 og munu þau flytja saman lög af nýútkominni plötu Unnar, Unnur Sara syngur Gainsbourg, og aðra franska kaffi- húsatónlist. Á plötunni eru 13 lög eftir franska tónlistarmanninn Serge Gainsbourg. Ellefu eru sungin á frönsku en tvö eru í nýjum ís- lenskum þýð- ingum eftir Sig- urð Pálsson og Þórarin Eldjárn. Unnur syngur Gains- bourg í Petersen Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skrifstofa vinnuvélaleigufyrirtækis- ins Hegra hf. í Borgartúni lítur nán- ast eins út og hún gerði í fyrirtækinu Koli & salti fyrir um hundrað árum. „Hérna stígið þið inn í fortíðina,“ seg- ir Jón Ásgeirsson, eigandi fyrirtækis- ins, þegar hann opnar fyrir okkur inn í dýrðina. Í litla rýminu blasa við um 100 ára gömul skrifstofuhúsgögn, stór pen- ingaskápur og forláta ritvél. „Ég nota hana þessa ennþá til þess að skrifa út reikninga,“ segir Jón, en til þess var tekið að Ásgeir Jónsson, faðir hans, sem var einn eigenda Kols & salts og síðar Hegra, tileinkaði sér ekki nýj- ungar eins og tölvur, og handskrifaði allt bókhald í þar til gerðar dálka- dagbækur með járnkili. „Frá þessum hörðu bókum er enska heitið Hard Cover komið,“ útskýrir Jón. „Þessi vél var alltaf notuð við launaútreikninginn,“ heldur hann áfram og bendir á forláta vél á aldar- gömlu skrifborðinu. „Menn skiluðu launaskýrslu vikulega og borgað var út í peningum upp úr hádegi á hverj- um föstudegi.“ Því til staðfestingar opnar hann skjalaskáp og tekur út lít- ið brúnt umslag. „Peningarnir voru settir í svona umslög,“ segir hann. Snýr sér í þeim orðum töluðum að þunga skápnum, bankar í hann og segir: „Í sjálfu sér er þetta ekki pen- ingaskápur heldur eldvarnaskápur.“ Sitt lítið af hverju Á skrifstofunni kennir ýmissa grasa. Þar er til dæmis kassi með myndaplötum. „Svakalega er þetta flott,“ verður ljósmyndaranum Ragn- ari Axelssyni, Raxa, að orði. „Ég þori ekki einu sinni að halda á þessu.“ Jón segir að talið sé að Magnús Ólafsson hafi tekið myndirnar fyrir Jón Ófeigsson, föður Ásgeirs og afa Jóns. „Hann var þýskukennari og orða- bókahöfundur og fór í landkynning- arferð til Þýskalands og sýndi Þjóð- verjum myndirnar.“ Jón er af gamla skólanum, en fjár- festi samt í tölvu ekki alls fyrir löngu, meðal annars til þess að geta skoðað kvikmyndir sem faðir hans tók. Þar má nefna mynd frá öræfaferð Minnsta ferðafélagsins á herjeppum í september 1948 og aðra frá björg- unarleiðangrinum vegna Geysisslyss- ins 1950. „Ég geymi þessar myndir hérna og horfi stundum á þær en aðr- ir hafa ekki sýnt þeim mikinn áhuga,“ segir Jón. Því á Raxi bágt með að trúa. „Þetta eru gersemar,“ segir hann, en Jón kærir sig kollóttan. Á veggjum skera þrjú málverk sig úr. Á einum vegg er mynd af Ásgeiri Jónssyni og á veggnum á móti eru myndir af Sigurjóni Jónssyni og Jóni Ófeigssyni. „Sigurjón var „mentor“ pabba,“ útskýrir Jón. „Þegar pabbi byrjaði í rekstri leitaði hann til hans. Þeirra kynni voru náin og vinskapur þeirra varði alla tíð.“ Sigurjón tengd- ist Koli & salti annars ekkert. „Mynd- in af afa er hérna bara vegna þess að hann var afi minn,“ segir Jón. Morgunblaðið/RAX Skrifstofan Jón Ásgeirsson kann vel við sig innan um gamla hluti, ekki síst ef hafa má af þeim gagn. Svarthvíta fortíðin  Rótgróin skrifstofa er nær eins og fyrir um hundrað árum MKolakraninn … »30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.