Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 6
Náttúrufræðingurinn 6 sem heillar ferðamenn sérstaklega er fegurð hennar og óbyggðir, auk þess sem hún er óröskuð, að þeirra mati.32 Í ljósi þess að landslag er mjög opið víða hér á landi, ekki síst á hálendinu,33 má búast við að raf- línur hafi töluverð áhrif á upplifun fólks sem þar fer um. Í ljósi vax- andi mikilvægis ferðaþjónustunnar og aukinnar þarfar fyrir að styrkja raforkuflutningskerfið með frekari uppbyggingu raflína er brýnt að vita hvert viðhorf ferðamanna er til raflína í náttúrunni. Í þessari grein er unnið úr niður- stöðum þeirra kannana sem voru gerðar fyrir faghóp 2 í þriðja áfanga rammaáætlunar (Áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða). Niðurstöður þeirra hafa nú þegar verið birtar í rannsóknar skýrslum, einni fyrir hvert þeirra svæða sem til skoðunar voru34–40 og einni þar sem allar niðurstöður eru teknar saman,41 og leiddu þær í ljós að raflínur eru þau virkjanamannvirki sem ferðamönnum þykja óæskileg- ust. Hér er kafað dýpra í niðurstöð- urnar en unnt var í fyrri greinum og svör ferðamannanna sem þar voru spurðir greind ýtarlegar. Rannsóknarspurningar sem leit- að er svara við eru þessar: 1. Draga raflínur úr áhuga ferða- manna á að ferðast um viðkom- andi svæði? 2. Mega raflínur vera á svæðum án þess að ferðamenn hætti að upplifa þau sem víðerni? 3. Hvert er viðhorf ferðamanna til raflína og er munur á því eftir því hvort þær eru á láglendi eða hálendi? 4. Hversu æskilegar eða óæski- legar þykja ferðamönnum raf- línur á þeim svæðum sem þeir ferðast um? 5. Hvaða hópar eru viðkvæmastir fyrir raflínum í náttúru Íslands? Til þess að styrkja samkeppn- ishæfni Íslands sem áfangastaðar ferðamanna er mikilvægt að vita viðhorf hinna mismunandi hópa og átta sig á hvort einhverjir hópar séu viðkvæmari fyrir raflínum í náttúru landsins en aðrir. Gögn og aðferðir Rannsóknin er megindleg og byggist á pósitífískri rannsóknarnálgun42 þar sem gagna var aflað með spurn- ingakönnun. Könnunin var lögð fyrir ferðamenn á sjö stöðum, þ.e. við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti, 2. mynd. Gagnasöfnunarstaðir og hluti þeirra virkjunarkosta sem fjallað var um í 3. áfanga rammaáætlunar. – Sites of data collection and some of the proposed power plants evaluated in the 3rd phase of the Master plan for Nature Protection and Energy Utilization.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.