Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 18
Náttúrufræðingurinn
18
flated negative binomial regression)
var notuð til þess að meta og bera
saman meðalfjölda ískóðs á stöð eft-
ir árum, en þar er sérstaklega tekið
tillit til hins mikla fjölda núll-stöðva
í gögnunum.28 Ennfremur var kann-
að hlutfall stöðva með ískóði og
meðalfjöldi ískóðs á stöð með tilliti
til botnhita. Loks voru gögn um
fjölda á stöð notuð til að meta líkur
á að veiða ískóð sem fall af botnhita
og sem fall af dýpi.
Greind voru gögn úr seiðaleið-
öngrum Hafrannsóknastofnunar
umhverfis Ísland og um íslausan
hluta austur-grænlenska land-
grunnsins, milli u.þ.b. 65–68º N, í
ágúst-september á árunum 1974–
2003, og með því aflað upplýsinga
um útbreiðslu, fjölda og lengd
ískóðs í yfirborðslögum sjávar.
Yfirleitt var fylgt föstum leiðarlínum
(4. mynd) en staðsetning og fjöldi
togstöðva voru breytileg milli ára.
Fæstar voru stöðvarnar 55, árið 1974,
en flestar 347, árið 1997; að með-
altali 217. Stöðvataka var stöðluð
þannig að tekið var tveggja sjómílna
tog á um 20–50 m dýpi með flot-
vörpu sem hafði 18 × 18 m opnun
og 0,5 × 0,5 cm möskva í poka.19
Sama veiðarfæri var notað allan
rannsóknartímann.
Botnhiti á togstöðvum í stofn-
mælingu var mældur með síritandi
hitamæli sem festur var á höfuðlínu
vörpunnar. Gildi fyrir einstök ár
voru fengin með því að reikna
meðal tal af hitamælingum á öllum
stöðvum á meginútbreiðslusvæði
ískóðs (3. mynd). Hitamælingar sem
birtar eru í tengslum við umfjöll-
un um niðurstöður seiðaleiðangra
byggjast á sískráningu frá hitanema
við inntak á sjó til kælingar á vélbún-
aði rannsóknarskips (á 6 m dýpi).
NIÐURSTÖÐUR
Stofnmælingarleiðangrar
Samtals fengust 2.376 ískóð í 823
(5%) af þeim 16.339 togum sem
tekin voru með botnvörpu á 29 ára
rannsóknartímabili. Af heildarfjölda
ískóðs veiddust 2.263 (95,2%) á
meginútbreiðslusvæðinu (3. mynd).
Mest fengust á einni stöð 83 fiskar,
á 342 m dýpi á landgrunninu norð-
austur af landinu árið 1995. Á
flestum stöðvum (72,8%) þar sem
ískóð veiddist á annað borð fengust
aðeins 1–2 fiskar.
Ískóð var algengast í botnvörpu
á ytri hluta landgrunnsins fyrir
norðvestan og norðan, á um 67º N
og 17–24º V. Undan Vestfjörðum
fékkst ískóð sjaldan vestan 24º V.
Þau ár sem útbreiðslan var hvað
víðáttumest (s.s. 1989, 1994, 1995)
teygði hún sig lengra austur á bóg-
inn og nær norður- og norðaust-
urströndinni, og í einstaka árum
(1994, 1995) suður á 65° N undan
Austfjörðum (3. mynd).
Þegar athugaðar eru langtíma-
breytingar á hlutfalli stöðva þar
sem ískóð fékkst koma í ljós fjög-
ur hámörk (1989–1990, 1994–1995,
2002–2003 og 2007–2009) sem gefa
til kynna víðáttumestu útbreiðsl-
una (5. mynd). Aðhvarfsgreining
hlutfalla sýnir að á ofangreindum
árum voru hlutföllin marktækt
hærri en heildarmeðaltalið (p<0,05).
Í langtímabreytingum á meðalfjölda
ískóðs á stöð sjást svipaðar sveiflur
4. mynd. Togstöðvar í seiðaleiðangri á hafsvæðinu umhverfis Ísland og við Austur-Grænland í ágúst-september 1986 og útbreiðsla ískóðs
á árunum 1974–2003. Nákvæm staðsetning stöðva var breytileg milli ára en árið 1986 er hér sýnt til að gefa til kynna dæmigerða yfirferð
þegar bæði var farið um hafsvæðið við Ísland og Austur-Grænland (ekki var farið um grænlenska hafsvæðið árin 1974, 1975 og 1997–2003.
Litaðir punktar sýna fjölda ískóðs á stöð og mjóar svartar línur eru jafndýptarlínur á 500 og 1000 m. – Stations sampled during the pelagic
0-group survey of Icelandic-East Greenland waters in August-September 1986 and distribution of polar cod during 1974–2003. Station
locations varied among years while the year 1986 is here shown as a representative year when both Icelandic and East Greenland waters
were surveyed (East Greenland waters were not surveyed in 1974, 1975 and 1997–2003). The coloured points show number of polar cod
caught per station and thin lines show depth contours at 500 and 1000 m.