Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 28
Náttúrufræðingurinn 28 um 2 metra, með tilheyrandi sprungu hreyfingum.31 Sömuleiðis urðu miklar sprunguhreyfingar í Gjástykki, í Bjarnarflagi og innan Kröfluöskjunnar. Kröfluaskjan seig og mældist sigið í miðjunni um 2 m. Þessi fyrsti gliðnunaratburður stóð í þrjá mánuði með tilheyrandi skjálftum og gliðnun í Kelduhverfi og sigi í Kröflu. Þegar gliðnuninni lauk í Kelduhverfi tók land að rísa á ný við Kröflu. Við tók átta ára tímabil með hægu landrisi innan Kröfluöskjunnar þegar kvika safn- aðist fyrir í kvikuhólfi á um 3 km dýpi. Þegar þrýstingur kvikunnar fór yfir viss mörk braust hún út úr hólfinu og inn í sprungusveim- inn, þrýstingurinn í kvikuhólfinu féll hratt og landið yfir því seig. Þetta gerðist alls um 20 sinnum. Kvikan sem fyllti sprunguna leitaði ýmist út eftir sprungusveimnum og myndaði gang sem stöðvaðist í jarðskorpunni eða náði til yfir- borðs og olli gosi. Alls urðu níu gos í þessari gliðnunarhrinu (5. og 6. mynd).30 Oftast fór kvikan til norðurs frá Kröflu, nokkrum sinnum leitaði hún til suðurs en náði þó ekki sömu vegalengd.30 Kvikuhlaupunum fylgdi talsverð skjálftavirkni og sprunguhreyfingar á afmörkuðum hlutum sprungu- sveimsins meðan á landsigi stóð innan Kröfluöskjunnar. Um leið og skjálftar og gliðnun hættu í sprungusveimnum tók land að rísa að nýju yfir kvikuhólfi öskjunnar. Það var greinilega náið samband milli gliðnunar á flekaskilunum og kvikunnar í kvikuhólfi Kröflu. Fyrstu gosin voru lítil en urðu tíðari og stærri þegar leið á atburðarásina. Þetta voru sprungugos með lágum kvikustrókum og miklu hraunflæði. Mesti ákafinn var í gosunum fyrstu klukkustundirnar en síðan dró hratt úr og virknin dróst saman á einstaka og fáa gíga þar til gosin lognuðust út af á nokkrum dögum. Síðasta gosið, í september 1984, var þó undantekning að þessu leyti. Það hagaði sér eins og fyrri gosin til að byrja með en sótti í sig veðrið eftir fyrstu dagana og fór sívaxandi þar til því lauk skyndilega eftir tvær vikur. Gosin urðu öll á nyrðri hluta sprungusveimsins, á stykki sem náði frá miðri öskjunni og um 9 km til norðurs. Heildarrúmmál kviku sem náði til yfirborðs hefur verið metið 0,25 rúmkílómetrar32 en talsvert meira magn er að líkindum í göngum undir sprungusveimnum. Land á Kröflusvæðinu reis á ný eftir síðasta gosið þar til fyrri land- hæð var næstum náð. Þá varð risið slitróttara þar til það hætti alveg 1989. Síðan hefur landið sigið mjög hægt, um fáeina cm á ári.33 Umbrotin í Bárðar- bungu og eldgosin í Holuhrauni Hinn 16. ágúst 2014 hófst atburða- rás í eldstöðvakerfi Bárðarbungu og sér ekki fyrir endann á henni þegar þetta er ritað. Hún hófst með talsverðri skjálftahrinu innan Bárðarbunguöskjunnar og breidd- ust skjálftarnir út frá henni eftir nokkrar klukkustundir. Skjálfta- upptök færðust til SA og síðan NA sem benti til þess að kvikugangur væri lagður af stað út frá megin- eldstöðinni. Jafnframt bentu sírit- andi GPS-mælar til þess að svæðið innan öskjunnar væri tekið að síga en svæðið þar sem kvikan var að brjóta sér leið neðanjarðar utan öskjunnar væri að tútna út. Þetta var staðfest með ratsjármyndum frá gervitunglum, svokölluðum In SAR-mælingum.34 Bergfræðilegar athuganir staðfesta ásamt aflögunar- og skjálftamælingum að kvikan, og gangurinn sem hún myndaði, fékk efni sitt úr hólfi á talsverðu dýpi undir Bárðarbunguöskjunni. Gangurinn lengdist næstu dagana, stundum mjög hægt, en hratt þess á milli. Þó var rennsli kvikunnar nokkuð stöðugt allan tímann ef dæma má af sighraða öskjusvæðis- ins og breikkun gangsins. Skjálfta- virknin í öskjunni fór mjög vaxandi 5. mynd. Sprungugos í sprungusveimi Kröflu í október 1980. – A fissure eruption in the Krafla fissure swarm in October 1980. Ljósm./ Photo: Halldór Ólafsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.