Náttúrufræðingurinn - 2017, Side 49
49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
illa eða auki líkur á að kollur sleppi
varpi46 sama ár eða ári seinna. Þegar
loðnan lætur ekki sjá sig minnka ef
til vill líkur á því að næringarforði
hjá æðarkollunum sé nægur þegar
þær hefja varp. Þessi „loðnuhallæri“
endurspeglast sem snögg fækkun
hreiðra eitt sumar en ári síðar er
fjöldinn svipaður og á fyrri árum.
Æðarfugl er langlíf tegund og því
skiptir ævilangur heildarvarpárang-
ur (e. lifetime breeding success) meira
máli en árangur einstakra varpára.47
Þetta er talin skýringin á því að æðar-
kollur sleppa stundum varpi og þá
einkum ef næringar ástand þeirra er
slakt.46,48 Í lágmarks loðnuárunum
fjórum (1991, 1995, 1998 og 2006)
virðast margar breiðfirskar koll-
ur hafa sleppt varpi eða seinkað
því fram yfir dúnleitir og því ekki
verið taldar það árið. Báðar þessar
mögulegu skýringar/tilgátur fela í
sér að ástand varpkollna að vori
er í lakara lagi og það tekur fram
á sumar að bæta það upp. Svo vill
til að þessi lágmarksár æðarfugls í
Breiðafirði passa nokkurn veginn
við mestu lágmarksár í ráðlögðum
loðnuafla. Engin slík lágmarksár
urðu milli 1980–1990 (með fyrirvara
um árin 1979–1981) en þau birtast
fyrst 1990–2000 þegar æðarstofn-
inn náði hámarki. Fleiri þættir geta
auðvitað líka skýrt ólínuleg tengsl
við einstök ár. Má til dæmis benda
á árið 2003 þegar æðarhreiðrum
fækkaði snögglega, en fjöldi þeirra
jafnaði sig strax 2004 án sjáanlegra
breytinga í loðnuvísitölu. Tengsl
geta líka verið óbein milli lágmarks-
ára loðnu og þess að æðarkollur
sleppa varpi eða verpa seint, þannig
að sami umhverfisþáttur hafi nei-
kvæð áhrif á bæði loðnu og æðar-
kollur samtímis. Breiðafjörður sker
sig úr hinum landshlutunum að
þessu leyti og gæti skýrst af því að
loðnan nær ekki alltaf að ganga inn í
Breiðafjörð síðla vetrar eða snemma
vors, og stundum ekki alla leið inn
fjörðinn (miðað við Flatey t.d.).
Hjá fuglum sem lifa eingöngu
á fiski má vænta jákvæðrar fylgni
við fiskgengd, til dæmis hjá lunda
(Fratercula arctica) sem nær bestum
varpárangri þau ár sem mikið er af
síld.49 Æðarfugl er hins vegar alæta
sem lifir mest á botndýrum, lindýr-
um eða skrápdýrum16,17,19 og getur
nýtt aðra fæðu þegar lykiltegundir
vantar, sérstaklega á svæðum sem
hafa mikinn lífmassa, svo sem í
Breiðafirði.50 Loðnuafli er ef til vill
ekki nægilega nákvæm breyta til
að tengja loðnustofninn við stofn-
vísitölu æðarfugls því að misjafnt
er milli ára hvert loðnan gengur. Þá
fer loðnutalningin fram að hausti en
fjöldi hreiðra er talinn næsta vor og
er ekki ómögulegt að þessar ólíku
tímasetningar hafi einhver áhrif á
niðurstöðurnar.
Ekkert virðist hafa verið ritað um
tengsl loðnu við æðarfugl á öðr-
um útbreiðslusvæðum tegundanna.
Loðnuát æðarfugla gæti verið sér-
íslenskt fyrirbæri. Raunar eru kynni
4. mynd. Loðnuráðgjöf Hafrannsóknastofnunar (þúsundir tonna deilt með 10) og prósentubreytingar (%) í fjölda æðarhreiðra í fjórum
landshlutum, þ.e. Suðvesturlandi (A), Breiðafirði (B), Vestfjörðum (C) og Norðurlandi (D). Ártöl í myndum gefa til kynna að viðkomandi
ár hafi orðið marktækt lágmark í bæði loðnu- og æðarvísitölu sömu eða aðliggjandi ártöl (t.d. 1991–1992). Takið eftir mismunandi skala á
y-ás. – The Icelandic Marine Research Institute’s capelin fishing advisory (thousands of tons divided by 10; x-axis) and annual change
percentage (%) number of eider nests (y-axis) for four parts of Iceland, i.e. Southwest Iceland (A), Breiðafjörður (B), Westfjords (C) and
North Iceland (D). Years in the figure indicate significant impacts on eider nests numbers in relation to years of low capelin abundance.
Note differing scales on y-axis.