Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 50
Náttúrufræðingurinn
50
manna af æðarfugli árið um kring
nokkuð einstök á Íslandi því að
annars staðar er æðarfugl víða far-
fugl og er því víða utan loðnu svæða
að vetri til eða verpur á svæðum
fjarri mannabyggð. Auk þess eru
æðarfugl víða veiddur og því mun
styggari en á Íslandi. Á æðarsvæðum
erlendis er því varla eins algengt að
sjá til fuglanna við strendur eins og
hér við land, hvað þá étandi loðnu-
hrogn við skipshlið, eins og þekktist
hér áður fyrr. Við Nýfundnaland
hrygnir loðnan á enn grynnri svæð-
um en við Ísland og ætti því að
vera aðgengilegri fyrir æðarfugl þar.
Loðnan við Nýfundnaland hrygnir
hinsvegar of seint til að nýtist æðar-
kollum fyrir varp, eða á þeim tíma
þegar æðarungar eru litlir (Scott
Gilliland, í tölvupósti í nóvember
2011), þ.e. nokkrum mánuðum
síðar en loðnan hrygnir við Ísland.
Mismunandi árstími loðnuhrygn-
ingar gæti þýtt að aðrir æðarstofnar
en hinn íslenski nái ekki að nýta sér
loðnuhrygningu.
Hreiðrum fjölgaði í flestum æðar-
vörpum 1980–1990 en fækkaði aftur
í svipaðan fjölda og var í kringum
1980, að undanskildum Vestureyjum
Breiðafjarðar þar sem fjölgunin hélt
sér að mestu.43,44 Loðnuveiði jókst
1980–1990 samtímis þessari fjölg-
un æðarhreiðra. Eftir rysjóttara
gengi loðnunnar 1990–2008 lækk-
aði stofnvísitala æðarfugls um 11%
tímabilið 2001–200744 en þá hófst
margra ára lægð í loðnuafla. Menn
hafa skýrt minnkandi loðnugengd
með því að loðna, sem er kaldsjáv-
artegund, hörfi frá Íslandsmiðum
vegna sjávarhlýnunar, og gæti þetta
að einhverju leyti skýrt lága loðnu-
vísitölu 2005–2008.37,38 Giska má á
að góðæri hjá æðarfugli, verulega
aukinn fjöldi hreiðra, séu ólíkleg án
loðnugengdar. Útbreiðsla ungloðnu,
sem ólst upp mest norðan við landið,
breyttist eftir 2000 og færðist að
SA-strönd Grænlands. Hér er sett
fram sú tilgáta að minna framboð
loðnu á Íslandsmiðum á fyrsta ára-
tug 21. aldar gæti að hluta skýrt 11%
fækkun æðarfugls 2000–2007.
Æðarhópar í loðnuáti í höfnum
voru algeng sjón á árunum fyrir
1990. Nú hefur löndunarháttum
verið breytt þannig að hrognin
falla ekki lengur út í hafnirnar.
Loftslagsbreytingar kynnu að leiða
til þess að farleiðir loðnunnar breyt-
ist þannig að hún komi ekki lengur
inn á grunnsævið við Ísland (undir
20 m dýpi). Fyrir vikið gæti æðar-
fugl ekki lengur nýtt loðnu sem
viðbót í fæðuöflun og forðasöfnun
síðla vetrar.
Hér var stigið fyrsta skrefið við
að kanna tengsl æðarfugls og loðnu
á Íslandi. Sennilega þarf rannsókn-
ir á magainnihaldi æðarfugla að
vetri til svo hægt sé að skera úr um
þýðingu loðnu sem fæðu fyrir varp
æðarfugls. Dreifing æðarfugls að
vetri er ólík því sem er á varptíma,51
þannig að fjöldi hreiðra nái ekki að
endurspegla samband æðarstofns-
ins og loðnu innan hvers lands-
hluta. Hér er ályktað að æðarfugl
nýti loðnu sem búbót þegar hún
býðst en að loðna sé ekki lifibrauð
æðarfugls. Umfang loðnugengdar
takmarkar samkvæmt þessu ekki
æðarvarp nema loðnu vanti algjör-
lega síðla vetrar.
Summary
Are capelin stocks correlated to
eider nest numbers?
Availability of benthic invertebrates is the
main limiting agent of female eider body
condition prior to breeding. However, the
availability of capelin roe may play an im-
portant role in building up adipose tissue.
Eider nest counts in four regions were
correlated with the capelin fisheries and
the capelin fishing effort advisory issued
by the Icelandic Marine Research
Institute 1985–2008. Capelin fishing in
Iceland commenced in 1963 and the catch
increased gradually until a sudden, sharp
increase in 1976–1979 and again 1983–
1989 after a sudden decline in 1981. Eider
nest numbers increased in Iceland 1980–
1990, and peaked after 1990 whereas
capelin fisheries remained similar 1990–
2000. The capelin fishing effort advisory
began in 1985. No significant linear rela-
tionships were found between the capelin
advisory and number of eider nests.
However, the number of eider nests de-
clined by 11% in 2002–2007, when the
capelin advisory was markedly low due
to changed migration patterns of capelin.
Eider females occasionally skip breeding
or delay nest initiation. Sharp reductions
in eider nests occurred in Breiðafjörður in
the years 1992, 1995, 1999, and 2006 as in-
dicated by impact analysis. All these
years were characterized by low capelin
advisory or poor fisheries in the previous
year. This could be explained by capelin
not entering Breiðafjörður during these
particular years, despite the capelin mi-
grating west and northwest of Iceland.
These sudden concurrent decreases in ei-
der nest numbers and capelin fisheries
were the only relationship between cape-
lin and eider breeding propensity.
Um höfundinn
Jón Einar Jónsson (f. 1975) lauk BS-prófi í líffræði við
Háskóla Íslands 1997, MS-prófi í líffræði frá HÍ 2000 og
doktorsprófi í dýravistfræði frá Louisiana State Uni-
versity 2005. Hann hefur starfað að fuglarannsóknum
við Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi síðan 2007 og
jafnframt kennt fuglafræði og dýrafræði við HÍ og
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Póst- og netfang höfundar/Authors’ address
Jón Einar Jónsson
Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi
Hafnargötu 3
IS 340 Stykkishólmi
joneinar@hi.is