Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 61

Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 61
61 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags vel þekkt hjá ýmsum fjallaplöntum að þær vaxa allt niður að sjávar- máli við strendur, og skýrist það af veðurfari og loftslagi. Bæði er rakinn þar meiri en í innsveitum og hitinn jafnari allt árið. Grasvíðir er í eðli sínu fjallaplanta og þrífst best í rökum, köldum og hrjóstr- ugum jarðvegi þar sem jafnframt er fremur snjóþungt. Hann er ein helsta einkennisplanta fjallagróðurs á norðurslóðum. Grasvíðir er algengur um öll heimskautalönd á norðurhveli jarð- ar, og er meðal þeirra plantna sem fara lengst til norðurs, t.d. allt að 78° n.br. á Vestur-Grænlandi og að 77° á Svalbarða. Einnig er hann algengur á hálendi Skandinavíu, í Alpafjöllum, Pýreneafjöllum, Kákasusfjöllum og víðar. Hann hefur fundist í 2.170 m hæð í Jötunheimum í Noregi. Við rannsóknir okkar Harðar Kristins- sonar á hæðarmörkum plantna við Eyjafjörð 1963 fannst grasvíðir hæst í 1.350 m hæð í fjallinu Bónda og í 1.300 m í Hlíðarfjalli. Okkur tókst ekki að finna hann á fjalls- fleti Kerlingar í 1.535 m hæð þó að þar væru skráðar 10 tegundir blómplantna.2 Plöntur sem hafa slíka útbreiðslu kalla grasafræðingar heimskauta- og fjallaplöntur eða arktísk-alpínar plöntur. Eru margar slíkar til og fjöldi íslenskra fjalla- og hálendis- plantna hefur svipaða útbreiðslu. Við Íslendingar hittum því marga kunningja þegar við leggjum leið okkar upp í svo sem tvö þúsund metra hæð í fjöllum Suður-Evrópu. Þegar loftslag var kaldara í álf- unni hafa útbreiðslusvæði þessara plantna verið samfelld. Þá óx gras- víðir einnig á láglendi í Mið-Evrópu, eins og lesa má af frjókornum í jarð- vegi. Þegar loftslag hlýnaði eyddist hann þar og hopaði upp í fjöllin, þar sem hann einangraðist frá gras- víðibreiðum norðursins. Það kalla grasafræðingar leifaplöntur (relikt). Hin árþúsundalanga einangrun grasvíðis í fjöllum Suður-Evrópu virðist þó ekki hafa haft neinar telj- andi breytingar í för með sér, því að enn í dag líkist hann svo mjög frænda sínum á Norðurlöndum að 2. mynd. Örsmár grasvíðir í haustlit á Vesturöræfum við Snæfell. Ljósm. Helgi Hallgríms- son 1. september 2002. þeir eru taldir til sömu tegundar. Nánari athugun myndi þó senni- lega leiða í ljós einhvern mismun. Hið sama er að segja um íslenska grasvíðinn að hann hefur verið einangraður um langan aldur, en hversu lengi er enn ekki vitað með vissu. Hafi hann flust til landsins eftir ísöld, eins og venjulega var haldið, hefur það gerst um svipað leyti og hjá grasvíði í Suður-Evrópu, en hafi hann lifað af ísaldir hér er einangrun hans miklu eldri. Ýmis rök benda til þess að einhver gróður hafi tórt hér á landi að minnsta kosti síðasta ísaldarskeið, og þá hefur grasvíðir eflaust verið þar á meðal. Í fjöllum Skandinavíu vaxa nokkrar víðitegundir náskyldar grasvíði, t.d. pólvíðir (Salix polaris), sem er álíka smár og harðgerður, raunar mjög líkur, en hefur heilrend blöð. Sama má segja um hrukku- víði (Salix reticualata). Hvorugur þeirra hefur náð til Íslands eða Grænlands. Á Grænlandi eru aftur á móti svipaðar tegundir sem ekki vaxa í Evrópu, svo sem Salix uva ursi, sem er kenndur við sortulyng.3,4 Grasvíðidældir og mosaskorpa Grasvíðir er ein algengasta blóm- planta í snjódældum til fjalla, og það svo að sumar snjódældir eru kenndar við hann og kallaðar grasvíðidældir (Salicetum herbaceae). Þeim hefur Steindór Steindórsson lýst, bæði í bók sinni Gróður á Íslandi 19645 og ýtarlegar í ritgerð sinni um fjallagróður í tímaritinu Flóru 1965.6 Hann segir grasvíðidældir algengastar á hæðarbilinu 300–500 m y.s., en komi þó oft fyrir neðar á Vestfjörðum og á útskögum Norð- urlands, eða allt niður að sjávarmáli. Í innsveitum Eyjafjarðar eru gras- víðidældir tíðastar á hæðarbilinu 500–750 m. Steindór skilgreinir gras- víðidældir sem sérstaka gróðursveit, grasvíðisveit, og skiptir henni í þrjú gróðurhverfi eftir aukategundum, þ.e. grasvíði-grámulluhverfi, grasvíði- -stinnustararhverfi og grasvíði-snjó- mosahverfi. Iðulega leysir snjó í þessum dældum ekki fyrr en seint í júlí eða byrjun ágúst og kemur aftur í sept- ember. Vaxtartími grasvíðis er þar því mjög stuttur og reklar hans ná sjaldan að þroskast. Í köldum sumr- um helst snjórinn jafnvel allt sum- arið, og virðast grasvíðir og fleiri snjódældaplöntur þola það ef það gerist ekki mörg ár í röð. Margir munu kannast við grá- svarta skorpu sem hylur jarðveg á stórum svæðum víða til fjalla, einkum þó á snjóþungum svæð- um á Norður- og Austurlandi, og Steindór nefndi mosamold. Hún er mynduð af smágerðum soppmosa (lifurmosa), aðallega hélumosa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.