Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 73

Náttúrufræðingurinn - 2017, Page 73
73 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ur, að meðaltali 5 cm á þykkt, með íhvolfri glerkápu sem líkist yfir- borði bólstra.33 Hér á landi þurfti Moore ekki að kafa til að sjá flekaskil. Hann tók þátt í rannsóknum á Surtsey. Í stað þess að stinga sér í sjóinn var boruð 181 m hola í 58 m háan gígbarm, og var þá komið 122 m niður fyrir sjávarmál. Hraun fannst ekki, held- ur svipað efni og í gosbunkunum umhverfis gíginn.34 Sveinn Jakobsson sagði frá því á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar árið 2013 að allmikið bólstrabergs- hraun hafi myndast á sjávarbotni sunnan Surtseyjar sumarið 1964.35 15. mynd. Hér höfum við annað sjónarhorn á 1. mynd. Er þetta röð sívalninga eða brotinn sívalningur? Töluvert landbrot sést og koma þá fágaðar klappir í ljós. – Is this one elongated rock or different rock pieces? It gets broader to the west and has cracks. Moore describes cylindrical flow lobes about 1 m in diameter and 10–15 m long at the side of a lava flow.8 Could this possibly apply here? Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir 2013. Í brún gróðurþekjunnar framar- lega á Hvítanestanga koma kubbarn- ir á 17. mynd í ljós. Þeir eru áþekkir kubbaberginu í Dverghömrum á 18. mynd, sem enginn efast um að séu orðnir til af völdum vatns, en kubba- berg verður til þegar vatn veldur óreglulegri kælingu kyrrstæðrar kviku. Það er ekki á mínu færi að greina hversu mörg hraunlög eru í tanganum en kubbarnir ættu að tilheyra efsta laginu og þeir í fjöru- borðin því neðsta, en þar á milli er nokkur óregla. Rannsóknir benda til að undir- staða Hawaiieyja sé að mestu bólstrahraun sem hafa hlaðist upp við neðansjávargos.29 Á það við um fleiri úthafseyjar. Boranir í Vestmannaeyjum sýna að bólstra- berg er undir eynni30 og Einar Einarsson á Skammadalshóli telur að Dyrhólaey sé mynduð við neðan- sjávargos milli jökulskeiða og lýsir bólstrabergi þar.31 Í Reyðarfirði var hraunlagastafl- anum fylgt eftir með borunum neð- an sjávarmáls. Borað var í gegnum þykk hraunlög niður á 1919 m dýpi. Í skýrslu er tekið fram að ekkert bólstraberg hafi fundist.32 Í botnsýnum frá Reykjaneshrygg 1967 og 1971 rannsakaði James G. Moore ferska basaltbólstra og þynn- 16. mynd. Utarlega á tanganum. Landhólmi framundan með fáguðum klöppum, sumum með raufum. – West front of the peninsula. Land- hólmi with polished rocks and cracks. Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir 2013.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.