Náttúrufræðingurinn - 2017, Síða 74
Náttúrufræðingurinn
74
Það var álitamál hvort hér væru
merki um upphaf gossins á sjávar-
botni eða hraunið runnið í hraun-
göngum undir yfirborði eyjarinnar.
Rannsóknir Sveins benda til hins
síðartalda.36
Varðskipsmenn sáu að þar sem
brimaldan mætti hraunstraumn-
um í suðausturhorni Surtseyjar, og
hraunelfurin rann í marga mánuði,
mynduðust hraunkúlur í fjörunni
við hina snöggu kælingu. Þessar
hraunkúlur bárust norður fyrir
hornið og hlóðust þar upp. Þær
voru um 1 m í þvermál og gegn-
heilar. Með tímanum náði úthafs-
aldan að mylja þær niður og ekk-
ert varð eftir af þeim (Ólafur Valur
Sigurðsson skipherra, samtal í maí
2015). Voru þetta kannski bólstr-
ar? Garðar Pálsson skipherra var
áhugaljósmyndari og myndaði log-
andi hraunelfina og hraunkúlurnar.
Móberg er enn að myndast undir
jöklum á Íslandi.37
Lokaorð
Ég veit ekki hvernig ykkur líst á
þessa samanburðarfræði mína. Mér
finnst ýmis rök benda til þess að
hér sé um neðansjávarmyndanir
að ræða. Að líkja grjóti við brauð
hljómar ekki mjög vísindalega en
ótal klappir á Hvítanesi standa
undir þeim samanburði. Hug-
myndin er ekki mín heldur útfær-
slan, og sem leikmaður get ég leyft
mér smáglettur.
Í myndabók Ballards og Moores
má sjá flata bólstra á sjávarbotni23
og þannig myndanir má líka sjá á
Grundinni á Hvítanesi, sbr. fremst
á 1. mynd.
Á 4. mynd sker sig úr rúnnaður
hnullungur, sem vissulega er ekki
hversdagslegur útlits og er einnig
með það sem ég ætla að sé þenslu-
rauf. Kannski væri hægt að finna
fleiri slíka. Á 14. mynd er hann
borinn saman við gamlan ferðalang
með svipað útlit.
Þensluraufar eru í lábörðu klett-
unum á 10. mynd og fannst mér þeir
líkjast klöppunum á Lopez-eyju.
Hið sama gildir um sívalninginn á
1. og 15. mynd. Það varð mér því
til mikillar ánægju að finna nýlega
grein Gotos og fleiri frá Tasmaníu
þar sem höfundar telja þensluraufar
einstakt einkenni (e. diagnostic) fyrir
bólstra.20 Þensluraufar eru mjög slá-
andi á 1., 8., 10. og 21. mynd.
Við getum ekki kvatt Hvítanes án
þess að geta þess hvaða bergtegund
myndar þessar klappir, en það er
dílabasalt, eins og sjá má á 19. og
20. myndum sem sýna afsteypur.
Þarf ekki nema leikmanns augu til
17. mynd. Kubbaberg rétt undir gróðurþekjunni á tanganum. Penn-
inn er 13,5 cm langur. – Cube jointed basalt peaks out high in the
bank at the peninsula. The pen 13.5 cm long. Ljósm./Photo: Berg-
þóra Sigurðardóttir.
18. mynd. Kubbaberg í Dverghömrum á Síðu. – Cube jointed basalt
at Dverghamrar, South-East Iceland. Those formations are made
under water. Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir. 7. júní 2014.
19. og 20. mynd. Afsteypur og hola í klöpp vestan á tanganum. Klappirnar eru úr dílabasalti. Ígulkerið er 6 cm í þvermál. – Two cast and
a hole in a clint of porphyric basalt. Ljósm./Photo: Bergþóra Sigurðardóttir.