Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 84

Náttúrufræðingurinn - 2017, Qupperneq 84
Náttúrufræðingurinn 84 sérfræðinga og fulltrúa ólíkra sviða innan íslenskra náttúruvísinda Ósk um fund með menntamálaráðherra Margítrekuð ósk HÍN um fund með menntamálaráðherra um málefni Náttúruminjasafns hefur legið inni í ráðuneyti hans allt frá haustinu 2013. Málið hefur orðið að fram- haldssögu í ársskýrslum HÍN. Í ár hefur enn verið reynt að ná fundi með ráðherra og beiðni um það ítrekuð. Þann 30. mars var að endingu boðað til þessa langþráða fundar og mættu fulltrúar HÍN í mættu í Menntamálaráðuneytið á tilsettum tíma og tóku embættis- menn þar vel á móti þeim. Dráttur varð þó á því að ráðherra birtist og að lokum var tilkynnt að vegna óvæntra atvika yrði að aflýsa fundi með ráðherranum. Hins vegar áttu fulltrúar HÍN alllangar viðræður við embættismenn ráðuneytisins. Þetta hefði ef til vill ekki þótt til- tökumál nema vegna forsögunnar og hversu erfiðlega hefur gengið að koma þessum fundi á. Áfram var reynt að ná tali af ráðherra en hann fann ekki tíma fyrir fund það sem eftir lifði kjörtímabilsins. Nýr ráðherra er nú tekinn við og hefur beiðni um fund verið endurnýjuð. Ekki er ástæða til annars en bjart- sýni um að skjótt líði að lokum þessarar framhaldssögu. Grennslast fyrir um byggingarsjóð Bréfaskipti urðu milli HÍN og mennta- málaráðuneytis þar sem félagið grennslaðist fyrir um byggingarsjóð- inn góða sem ráðuneytið tók til varð- veislu fyrir hönd ríkisins árið 1947, með fyrirheiti um að hann yrði settur upp í kostnað við byggingu Nátt- úrugripasafns sem þá var á áætlun. Spurt var hver væri staða sjóðsins og hvernig hann hefði verið ávaxtaður. Nokkrum mánuðum síðar barst svar þess efnis að sjóðurinn fyndist ekki og engin gögn um ráðstöfun hans í skjalasafni ráðuneytisins. Ráðu- neytið lagði hins vegar mat á verð- mæti sjóðsins með því að stinga upphaflegri fjárhæð hans inn í ein- falda verðlagsreiknivél Hagstofunnar sem finna má á netinu. Niðurstaðan var sú að sjóðurinn stæði í rúmum 6 milljónum króna. Það þýðir að verðgildi hans hafi minnkað veru- lega og að vextir hafi verið nei- kvæðir. Í svari HÍN við þessum tíð- indum kemur fram að félagið hafnar alfarið útreikningum ráðuneytisins og áskilur sér allan rétt í þessu máli. Komast þarf að samkomulagi um eðlilegan útreikning á upphæð sjóðs- ins þar sem byggt sé á sanngjarnri ávöxtunarkröfu. Meðan ríkisvaldið stendur ekki við samkomulag sitt um að koma upp húsnæði fyrir nátt- úrugripasafn getur það ekki látið fjár- muni frá HÍN, sem fara áttu í þetta húsnæði, rýrna og fyrnast. Það eina sem HÍN er sammála í svarbréfi menntamálaráðuneytis er að byggingarsjóðurinn gaml i er ekki undir 6 milljónum króna. HÍN óskar þess að fá þessa upphæð í hendur, og síðar það sem uppá vant- ar samkvæmt nýjum útreikningum, til að ávaxta hana á skynsamlegri hátt en gert hefur verið og láta hana svo renna til uppbyggingar safnsins þegar ríkisvaldið stendur við fyrir- heit sitt til félagsins um húsnæði fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Erindi á degi íslenskrar náttúru Dagur íslenskrar náttúru er haldinn 16. október ár hvert. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið minnist dags- ins á ýmsan hátt, meðal annars með samkomu þar sem afhent eru Nátt- úruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti og fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins til þeirra sem best hafa haldið umhverfis- málum á lofti í fjölmiðlum. Í ár var formanni HÍN boðið að halda ávarp á samkomu ráðuneytisins af þessu tilefni. Ávarpið var endurflutt í Rík- isútvarpinu nokkrum dögum síðar. Lokaorð Árið 2016–2017 var umbrotaár í íslenskri pólitík en ekki að sama skapi frásagnarvert á vettvangi Hins íslenska náttúrufræðifélags. Engin umskipti hafa orðið í félagslífinu né í útgáfu- eða baráttumálum félags- ins. Reksturinn hefur gengið sam- kvæmt áætlun. Útgáfa tímaritsins er í föstum skorðum og greinar í því hafa vakið athygli. Fjárhagsstaðan er viðunandi og fræðslufundirnir hafa verið áhugaverðir en heldur fámennir. Jákvæð teikn eru á lofti í málum Náttúruminjasafnsins og ef þau ná að raungerast verður síðasta ár að teljast umskiptaár í baráttu og starfsemi HÍN, en um það verður ekki dæmt að sinni. Reykjavík 27. febrúar 2017 Árni Hjartarson, formaður HÍN Á fundi í menntamálaráðuneytinu 30. mars 2016 um málefni Náttúruminjasafns. Eiríkur Þorláksson sérfræðingur, Hafdís Hanna Ægisdóttir, varaformaður HÍN, Bryndís Marteins- dóttir, fræðslustjóri HÍN, Árni Hjartarson formaður HÍN, Gísli Þór Magnússon, skrif- stofustjóri og Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.