Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 3
r. I T L A
T I M A Fl I T I Ð
Það var um haust. Ég var nýkominn
til borgar, þar sem ég þekkti ekki nokkra
lifandi sál, var húsnæðislaus og félaus.
Astæður mínar voru því allt annað en
glæsilegar.
Fyrstu dagana hafði ég selt þau föt
mín, sem ég gat frekast án verið, og nú
varð mér reikað inn í borgarhverfið
„ Yste", þar sem hafskipabryggjurnar voru.
Um siglingatímann iðaði þetta hverfi af
háværu og starfsömu lífi, en nú síðast í
október var það þögult og eyðilegt.
Ég drattaðist áfram eftir votum sand-
inum og hafði ekki af honum augun í
þeirri von að finna þar ætan bita af ein-
hverju tæi. Þannig reikaði ég einn milli
mannlausra bygginga og vörugeymsluhúsa
og var að hugsa um, hve notalegt það
mundi vera að fá nú góða máltíð.
Fyrir aukna menningu vora er nú svo
komið, að það er auðveldara að seðja
hungur andans en llkamans. Við göngum
um göturnar; allsstaðar eru byggingar,
t i